Var hundrað milljörðum stolið frá hluthöfum í Kaupþingi?

Nú berast fréttir af hundrað milljarða millifærslum Kaupþings sem almenningur hefur vitað af í þrjá mánuði eða alla vega þeir sem fylgdust með fjölmiðlum eftir hrunið. Þá var fréttin slegin út af með því að um löglegar millifærslur hefði verið að ræða. Á mbl.is segir

Um er að ræða margar millifærslur upp á samtal hundrað milljarða frá Kaupþingi hér á landi til annarra landa, aðallega Lúxemborgar. Efnahagsbrotadeild hafi beðið Fjármálaeftirlitið um nánari upplýsingar varðandi þessa samninga.

þetta kemur fram á fréttavef visir.is:

Í ábendingunni kemur fram að tildrög þessara millifærslna séu samningar sem gerðir voru við stærstu viðskiptavini bankans. Í samningunum, sem voru að mestu gjaldeyrisskiptasamningar, hafi falist ákvæði sem voru til þess fallin að skila viðskiptavinunum töluverðum ávinningi.

Viðskiptavinirnir hafi því ekki getað annað en hagnast á samningunum. Efnahagsbrotadeild hefur beðið Fjármálaeftirlitið um nánari upplýsingar varðandi þessa samninga.

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, sagðist í samtali við fréttastofu ekki vilja tjá sig um einstök mál sem eru til skoðunar. Ekki náðist í Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann bankans.

Voru stjórnendur kaupþings að stela hundrað milljörðum af minni hluthöfum með svikamillu?

Hvers vegna þurfti einhver nafnlaus úti í bæ að koma með ábendinug um þetta?

Var skilanefndin að hilma yfir misferlin. Skilanefndin er fulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Þýðir þetta ekki að ríkisstjórnin sé að hilma yfir misferlum í bankanum eða eru þeir sem sitja í skilanefndinni algjörir ratar?

Vill einhver vera svo vænn að útskýra þetta fyrir mér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvernig skal standa á því að engar svona fréttir berast frá Landsbankanum? Ástæðan hlytur bara að vera sú að þar hafa engin vafasöm viðskipti verið viðhöfð.

Eða hvað?

Árni Gunnarsson, 27.12.2008 kl. 23:25

2 identicon

Ég held að þetta eins og annað lendi á þjóðinni, þannig að þeir hafa verið að taka þetta frá okkur öllum.

Það var ríkisábyrgð á öllu saman, en okkur kom ekkert við hvað þeir mokuðu miklu í vasa sína og annarra eða í tóma vitleysu.

Svona virðist regluverkið vera í kringum þetta rugl.

Þetta er vissulega óásættanlegt, þetta er svo yfirgengilega ósanngjarnt.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 23:26

3 identicon

Það vekur athygli mína að þeir ráðherrar sem vilja ganga einarðir inn í ESB hafa greinilega ekkert að óttast þar sem öll spilling er rannsökuð þar ofan í kjölinn og mun aldrei viðgangast ef við förum þar inn, það er ekki hægt að stunda glæpastarfsemi þar á borð við þá sem hér á landi hefur verið stunduð sl 100 ár og meir.

Þeir ráðherrar sem eru enn að daðra við hugmyndina um ESB, en eru samt ekki alveg búnir að gera upp huga sinn eru einfaldlega enn að bíða eftir afskriftum, bíða eftir grænu ljósi og eftir landssfundinn að sjálfsögðu.

Þeir ráðherrar sem vilja engan veginn ganga inn í ESB, eru ekki að hugsa um að missa auðlindirnar úr höndum kvótakónganna í hendurnar á ESB heldur vilja bara leyfa kvótakóngunum að eiga þær áfram og halda stefnu sjálfstæðismanna áfram.

Talsmenn nýfrjálshyggjunnar líta svo á fjármála- og bankakreppur séu náttúrulögmál. Þær séu nauðsynleg hreinsun rétt eins og kjarreldar sem hreinsa til í botngróðri skógarins, - aðeins stærstu og lífseigustu tréin í skóginum lifa kjarreldana af.

 

 

 

S.Þ.R (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 00:49

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já enda róa þeir að því öllum árum nú að efla stærstu trén og auka á lífseigju þeirra með því að fella smærri tré og kynda undir elda.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.12.2008 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband