Er Ísland bara til í þykjustunni núna?

Íslendingar lifa nú á lánuðum peningum og lánuðum tíma segir í The Economist! Haft er eftir Vilhjálmi Egilssyni að Ísland sé tæknilega gjaldþrota vegna erlendra skulda. Samkvæmt greininni hefur lítið af því sem að í vændum er komið í ljós. Ekki þykja horfur Íslensku þjóðarinnar góðar.

Haft er eftir Geir Haarde að ríkisstjórnin hafi HUGSAÐ mjög mikið áður en þeir ákváðu að taka við láni frá Alþjóða gjaldeyrisstjóðnum.

Gott hefði verið að ríkisstjórnin hefði byrjað að HUGSA fyrr.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Beitt grein og flott.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.12.2008 kl. 00:56

2 Smámynd: haraldurhar

  Eg álít að ríkistjórininn sé ekki byrjuð að hugsa.

haraldurhar, 12.12.2008 kl. 01:29

3 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Hugsa. Hvad er thad?

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 12.12.2008 kl. 12:38

4 identicon

Tókstu eftir því að lánsfjárþörfin að mati AGS hefur hækkað um helming? Fyrst var talað um lánsfjárþörf að upphæð 5-6 milljarða dala sem samanstæði af láni frá AGS, norðurlaöndum og nokkrum öðrum löndum í evrópu. Sjóðurinn taldi að fjárþörf næstu árin væri 19-25 milljarðar dala VEGNA hruns bankana. Í þessari grein er talað um 10,2 milljarða dala lánsfjárþörf, sem sagt 100% hækkun. Mér segir svo hugur að á endanum verði þetta 19-25 milljarðar dala og við verðum látin borga hverja einustu krónu sem bankarnir sviku út erlendis. Við fáum að vita þetta smátt og smátt. Þú veist hvað það þýðir.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband