Meðan hamborgarahryggurinn sýður kíki ég á bloggin og blogg Jónínu Ben vakti athygli mína en hún spyr hvort hreingerningarlið hjá KPMG, feðra og innherja útrásarvíkinganna í FL Group og Stoðum sé búið að koma sér fyrir og gera nú hreint í Landsbankanum ? Er þetta vilji þessarar ríkisstjórnar sem komin er í jólafrí til 20. jan. að sópa undan velunnurum Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins í skjóli jóla og áramóta ? Það sýður á manni yfir þessari spillingu ef rétt reynist.
Er þetta það sem skilanefnd og Elín hafast við á hátíð kærleikans?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:08 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
Vilt þú nýja stjórnmálamenn í stað þeirra sem eru úreltir
Já 9.6%
nei 90.4%
963 hafa svarað
Vilt þú nýja stjórnarskrá í stað þeirrar sem er úrellt
Já 7.2%
nei 92.8%
1518 hafa svarað
Treystir þú Viljálmi Egilssyni og Gylfa Arnbjörnssyni fyrir lífeyrissjóðnum þínum
Já 70.5%
Nei 23.3%
Álíka vel og Bjarna Ármannssyni 6.2%
2760 hafa svarað
Hverjir eru vinsælustu hræðsluáróðursfrasar Steingríms Joð
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar) 51.9%
Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér) 11.0%
Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins) 13.6%
Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund) 8.9%
Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski) 14.6%
418 hafa svarað
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 578523
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég trúi að svo sé þangað til hið gagnstæða er sannað.
Gunnar Skúli Ármannsson, 26.12.2008 kl. 18:02
Fráleitt að gera mönnum upp sakir. Ég man vel þegar mál Árna Johnsen var fyrir dómstólum. Hvar sem fólk kom saman til að tjá sig um það mál voru allir sannfærðir um að sekt hans yrði sópað undir teppið og hann myndi sleppa. En Árni hlaut sinn dóm eins og hver annar borgari þessa lands. Þá steinþögðu allir. Hvernig dettur fólki í hug að virt endurskoðunarfyrirtæki sé sérstaklega ráðið til að hylma yfir með fjársvikurum?
Baldur Hermannsson, 26.12.2008 kl. 18:19
Nú fer að styttast í það að rannsóknaraðilar s.s. KPMG geri opinberlega grein fyrir því m.a. hvað varð um alla peningana sem Landsbankinn og fleiri bankastofnanir rökuðu saman hingað frá erlendum innistæðueigendum.
Hverri Evru.
Ef einhver áttar sig ekki á því, þá er þetta ósköp eðlileg og sanngjörn krafa því stjórnvöld eru á góðri leið með að gera mig og aðra landsmenn ábyrga fyrir endurgreiðslu þessara fjármuna.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 19:09
Talandi um Árna Johnsen þá var nú þar um fremur einfalt rannsóknarefni að ræða og hefði reynst erfitt að hylma yfir neina þætti þess máls. Hinu tók ég eftir að ósköp voru fyrstu viðbrögð nokkurra af hans flokkssystkinum lituð af tillitssemi að ekki sé nú fastar kveðið að orði. Og ein fyrstu viðbrögð formannsins Davíðs Oddssonar voru þau að argast út í fjölmiðlafár og nornaveiðar; Árni hefði axlað ábyrgð en það hefðu hinir og þessir pólitíkusar og embættismenn sem hann nefndi- ekki gert í tilgreindum atriðum sem þó voru mikið annars eðlis. Og þessi orð féllu þegar Árni hafði loksins -með hundshaus- játað að líklega hefðu sér orðið á "tæknileg mistök," en í raun hefði hann bara verið að innheimta með "óhefðbundnum" aðferðum vangoldin laun! "Hann hafði axlað ábyrgð" sagði Davíð blessaður, en þá hafði Árni ekki ennþá sagt af sér þingmennsku! Og hverju lýsir svo sú stórmannlega aðgerð þegar forsetasetrið var vaktað og notað tækifærið er Ólafur brá sér útfyrir landsteinana (loksins!) og handhöfum forsetavalds ( úr stjórnmálaflokki sem ég man ekki að nefna) falið að semja aflátsbréf og uppreisa æru! mannsins.
En þessi sótthreinsunarstörf í Landsbankanum eru auðvitað raunalegur kapítuli í okkar spillingarhreina landi. Og þeir ræða um KPMG sem "virt endurskoðunarfyrirtæki" hafa greinilega ekki fylgst vel með tíðindum undanfarna daga.
Árni Gunnarsson, 26.12.2008 kl. 20:29
Óskammfeilni valdhafanna virðist vera botnlaust. Eitthvað er KPMG vera innundir hjá valdhöfum sem virðast treysta þeim best til þess að moka skítinn. Vensl, tengsl, spilling.....
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.12.2008 kl. 23:05
Skrifaði VIRT endurskoðendaskrifstofa undir uppgjör mestu svikamillu samtímans og er hún að reyna að laga til í bönkunum þar sem lánin voru veitt?
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.12.2008 kl. 23:07
Árni, ég man vel eftir fyrstu viðbrögðum Foringjans Mikla og þau voru sko hreint ekki í þá veru að hvítþvo nafna þinn. Hins vegar minnist ég þess alls ekki að hann hafi nefnt nornaveiðar í sambandi við Árna, það gerðu aðrir. En KPMG er geysi fjölmennt fyrirtæki. Ég sé ekkert grunsamlegt við það að þeim sé falið að kanna Landsbankann. Það var hins vegar afar klaufalegt af þeim sjálfum að takast á hendur að rannsaka Glitni.
Baldur Hermannsson, 26.12.2008 kl. 23:10
Jakobína, enn hefur ekkert komið fram í þá veru að starfsaðferðir bankanna hafi brotið lög. Ríkið kostaði til ógurlegum fjárhæðum að rannsaka Jón Ásgeir en út úr því vafstri öllu kom svo gott sem ekkert. Því miður er vel hægt að fara fram með siðleysi án þess að það varði við lög.
Baldur Hermannsson, 26.12.2008 kl. 23:13
Það er líka vel hægt að komast hjá því að brjóta lög með því að setja enginn lög. Ríkisstjórnin hefur hannað lagalaust umhverfi ætlað góðvinum en svo komu ÓVART óverðugir og nýttu sér lagaleysið. Þá voru góð ráð dýr en dugðu samt ekki.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.12.2008 kl. 23:32
Samkvæmt þessari frétt á að "skoða sérstaklega fjárfestingar Baugs í Bretlandi sem Landsbankinn hafi aðallega lánað til."
Þarf ekki í þessu sambandi að spyrja hvort rétt sé að svo óheppilega hafi viljað til, að brotist hafi verið inn í skrifstofu Baugs í London og hverri einustu tölvu stolið? Og hvort rétt sé að svo óheppilega hafi viljað til, að vegna væntanlegs samkvæmis hafi starfsmenn allir skilið sínar einkatölvur eftir á vinnustaðnum, og þær farið líka?
Kannski er þetta flökkusaga en þetta skoppaði upp í huga mér þegar ég las um "hreingerningarstörf".
sigurvin (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 23:37
Jakobína, svo virðist sem lagasetningu hafi verið stórkostlega ábótavant. Alþingi hefði líklega getað sett lög í tíma en ég efast um að þau hefðu farið í gegn - íslenska þjóðin hefði lagst gegn þeim af krafti eins og hún lagðist gegn fjölmiðlalögunum, og Bessastaða-Láfi hefði synjað þeim undirskriftar. Málið dautt.
Baldur Hermannsson, 27.12.2008 kl. 00:44
Baldur við vitum ekki mikið um hvað þjóðin hefði gert. Öll löggjöfin er klúður og löggjafanum til skammar. Frekar klént að kenna Bessastaða-Láfa um. Það vantar dálítið upp á að lögð sé eðlileg vinna í að semja lög og laga að aðstæðum.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.12.2008 kl. 02:07
Jakobína, varðandi síðustu setningu þína: sammála.
Baldur Hermannsson, 27.12.2008 kl. 02:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.