Bloggið: áhrif á umræðu og mótþróa

Yfirvöld í Íran hafa handtekið fjölmarga bloggara á síðustu árum í tilraun til að herða eftirlit með umræðum og mótþróa á internetinu.


mbl.is Íranskur bloggari handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jakobína.

Er þetta ekki í takt við Þjóðfélagsumgjörðina og trúarbrögð þeirra Muslima sem þar ráða ríkjum. Er ekki yfirlýst stefna þeirra að GEREYÐA Ísrael ?

Ekki hafa Kristnir einstaklingar það sérlega gott......eða er það. ? Eða Gyðingar?

Hvernig skyldi vera farið með fólk af Hinduatrúarbrögðum og Buddah til dæmis ?

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 01:57

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er allt til! en kannski eigum við að taka þessari frétt sem jákvæðum skilaboðum um að við bloggarar höfum áhrif? Ég hef reyndar heyrt af einum eða tveimur fundum með ungum heimdellingum þar sem þeir voru kvattir til að gera einhvers konar árás á bloggheima og yfirtaka símatíma á útvarpsstöðvunum í þeim tilgangi að snúa neikvæðum umræðum um aðgerðir ríkistjórnarinnar við í farvegi sínum. Veit ekki hvort satt er en ef svo er þá rökstyður það þá kenningu að það er ekki bara í Íran sem ráðamenn hafa áhyggjur af því að bloggara taki þátt í skoðanamynduninni í samfélaginu. Slíkar áhyggjur er líka að finna meðal áhrifamanna á Íslandi.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.12.2008 kl. 02:30

3 identicon

Sæl Jakobína

Ég held að umræða sé alltaf til góðs, Orð eru til alls fyrst. Bloggheimar koma umræðu af stað og við eigum að reyna að vera sanngjörn, ekki orðljót og skoða allar hliðar en umfram allt ekki þegja. Við höfum áhrif.

Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 09:44

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Held að bloggið hafi meiri áhrif en margir halda.

Haraldur Bjarnason, 12.12.2008 kl. 10:21

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

sammála, bloggið hefur áhrif.

Rut Sumarliðadóttir, 12.12.2008 kl. 13:02

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Bloggið hefur töluverð áhrif. Það er svar almennings við þröngri umfjöllun fjölmiðla.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.12.2008 kl. 14:57

7 identicon

Við, bloggarar verðum að passa okkur , við megum ekki bregðast trausti stjórnvalda sem leyfa okkur að skrifast á á blogginu. Geir er góður. Ingibjörg er góð. Okkur getur hins vegar orðið á puttaskortur á lyklaborði. Eða eins Gísli Marteinn framtíðarforsætisráðherra landsins, sá bjarteygði, hjartahreini og goðum líki prins ritaði á sannleiksbloggi sínu: Við megum ekki bregðast trausti Geirs! Ekki misnota bloggið og vera neikvæð. Það er fullt af táknrænum atburðum að gerast.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband