Skammastu þín Geir

Geir er snillingur. Hann hefur ótakmarkað og hyldjúpt ímyndunarafl þegar xd_geir0sal_jpgkemur að því að skrapa fjármuni af fátækum almenningi. Ríkisstjórnin hefur margar leiðir til skattheimtu. Skattheimtuna er hægt að tengja ýmsu sem varðar stöðu einstaklinga, t.d. tekjum (tekjuskatt), fasteignamati eigna (fasteignagjöld), neyslu á markaði (virðisaukaskatt) eða jafnvel heilsufari (þjónustugjöld). Ekki ætlar Geir að leggja hátekjuskatt á ofurlaun heldur ætlar hann að skattleggja fólk sem verður veikt. Hans markmið er að þeir sem hafa það gott eigi að hafa það betra og þeir sem hafa það skítt eigi að hafa það verra.

Getur Geir sett sig í spor einstaklings sem þarf að lifa af 120 þús. atvinnuleysisbótum á mánuði? Hann þyggur ráðherralaun og skipar konuna sína í nefndir og ráð til þess að auka velsæld heimilisins. Hann útdeilir gæðum til barna sinna en honum er ekki umhugað um fátækar barnafjölskyldur sem verða fyrir því óláni að einhver í fjölskyldunni veikist.CAFZUU0G

Ríkisstjórnin verður sífellt óskammfeilnari í viðleitni sinni til þess að rústa velferð á Íslandi. Réttlæti og jafnaðarsjónarmið í skattheimtu auka velferð í samfélagi. Réttlátt samfélag býður friðsælt og vinsamlegt félagslegt umhverfi. Það er því allra hagur að vandað sé til þegar ákvarðanir eru teknar um úrræði til þess að reka ríkissjóð með sem minnstum halla.

Ef ríkisstjórnin heldur áfram að vinna eftir stefnu sem greinilega byggir á sérhagsmunagæslu kvíði ég þeirri framtíð sem býður Íslendinga.


mbl.is Standa undir gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jakobína.

Satt hjá þér. Haltu áfram vöku þinni.

Ég dáist að hvað þú ert ötul í því að benda stjórnvöldum á hvað betur má fara í samfélagi okkar ALLRA.

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 04:02

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Geir er svona "í grunninn" veruleikafirrtur fáviti

Sigrún Jónsdóttir, 27.12.2008 kl. 07:34

3 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Við skulum hafa það vandlega í huga að kratarnir standa þétt við bakið á íhaldinu núna eins og alltaf þegar á bjátar í auðvaldsskipulaginu. Víst leggst Geir lágt en það er bara það sem búast má við af íhaldinu. Samfylkingin var hins vegar stofnuð til annarra verka eða svo var okkur sagt.

Björgvin R. Leifsson, 27.12.2008 kl. 09:39

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér Jakobína, Geir hefur ekki forsendur til að setja sig í spor 120 þús. mannsins.  Það sama gildir um alþingismenn almennt, því miður.

Magnús Sigurðsson, 27.12.2008 kl. 09:54

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála því sem skrifað er hér, þetta fólk er gersamelga veruleikafyrrt. Það væri gott að fá uppskrift af því frá ráðamönnum hvernig maður fer að því að láta þessar krónur duga, amsk. hef ég ekki uppskrift af því sjálf.

Rut Sumarliðadóttir, 27.12.2008 kl. 12:48

6 Smámynd: Anna Karlsdóttir

fínn pistill - og ég er engan veginn sannfærð um að einmitt þeir sem þurfa á þjónustu spítalanna að halda séu akkúrat þeir sem að geta staðið undir gjaldtöku þó Geir og þeir sem hann umgengst daglega telji sig geta það.

Anna Karlsdóttir, 27.12.2008 kl. 13:04

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þórarinn og Sigrún ég held að valdhöfum sé skítsama um íslenskan veruleika meðan þeir geta troðið sig fulla sjálfir. Björgvin Samfylkingin ber fulla ábyrgð á ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Rut og Magnús það væri kannski ráð hjá vinnumálastofnun að skrifa leiðbeiningar fyrir fólk sem fær 120 þús til þess að lifa af. Hrædd um að Geir hafi fá ráð fyrir þetta fólk nema hann bjóði því kannski að lána þeim einkabílstjórann. Tryggvi ég er eiginlega hissa á því hvað menntafólk þegir þunnu hljóði yfir ástandinu. Kannski hrætt um styrkina sína?

Anna ég er þér hjartanlega sammála.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.12.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband