Krafa um tafarlausan brottrekstur æðstu stjórnenda nýju bankanna

 Raddir fólksins gefur út eftirfarandi yfirlýsingu:

Ljóst er að stjórnendur gömlu bankanna fóru offari í skjóli máttlítilla ríkisstofnanna og stórhættulegra tengsla ráðamanna og peningafursta. Þannig námu umsvif gömlu bankanna a.m.k. 12 földum tekjum ríkisins á ársgrundvelli og engin von til þess að ríkið gæti hlaupið undir bagga með bönkunum ef illa færi.

 Segja má að víxlverkandi áhrif glæpsamlegrar vankunnáttu æðstu stjórnenda gömlu bankanna, einbeittur brotavilji svokallaðra útrásarvíkinga og algert getuleysi ríkisstjórnar og ríkisstofnanna að bregðast við vandanum hafi varðað leiðina í mesta efnahagshruni sem dunið hefur yfir þjóðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Idda Odds

Og lýðurinn beið og beið. Beið eftir réttlætinu. Beið eftir uppgjörinu. En það kom aldrei enda löngu flogið á braut og flutt til Noregs þar sem það var metið að verðleikum. Nú, býr réttlætið í fínu húsi við hliðina á Bjarna Ármannssyni. Svona er þetta bara.

Idda

 

Idda Odds, 19.12.2008 kl. 12:00

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

dapurt dapurt dapurt

Hólmdís Hjartardóttir, 19.12.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband