Réttarríki í upplausn

Hróp heyrast nú víða að úr samfélaginu. Fólk vill fá svör og skýrar línur. Hegðun stjórnvalda frá því að bankakerfið hrundi hafa einkennst af fumi og gerræðislegum ákvörðunum.

Á hverjum degi eru mistök, leynimakk og spilling afhjúpuð. Stjórnvöld hafa í fjölmörgum aðgerðum undanfarnar vikur hunsað landslög, gert sig ber að ósannindum og ófagmennsku.

Svið stjórnmálanna minnir á skæruhernað. Gripið er til aðgerða af lítilli fyrirhyggju og langtímasjónarmið hunsuð. Í mörgum tilvikum er óskiljanlegt hverra hagsmuna er verið að gæta.

Hinn almenni borgari reynir að finna ró með því að reyna að lesa í stöðuna en því dýpra sem er kafað því meiri verður ringulreiðin, vantraustið og ráðaleysið. Hættur steðja að úr öllum áttum, óvild annarra þjóða, atvinnumissir, eignamissir og það sem kannski erfiðast er fyrir þjóðina; brostin sjálfsmynd.

Ástandið sem ríkir í landinu verður ekki rakið til annars en röð pólitískra mistaka. Vanhæfnin sem liggur til grundvallar mistökum stjórnmálamanna og embættismanna hefur verið að byggjast upp til fjölda ára og má rekja til þeirrar stofnanamenningar sem þróast hefur í stjórnarráðinu. Á þeim bæ hefur fólk (aðallega karlmenn) skilgreint stjórnmálin sem „business" og fylgt stefnu eða kannski frekar stefnuleysi sem gengur þvert á skynsemi og velferð þjóðarinnar. Sú þekking sem byggð hefur verið upp í stjórnarráðinu er ekki þekking sem er nothæf við að stjórna þjóðarbúi.

Stjórnmálamenn hafa látið ánetjast spillingunni. Meirihluti þeirra þingmanna sem nú sitja á alþingi er skríll. Þeir  eru á valdi auðvaldsins og frjálshyggjunnar. Þeir þiggja mútur sem þeir kalla gjafir, boðsferðir, veislur og styrki í kosningasjóð (leynilegir). Þessir menn ganga til verka með hagsmuni spillingaraflanna að leiðarljósi. Ákvarðanir þeirra miða að því að tryggja hagsmuni sína og auðmannanna. Meginmarkiðið meirihlutans (sem þjóðin styður ekki) er að halda gömlu valdaklíkunni inni.

Geir Haarde hefur alvald til þess að halda núverandi valdhöfum við völd fram að næstu kosningum.

börn

Íslenska þjóðin hefur um tvennt að velja: að láta ríkisstjórn Geirs Haarde hneppa börnin okkar í ánauð eða að gera byltingu.

Geir Haarde hefur brotið sáttmála réttarríkisins. Við erum í fullum rétti til þess að þvinga hann frá völdum og stofna nýtt lýðveldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það þarf hugarfarsbyltingu. Í framtíðinni munu stjórnmálamenn þurfa að vanda sig miklu betur því almenningur verður betur vakandi.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.12.2008 kl. 01:56

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þeir fara ekki frá völdum nema að þeir verði þvingaðir til þess. Það þarf að sjá til þess að þeir lúffi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 02:58

3 identicon

Þeir ætla að reyna að hanga á þessum völdum sínum eins lengi og þeir geta. Ætli þeir voni ekki að fólk bara gleymi þessu og kjósi þá aftur eins og síðast?

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 08:46

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þeir eru líka að herða vígi sín í stofnunum og fyrirtækjum núna á meðan þeir hafa völd. Því lengur sem þeir sitja því erfiðara verður að breyta. þess vegna þarf að koma þeim burt í janúar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband