Yngra fólk flæmist úr landi

Þriðji hver Íslendingur veltir fyrir sér að flytja úr landi. Þeir sem huga að því að flytja úr landi eru flestir hverjir yngra fólk og fjölskyldur þeirra. Fólkið sem ber skattbyrðarnar. Þeir sem eftir sitja fá því stærri skerf af skattbyrðum til þess að bera.

CAMBBWQ8Færeyingar hafa varað Íslendinga við því að landsflótti ungs fólks geti reynst óafturkræfur. Lífsgæði þeirra sem eftir sitja bera skaða af því að fólki í aldurshópnum 20 til 60 ára fækki. Fólk á þessum aldri leggur mest til samneyslunnar og heldur uppi atvinnulífinu.

Valdhafar þurfa því að átta sig á nauðsyn þess að halda uppi atvinnu og vernda heimili þessa aldurshóps.


mbl.is Íslendingar stefna til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nákvæmlega.....það er ekkert gert til að sporna við þessu

Hólmdís Hjartardóttir, 14.12.2008 kl. 20:42

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hætt við að það verði fáir til þess að bera þá uppi á endanum!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.12.2008 kl. 20:53

3 identicon

Muni ég rétt þá sagði fjármálaráðherra Færeyinga, þegar hann var í heimsókn
hér nýlega til að ráðleggja stjórnmálamönnum, að Færeyingar væru núna 9.000
færri en þeir væru ef þeir hefðu ekki misst fólkið úr landi. En hann talaði
fyrir daufum eyrum eins og aðrir þeir sem hafa ráðlagt þeim vegna þess að
stjórnmálamenn virðast leggja áherslu á aðra en þjóðina sjálfa: Hverja? Við
munum einn daginn komast að því.

Sigurbjörg Árnadóttir lýsti í smáatriðum birtingarmynd kreppunnar í
Finnlandi, m.a. mikilvægi þess að koma upp neyðarskýlum fyrir heimilslausa,
súpueldhúsi, ókeypis heitum mat fyrir grunnskólabörn. Ekkert af þessu
virðist hafa náð eyrum stjórnmálamanna.

Helga (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband