Skrautlegt ímyndurnarafl Geirs

Eitt af stærstu vandamálum íslensku kreppunar er að útlendingum og ríkum Íslendingum langar ekki til þess að eiga krónuna okkar. Já það er vont að eiga vonda krónu. Það þarf að múta útlendingum til þess að eiga krónur með háum stýrivöxtum. Háum stýrivöxtum sem eru að sliga íslenskt atvinnulíf. Þegar íslenskt atvinnulíf sligast þá missir fólk vinnuna.

þegar fólk missir vinnuna borgar það minni tekjuskatt og ríkiskassinn tapar. Nú þarf Geir að leggja höfuðið í bleiti. Hvernig á að láta þetta fólk að borga meira í ríkiskassann? Jú hann rukkar það bara ef það missir heilsuna. Hann Geir er snillingur ekki satt.

Já nú finnst útlendingum krónan okkar vondur peningur og vilja bara borga lítið að útlenskum peningum fyrir hana. Þess vegna eigum við bara lítið af útlenskum peningum til þess að borga fyrir dýrar útlenskar vörur.

Sumir hagfræðingar myndu kannski segja að nú væri sjallt að leggja neysluskatta á innfluttar "lúxus"vörur. En það vill Geir ekki því það myndi bitna á vinum hans sem eiga nóg af peningum til þess að kaupa lúxusvörur. Hann vill ekki verða óvinsæll meðal vinanna.

Getur hann ekki þá sett á hátekjuskatt. Nei vinir hans vilja ekki að hann geri það. Hann sagði eitt sinn ekki væri hægt að taka óvinsælar ákvarðanir vegna þess að þá "myndi heyrast hljóð úr horni." Ætli Geir sé að ærast við fjárlagagerðina vegna óhljóða?

Ríkisskattstjóri veltir upp hugmynd fyrir Geir:

Ríkisskattstjóri segir engan vafa á því að ótilgreindum fjölda milljarða hafi verið komið undan til aflandseyja fyrir hrun bankanna. Hann geldur varhug við að menn einblíni á eina eða tvær lausnir. Títtnefndar CFC reglur leysi ekki allan vanda.

Í Tíund, fréttablaði embættisins, segja ríkisskattstjóri og vararíkisskattstjóri, ástæðu til að velta fyrir sér nýjum leikreglum til að skattleggja þá sem hafi komið sér undan skatti í skattaparadísum.

Ríkisskattstjóri telur CFC reglur svokallaðar, ekki leysa allan vandann en væru þær í gildi hér á landi, bæri íslensku félagi sem réði yfir dótturfélagi á lágskattasvæði, skylda til að telja allar tekjur þess félags fram með eigin tekjum.

Garðar Gíslason, lögmaður, segir að í CFC reglunum felist heimild til að draga skatta af tekjum félags sem hafi starfsemi í skattaparadís, svo lengi sem því væri stjórnað frá Íslandi.

Lengst af hafi verið heimildir í lögum til þessa en yfirskattanefnd hafi hafnað því árið 2005 að þessi regla væri í gildi hér.

Garðar segir brýnt að fylgja nágrannalöndunum og skoða hvort setja megi þéttari ramma um starfsemi félaga, skoða innleiðingu CFC reglna og milliverðlagsreglna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband