Enn er þjarmað að frelsinu

Ég minnist þess að hafa búið á frjálsu Íslandi fyrir tuttugu árum síðan. Nú er verið að færa samfélagið aftur til grárrar forneskju vegna þess að valdhafar hafa klúðrað efnahagslífi þjóðarinnar. Þeir kalla þetta björgunaraðgerðir.

Sífellt er þjarmað að fjölskyldum, atvinnulífi og frelsi í landinu með björgunaraðgerðum yfirvalda.

Samfélagsástandið sem blasir við landsmönnum í dag er eitthvað grófasta dæmi um stjórnmálaklúðrur sem blasað hefur við á vestrænni grundu.


mbl.is Verið að veita róttæka heimild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Auk þess að eiga á hættu að fara áratugi aftur í tímann með gjaldeyrisbraski og fyrirgreiðslupólitík mun þetta sennilega gera endanlega út af við þá sem skulda í erlendri mynt. 

Því þetta frumvarp gerir varla annað að verkum en að viðhaldi lágu gengi krónunnar um mun lengri tíma en þörf er á.

Magnús Sigurðsson, 27.11.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Hinn möguleikinn er að bæta við 800 milljörðum við skuldir þjóðarbúsins.  Ekki langar þig að bæta því á herðar þínar.  Er ekki nóg samt?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.11.2008 kl. 23:27

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hvaða 800 milljarðar eru það? Hverjum komum við til með að skulda þá Ómar?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.11.2008 kl. 23:30

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Grundvallaratriðið í þessari færslu er að hingað er þessi ríkisstjórn búin að draga okkur. Viljum við þetta? Af hverju eru bara vondir kostir í stöðunni? Hverjir komu okkur í þessar aðstæður?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.11.2008 kl. 23:33

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þeir benda hver á annan. Ég tel það vera aðallega sjálfstæðismenn sem bera ábyrgðina þar sem þeir hafa leitt landið inn í þessu ósköp.

Það verður að breyta þessu flokkamynstri, gæta vel að vinapotinu sem virðist vera alsráðandi hér.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 27.11.2008 kl. 23:42

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð aftur.

Eru ekki lánin frá alþjóðagjaldeyrissjóðnum og "vinaþjóðum" okkar uppá 800 milljarða og eiga að fara í að styrkja gjaldeyrinn.  Útflutningur okkar stendur undir innflutningi auk afborgana af hluta af erlendum lánum.  Það er talið að alltaf 700 milljarðar séu hér í krónubréfum og tengdum bréfum.  Brjálæðis upphæð, sem stafar af peningamálastefnunni sem hér viðgengst í mörg ár, sem er líka á ábyrgð viðkomandi ríkisstjórna en ekki embættismanna út í bæ.  Svo má ekki gleyma öllum peningamarkaðskrónunum.  Ég reikna ekki með að eigendur þeirra sem fá núna greitt úr bönkunum treysti Íslensku bönkunum ofvel í því ástandi atvinnuleysis og gjaldþrota sem hér mun ríkja eftir áramót.  Besti kostur þeirra í stöðunni er að fara með fjármagnið úr landi þó það sé  á ofurgengi.  Núverandi hávaxtastefna ásamt verðtryggingunni mun leiða til slíkra gjaldþrotahrinu að annað eins hefur ekki sést í vestrænu þjóðfélagi frá 1929. 

Núverandi gjaldeyrishöft er það eina raunhæfa í erfiðri stöðu.  Það er glæpur gegn þjóðinni að nota gjaldeyrisforðann til að borga út flóttakrónur.

En ég skil færsluna vel en þannig er það bara að þjóðargjaldþrot bíður okkar eftir áramót ef umræðan á öll að vera á þeim nótum að þetta sé svona venjuleg kreppa (reyndar nokkuð djúp) sem venjuleg kreppuráð notist við.  Hin óvenjulega mikla skuldsetning þjóðarbúsins, auk þess áfalls sem hrun bankanna var, gerir það að verkum að hér verða hamfarir nema ef í tíma er brugðist með hamfararáðum eins og t.d. tímabundin frysting verðtryggingarinnar, launalækkun á línuna, Íbúðalánasjóður fái heimild til að eignast hlut í húsnæði til að hindra gjaldþrot og útburð. 

Jón, Gylfi og Lilja hafa öll bent á hættuna og komið með ráð sem virka.  Ég hef lesið bæði netið og fjölmiðla síðustu vikur og ég hef hvergi séð alvöru rökstuðning sem hnekkir þeirra máli.  Brýnasta mál dagsins er að hér verði mynduð stjórn um tillögur þessa hagfræðinga og þá fyrst er kanski von um framtíð barna okkar.  Þess vegna þurfa mæður landsins að segja hingað og ekki lengra.  Tími kjaftæðis og sundurlyndis er liðinn.

 Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.11.2008 kl. 23:59

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þessar skuldir eru þegar til staðar. Það borgar sig fyrir okkur að greiða þessar skuldir með lélegum krónum (þær sem metnar eru í krónum). Styrking krónunnar þýðir að það verði dýrara fyrir okkur að losna við þessar skuldir.

Ég held að við séum nokkuð sammála. Ég er hlynnt því að allir möguleikar séu skoðaðir. Einstrengingsháttur ríkisstjórnarinnar veldur mér áhyggjum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.11.2008 kl. 00:11

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Sammála og þetta er leiðin til að lélegar krónur verði notaðar.  Hin leiðin er að nota lánið. 

Já og við þurfum nýja ríkistjórn og Íslenskir karlmenn eru algjörlega ónothæfir til að takast á við þann gjörning að útvega okkur hana.  Þeir eru fastir í fortíðarþrasi og þráhyggjunni að ekkert gott má koma frá andstæðingi.   Svo hefur stór hluti þeirra meiri áhyggjur af sæmd sinni en börnunum.  Núverandi reikningur er uppá 150 milljarða segir Ingibjörg og þá hefur hún örugglega ekki í huga þá rýrnyn eigna Landsbankann sem heimskreppan (skellur á fullum þunga eftir áramót) á eftir að leiða að sér.  Kanski má tvöfalda þessa tölu. 

Í núverandi tekjusamdrætti ríkissjóðs er mjög erfitt að fjármagna heilbriðis og félagsmálin þannig að ekki verði hrun.  Tillögur til að fækka fólki og auka álag munu leiða til hruns á mörgum stofnunum því að starfsfólkið gefst upp.  Og svo má ekki gleyma fólkinu sem fer þegar húsnæðis þess er tekið af því.  Síðan ætla menn að borga fyrir eflenda áhættufíkla vegna þess að ESB segir það.  Hvað verður þá eftir til velferðarmála????

Nei þið konurnar þurfið að taka til ykkar ráða, hvernig sem þið farið að því.  Sting uppá verkfalli í vinnu og heimilunum.  Þú skrifaðir besta pistilinn um Icesave og EES samningin sem ennþá hefur birst á prenti og þú gætir kanski skrifað aðra grein um hvatnigu til mæðra að segja stopp á alla vitleysuna.  Mætti allavega reyna.

Kveðja og góða nótt.

Ómar

Ómar Geirsson, 28.11.2008 kl. 00:39

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er undarlegt tímasetning að setja gjaldeyrishöft á núna þegar krónan er eins lág og raun ber vitni og það þvert ofaní þá leið sem kynnt var af IMF. 

Það hefði verið nær að setja gjaldeyrishöft á fyrr á þessu ári þegar bankarni léku þann leik að fella gengið með stöðutöku gegn krónunni.  Nú borgar sig að hreinsa jöklabréfa ruslið sem fyrst út úr kerfinu svo krónan geti farið að taka mið af utanríkisviðskiptum fyrr styrkist hún ekki. 

En menn virðast vera búnir að gleyma verðbólgutímum og gengisfellingum handstýrðs gengis.  Við núverandi aðstæður geta þær aðferðir verið ávísun á endanlegt þjóðargjaldþrot.

Magnús Sigurðsson, 28.11.2008 kl. 09:57

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Arg og aftur arg, sama hvar er drepið niður fæti.. andskotinn sjálfur.

Rut Sumarliðadóttir, 28.11.2008 kl. 11:28

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Hver er árlegur gjaldeyrisafgangur þegar búið er að greiða nauðsynlegar erlendar afborganir, 100 milljarðar? 150 milljarðar?.  Það er áætlað að heildareignir útlendinga í hagkerfinu vegna vaxtaviðskipta séu á bilinu 650-700 milljarðar.  Hvernig ætlar þú að koma þessum peningum út og svo öllu sparifénu hjá rika fólkinu?  Þó þú gerir ráð fyrir engum vöruinnflutning þá tekur þetta nokkur ár NEMA hin erlendu lán séu notuð til að borga eins og hefur verið reyndin hjá þeim löndum sem hafa haft frjálst útflæði fjármagns eftir hrun gjaldmiðla.  Afhverju ætti það sama ekki að gerast hér?  Sér Íslensk efnahagslögmál?  Í öðrum löndum sem hafa gengið í gegnum það sama, hafa gjaldeyrishöft verið það eina sem hefur bjargað þessum þjóðum frá viðvarandi kreppu og efnahagsþrengingum.  Chile fór fyrst að rétta úr kútnum þegar þeir hentu IFM úr landi og tóku upp gjaldeyrishöft.

Það er einnig fáranlegt að tala um verðbólgu í þessu ástandi.  Verðbólga á að mæla víxlhækkun verðlags og launa.  Það er fyrirsjánlegt að laun hækka ekki næstu misserin því atvinnulífið er gjaldþrota eins og það leggur sig.  Uppbygging krefst fjármagns og fjármagn er til staðar á meðan því er ekki hleypt úr landi til New York eins og gerðist í Argentínu. 

Ég hef grandskoðað netið í gær og í morgunn og ég hef tekið eftir því að þeir reka upp ramakvein, sem ætluðu með fé úr landi, og svo hinir sem trúa málflutningi þeirra.  Gjaldeyrishöft er spurning uppá líf og dauða þessa þjóðfélags og minni hagsmunir verða að víkja fyrir meirum.   Löggjöfin í nótt er fyrsta lífsmark þessarar ríkisstjórnar um að hún geri sér grein fyrir alvöru málsins.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 28.11.2008 kl. 14:49

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar,  þú bendir á að í Cihle hafi  IMF aðferðin ekki verið notuð.  Ég get skilið að með því hafi gjaldeyrishöft verið nauðsynleg, en lánið frá IMF er ekki tilkomið til annars en að gera upp við erlenda lánadrottna. 

Víst ríkisstjórnin er búin að ákveða að fara þessa IMF leið er best að gera það með því að setja krónuna á frjálst flot og taka gengisfallið á sem stystum tíma.  Þannig að gengi krónunnar geti farið að hækka í tengslum við utanríkisviðskiptin en verði ekki fyrir truflunum af gjaldeyrisbraski og fyrirgreiðslupólitík.  Íslendingar munu hvort sem er ekkert hafa af þessu IMF láni að segja nema það að fá að borga það.

Ég er ekki viss um það Ómar að atvinnurekendur á Íslandi séu að bíða færis á að flytja einhverjar fúlgur úr landi, ef einhverjir eru í þeim hugleiðingum eru þeir væntanlega ekki að opinbera þær á netinu.

Magnús Sigurðsson, 28.11.2008 kl. 16:34

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Ég er einn af þeim sem óttaðist að gömlu IFM ráðin væri notuð og fjármagn yrði frjálst og færi meðan lánið dygði.  Það er smá von núna að  stjórnvöld láti það ekki gerast.  Falli þessir áttahundruð milljarðar á okkur þá skiptir það engu hvort krónan komi fljótt til baka eða ekki.  Þjóðin mun aldrei standa undir þessum skuldum og sjálfstæði hennar er úr sögunni.   Ef þessi gjörningur er IFM gjörningur þá er það í fyrsta skipti eftir 1990 sem IFM reynir að hjálpa þjóðum en ekki fjármagni.  Ég ítreka að það eru gjaldeyrishöft á flæði skammtímafjármagns sem hafa virkað en ekki frjálst flæði.  DR. Lilja Mósesdóttir hefur fært fyrir þessu ítarleg rök, sem mér vitanleg hafa ekki verið hrakin því dæmin einfaldlega sanna þetta.  Sem betur fer verður krónan veik á meðan við mjötlum krónubréfunum út en það gerir okkur kleyft að gera það með viðskiptajöfnuði en ekki lántökum IFM.

Og ég var ekki að tala um fé atvinnurekanda, mér vitanlega eiga þeir bara skuldir.  Ég var að tala um þá sem eiga peninga t.d þeir sem hafa selt kvóta og hlutabréf í tíma og varðhunda þeirra.  Það er rétt að að Vilhjálmur og Andrés kvörtuðu.  Sérstaklega var furðulegt að heyra Andrés hvetja til lögbrota og álit hans á siðgæði sinna umbjóðenda var mjög fróðlegt.  Um þetta má margt segja en forsendur málflutnings þeirra í mínum huga er sú sama og þegar LÍÚ borgaði afmælisveislu Hannesar í den sem þakklætisvott fyrir góðan stuðning við kvótakerfið.  Hagsmunatengsl skýrir þeirra málflutning en þetta eru ekki mínir hagsmunir eða almennings á Íslandi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.11.2008 kl. 22:16

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Halló aftur.

Til að forðast misskilning þá eru krónubréfin sirka 300 milljarðar og þar af segir Seðlabankinn að u. þ . b. helmingur geti leitað út.  En því til viðbótar eru ríkisvíxlar og eitthvað fleira sem ég kann ekki að nefna en talan 650-700 milljarðar er samantekt í einhverri fréttaskýringu sem ég las.

Kveðja.

Ómar Geirsson, 28.11.2008 kl. 22:31

15 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, sjálfstæði þjóðarinnar er farið það fór um leið og IMF leiðin var valin.  Hin leiðin var að nota neyðarlaga planið "við borgum ekki" og hefðum þá kannski setið uppi með að vera Cuba eða Simbabwe norðursins.

Þetta snýst því ekki lengur um sjálfstæði heldur að bjarga því sem bjargað verður hjá þjóðinni, einstaklinum og fyrirtækjum, að fólk geti áfram búið í þessu landi.  Enda verður ekki betur séð en að stefnan hafi verið tekin á ESB þetta er spurning um hversu torsótta leið á að fara.

Eins og þú bendir á er atvinnulífið mjög skuldsett í eins er með fjölda fólks.  Því er það stórir hagsmunir sem kalla á að gengið verði sem fyrst næst eðlilegri skráningu, en ekki eins og þeir sem komu okkur í þessa klemmu finnst að það eigi að vera.  Þeir hafa nú þegar gert nóg. 

Magnús Sigurðsson, 29.11.2008 kl. 09:50

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Sammála greiningunni en ekki aðferðinni.  Viljurðu fá eðlilega gengisskráningu með frjálsu flæði þá erum við að tala um útflæði á annað þúsund milljarða (erlendar inneignir auk sparifé landsmanna) og það útflæði getur ekki orðið nema einhver láni og þau lán þarf að borga til baka.  Jafnvel þó hið opinbera hætti að eyða í lúxus eins og ókeypis mennta- og heilbrigðiskerfi, þá tæki það aldir að greiða þær skuldir auk Icesave reikningsins og þessa 3300 milljarða sem Geir ætlar að fá lánað vegna endurfjármögnunar.  Í millitíðinni verður helftin af þjóðinni farinn.  Hvað er svona eftirsótt við þetta ástand að þú viljir ólmur kalla það yfir okkur?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband