2008-12-09
Réttarríki í upplausn
Á hverjum degi eru mistök, leynimakk og spilling afhjúpuð. Stjórnvöld hafa í fjölmörgum aðgerðum undanfarnar vikur hunsað landslög, gert sig ber að ósannindum og ófagmennsku.
Svið stjórnmálanna minnir á skæruhernað. Gripið er til aðgerða af lítilli fyrirhyggju og langtímasjónarmið hunsuð. Í mörgum tilvikum er óskiljanlegt hverra hagsmuna er verið að gæta.
Hinn almenni borgari reynir að finna ró með því að reyna að lesa í stöðuna en því dýpra sem er kafað því meiri verður ringulreiðin, vantraustið og ráðaleysið. Hættur steðja að úr öllum áttum, óvild annarra þjóða, atvinnumissir, eignamissir og það sem kannski erfiðast er fyrir þjóðina; brostin sjálfsmynd.
Ástandið sem ríkir í landinu verður ekki rakið til annars en röð pólitískra mistaka. Vanhæfnin sem liggur til grundvallar mistökum stjórnmálamanna og embættismanna hefur verið að byggjast upp til fjölda ára og má rekja til þeirrar stofnanamenningar sem þróast hefur í stjórnarráðinu. Á þeim bæ hefur fólk (aðallega karlmenn) skilgreint stjórnmálin sem business" og fylgt stefnu eða kannski frekar stefnuleysi sem gengur þvert á skynsemi og velferð þjóðarinnar. Sú þekking sem byggð hefur verið upp í stjórnarráðinu er ekki þekking sem er nothæf við að stjórna þjóðarbúi.
Stjórnmálamenn hafa látið ánetjast spillingunni. Meirihluti þeirra þingmanna sem nú sitja á alþingi er skríll. Þeir eru á valdi auðvaldsins og frjálshyggjunnar. Þeir þiggja mútur sem þeir kalla gjafir, boðsferðir, veislur og styrki í kosningasjóð (leynilegir). Þessir menn ganga til verka með hagsmuni spillingaraflanna að leiðarljósi. Ákvarðanir þeirra miða að því að tryggja hagsmuni sína og auðmannanna. Meginmarkiðið meirihlutans (sem þjóðin styður ekki) er að halda gömlu valdaklíkunni inni.
Geir Haarde hefur alvald til þess að halda núverandi valdhöfum við völd fram að næstu kosningum.
Íslenska þjóðin hefur um tvennt að velja: að láta ríkisstjórn Geirs Haarde hneppa börnin okkar í ánauð eða að gera byltingu.
Geir Haarde hefur brotið sáttmála réttarríkisins. Við erum í fullum rétti til þess að þvinga hann frá völdum og stofna nýtt lýðveldi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:14 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 5
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 578582
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það þarf hugarfarsbyltingu. Í framtíðinni munu stjórnmálamenn þurfa að vanda sig miklu betur því almenningur verður betur vakandi.
Hólmdís Hjartardóttir, 9.12.2008 kl. 01:56
Þeir fara ekki frá völdum nema að þeir verði þvingaðir til þess. Það þarf að sjá til þess að þeir lúffi.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 02:58
Þeir ætla að reyna að hanga á þessum völdum sínum eins lengi og þeir geta. Ætli þeir voni ekki að fólk bara gleymi þessu og kjósi þá aftur eins og síðast?
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 08:46
Þeir eru líka að herða vígi sín í stofnunum og fyrirtækjum núna á meðan þeir hafa völd. Því lengur sem þeir sitja því erfiðara verður að breyta. þess vegna þarf að koma þeim burt í janúar.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.