Þeir vilja hafa frið til þess að moka skítinn undir mottuna

 

Bjarni Harðar lýsti spillingunni í framsókn vel í gærkveldi. Þessi spilling kemur mér ekki á óvart því ég hef persónulega kynnst siðblindunni í Framsókn. Framsókn er ekki einn um þessa meinsemd. Þetta gegnumsýrir flokkapólitíkina í dag. Þótt á alþingi séu heiðarlegt fólk innan um eru þar margir sem tengjast spillingunni sterkum böndum.

Við fáum ekki lýðræðissamfélag fyrr en kerfinu verður kollvarpað.

Það er lífsspursmál fyrir þjóðina að banna óheftar auglýsingar fyrir kosningar. Það þarf að koma á fyrirkomulagi þar sem frambjóðendur hafa jafnan aðgang að fjölmiðlum. Það þarf að koma upp kosningakerfi þar sem þjóðinni er gefið færi á að velja fólk inn á þing.

Ég hef haldið því lengi að fyrirkomulag flokkakerfisins hafa komið þjóðinni á vonarvöl. Málflutningur Bjarna á rétt á sér. Eigendur flokkanna eru auðmenn, embættismenn og aðrir. þetta fólk stjórnar landinu í gegn um flokkana og það eru LANDRÁð.

Atburðir líðandi stundar afhjúpa þetta fyrirkomulag. Þetta fyrirkomulag skýrir seinaganginn á því að skipaðar hafi verið marktækar rannsóknarnefndir.

Ég held að nú leiti ríkisstjórnin með logandi ljósum að hliðhollum og múturþægum erlendum sérfræðingum til þess að skipa í rannsóknarnefndir.

Þið sem voruð á borgarafundi tókuð kannski eftir því hversu ákveðnir stjórnmálamenn voru að ekki mætti vera fulltrúar frá almenningi í þessum nefndum.

Þeir vilja hafa frið til þess að moka skítinn undir mottuna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jakobína.

Mjög góður og ígrundaður pistill. Takk fyrir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 14:16

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Svo sammála.

Rut Sumarliðadóttir, 26.11.2008 kl. 14:24

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tek undir þetta.

Sigrún Jónsdóttir, 26.11.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband