Björguðu þjóðinni frá lágkúru ársins!

Mótmælendur við Hótel Borg björguðu þjóðinni frá lágkúru ársins. Valdhafar ásamt stöð tvö hugðust halda spariklædda samkundu í beinni útsendingu á gamlársdag að venju. Valdhafar vilja nota hátíðleg tækifæri til þess að bæta ásýnd sína gagnvart almenningi en tregast þó við að breyta hugarfari og kaldlyndi sem stýrt hefur gjörðum þeirra í áratugi.

Þjóðin þarf að byggja upp varnir gegn lákúrunni. Tilburðir valdhafanna til þess að slípa ásýnd sína mun halda áfram. Það er undir okkur komið, þjóðinni, að hunsa boðskap þeirra. Á tyllidögum sem og öðrum dögum.

Byrjum nýtt ár með ásetningi um að breyta hugarfari. Breytingar munu byggja upp von með þjóðinni. Mannréttindi og lýðræði þarf að byggja á nýjum grunni, breyttu hugarfari og virðingu fyrir mannúðargildum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Eini boðskapurinn sem ég mun taka mark á frá ríkisstjórninni héðan af er afsögn hennar. Síðan getum við kosið okkur hæft fólk, sem hefur ekki mergsogið þjóðina í jötum stjórnmálaflokkanna.

Ég held líka að Sigmundur Ernir hefði átt að rjúfa útsendinguna fyrr, samanber nýjustu færslu mína. Hann ber ábyrgð á sínu starfsfólki og var að stofna þeim í hættu með því að halda þættinum áfram svona lengi.

Theódór Norðkvist, 1.1.2009 kl. 18:13

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Svo er eitt enn að Stöð 2 og aðrir fjölmiðlar hafa ýtt undir mótmæli með fréttaflutningi sínum. Nánast auglýst eftir átökum!

Þannig að þarna beindust mótmælin allt í einu að þeim sjálfum.

Sammála Theódóri, það fer að verða lítið marktækt annað en afsögn af hálfu ríkisstjórnarinnar.

Vilborg Traustadóttir, 1.1.2009 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband