Orð götunnar og leynimakk ríkisstjórnar

Hef fengið nokkur viðbrögð við fréttum af því sem sagt er að lekið hafi til almennings um hegðun samfylkingarmanns. Sumir segja að þeir myndu ekki hafa þetta eftir nema að þeir hefðiu sannanir.

Sannanir frá hverjum? KPMG?

Ríkisstjórnin hefur valið að ganga fram með leynimakki, vafasömum aðgerðum, áróðri og þöggun.

Auðvitað vilja yfirvöld að enginn þori að segja orð nema að fyrir þeim séu pottþéttar sannanir. Munda ekki fótgönguliðar hinna sömu nú tætarana í ríkisstofnunum. Er ekki síendurtekið verið að ráða feður spillingaraflanna til þess að rannsaka synina. Og svo talar samfylking um trúverðugleika. Ég trúi frekar orði götunnar en því sem rennur úr munni ráðamanna.

Ég segi því við fólk, við höfum frelsi hugans og við hugsum og segjum það sem við viljum. Sannanir eru lúxus sem bara er hægt að gera kröfu um meðal siðaðra samfélaga.

Þeir sem setja mark sitt á stjórnarráð, stjórnsýslu, fjölmiðla og viðskiptalíf eru ekki siðað fólk. Þetta eru ribbaldar sem hika ekki við að taka matinn frá börnum til þess að eiga fyrir bensíni á einkaþotuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Jakobína - meðan þú færir ekki einhver rök fyrir þessum ásökunum geturðu ekki haldið þeim fram. Það er lágmark að segja frá því hver þessi ætlaði samfylkingarþingmaður er og í hverju spilling hans felst. Annað er bara dylgjur - og það er enginn bættari með því að bera rangar sakir á fólk. Það hlýtur þú þó að skilja.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.12.2008 kl. 21:22

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Meðan ég nefni ekki nafn einstaklingsins er ég ekki að bera sakir á hann. Ef samfylkingin vill ekki svona sögusagnir á hún að færa allt upp á borðið. Samfylkingin tekur þátt í leynimakkinu meðan hún situr í ríkisstjórn. Leynimakk og ógegnsæi er tvíeggjað vopn. Þetta ætti ríkisstjórninni að vera ljóst en hún vill bara njóta góðs af leyndinni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.12.2008 kl. 21:29

3 Smámynd: Ingibjörg SoS

Frábærlega er þetta vel orðað hjá þér, Jakobína. Þarna svararðu sko fyrir þig með "GRAND" skrifum. Það er nautn að lesa þetta. - Innihaldið, "sannleikur". Þvílíkur efniviður í þér. 

Takk!

Ingibjörg SoS, 11.12.2008 kl. 21:29

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Fólkið í þessu landi á að vera svo fullkomið og réttlátt og sanngjarnt og duglegt og skilningsríkt og þolinmótt  og gott við hvert annað svona rétt á meðan það er níðst á því á öllum sviðum. Eða það finnst stjórnmálamönnum

Og já..muna svo að mótmæla hófsamlega og friðsamlega því eins og stjórnmálamennirnir segja þá hafa alllir fullan rétt á að mótmæla!!!!

Ríkisstjórnin og þessir rammspilltu flokkar fá bara sjálfa sig í hausinn einn góðan veðurdag. Kannski einn góðan veðurdag í febrúar eða mars þegar þjóðin rís upp gegn þessu ægivaldi og kúgun.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.12.2008 kl. 21:42

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Alveg hárrétt Jakobína. SF er búin að mála sig út í horn: leynimakk og vægast sagt lákúrulegur málflutningur. Auðvitað á allt að vera uppi á borði.

Viðskiptaráðherra virðist ekki vera upplýstur. Ýmist hefur honum ekki verið sagt frá, eða hann hefur ekki sett sig inn í málin og virkar eins og hann viti varla hvort hann er að koma eða fara.

Honum svipar þannig mjög til fjármálaráðherra hvað það varðar.

Ofan á allt, virðist svo sem SF ætli að hjálpa Sjálfstæðisflokknum til að kóa með Seðlabankastjóra og mistökum hans. Virkilega dapurlegt.

hilmar jónsson, 11.12.2008 kl. 21:52

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Katrín það er verið að reyna að róa skrílinn. Nú ber þessum títtnefnda skríl að rísa upp og nýta málfrelsið.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.12.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband