Eru þeir örvinglaðir eða á mála hjá auðvaldinu?

Ég velti því fyrir mér hvers vegna stjórnmálamenn eru að taka ákvarðanir sem koma þjóðinni í sára örbyrgð.

Er þeim illa við þjóðina? Græða þeir á þessari hegðun? Eru þeir örvinglaðir? Eru þeir heimskir? Skulda börnin þeirra svona mikil myntkörfulán? Eru þeir að leyna eigin misgjörðum? Eru þeir í þjónustu auðvalds sem vill komast yfir auðlindir Íslands?

Þeir ætla að steypa þjóðinni í skuldasúpu sem vart verður sér fram úr. Hrægammarnir eru í viðbragðsstöðu og ætla að ná undir sig auðlindum íslensku þjóðarinnar. þeim vantar vatn. þeir vilja komast í fiskimiðin og orkuna.

Það kemur að skuldadögum og þá koma afborganir og vextir af erlendum lánum til meðan halda krónunni í stöðugu lágmarki vegna eftirspurnar eftir erlendum gjaldmiðli til þess að borga lánin. Skuldasúpan verður vítahringur sem gengur ekki upp.

Fólk er þegar farið að flýja land og það á eftir að versna. Þeir sem eftir sitja munu sligast undan greiðslubyrðunum. Hvað gerist þegar íslenska ríkið getur ekki lengur staðið við skuldbindingar sínar. Verður gengið að veðum í íslenskum auðlindum?

Eina von Íslendinga til þess að ná sér upp úr kreppunni og byggja hér upp heilbrigt samfélag liggur í auðlindum, heilbrigðu atvinnulífi og mannauð. Þessu eru stjórnmála menn að stefna í hættu með því að kalla lántökur og skuldasúpu yfir þjóðina.

Forsendur velferðarkerfisins munu bresta.

Valdhafarnir eru að skemma Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir Jakobína.

Hlutirnir verða ekki betur orðaðir.  Ég segi öllum í mínu nærumhverfi frá greinum þínum og ég vona að svo sé um margfalt fleiri.  Fólk hlustar þegar að kreppir og þá síast gildið frá skruminu.  

Gangi þér allt í haginn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband