Íslendingar eru þjóð en ekki bara kjósendur

Í frétt á Vísi kemur fram að Geir haldi því fram í áramótaávarpi „að það hafi ekki verið á færi íslenskra stjórnvalda að afstýra hruni íslensku bankanna eftir að heimskreppan skall á af fullum þunga."

Hann lætur hjá líða að benda á að lag var að fyrirbyggja hrunið áður en heimskreppan skall á. Valdhafa tóku stöðu með ævintýramönnum gegn þjóðinni og neita að axla þá ábyrgð. Valdhöfum var ljóst í hvað stefndi þegar árið 2006

Hann segir einnig. „Allar aðgerðir stjórnvalda að undanförnu hefðu miðað að því að takmarka það tjón sem íslenska þjóðin muni óhjákvæmilega verða fyrir vegna bankahrunsins."

Hér fer ráðherrann með hrein ósannindi. Rétt er að allar aðgerðir hafa miðað að því að láta almenning taka skellinn og slá skjaldborg um auðmenn og valdhafa ásamt venslamenn þeirra.

"Geir sagði að Íslendingar yrðu að draga réttan lærdóm af því sem gerst hefði, varðveita það sem hafi gefist vel og breyta því sem miður hafi farið.Við þyrftum að sníða okkur stakk eftir vexti. Ekki mætti hlaupa ójafnvægi eða óviðráðanlegur ofvöxtur í efnahagslífið aftur. Efnahagur okkar verði í framtíðinni að byggjast á raunverulegri verðmætasköpun."

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa EKKI virt raunverulega verðmætasköpun. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa miðað að því að vernda þá sem hirða verðmætin af þeim sem skapa þau.

"Þá þyrftum við að temja okkur nýtt hugarfar í atvinnulífinu. Ævintýramennska og óhóf eiga að heyra sögunni til. Hann bætti við að forystumenn í atvinnulífi yrðu að finna meira til ábyrgðar sinnar í samfélaginu. Frelsi fylgdi ábyrgð. Margar aðgerðir bankanna og forystumanna þeirra hafi ekki borið vitni þeirrar ábyrgðar sem með réttu hefði mátt krefjast af þeim."

Hvers vegna bendir hann ekki líka á sitt eigið ábyrgðarleysi og ábyrgðarleysi eftirlitsstofnanna og annarra sem hefðu getað dregið úr þeim skaða sem þjóðin hefur orðið fyrir.

Þegar litið er til atburða undangenginna mánaða má hverjum manni vera ljóst það umhverfi sem ríkisstjórnin hefur skapað íslensku viðskiptalífi vinnur gegn almannahagsmunum og nærir græðgisöflin. Misvitrir einstaklingar hönnuðu lagaramma, eftirlitskerfi og boðuðu hugarfar sem festi í sessi spillingu sem vart á sér líka í hinum vestræna heimi.

Fjölmargir einstaklingar í stjórnarráðinu hafa látið græðgina ráða för og flækst í spillingarnetinu. Frá því að bankarnir hrundu hafa valdhafar markvisst reynt að drepa niður umræðu sem beinir athyglinni að spillingu í þeirra hópi. Það má ekki leita sökudólga eða persónugera hlutina.

Aðilar sem tala fyrir þessum öflum eiga greiðan aðgang í fjölmiðla. Þeir misnota fjölmiðla og tyllidaga til þess að skapa falsaða ásýnd af stjórnvöldum meðal almennings sem þeir líta á sem kjósendur.

Skíturinn sem settist að í tannhjólum viðskiptalífsins situr þar fastur enn en valdhafar rembast nú við að fægja yfirborð maskínunnar til þess að slá glýju í augu almennings.bilde

Þeir sem taka þátt í því að fægja yfirborð maskínunnar meðan skíturinn færa að sitja fastur í tannhjólunum eru samsekir þeim sem ætla að bjóða þjóðinni að lifa áfram við ónýtt og spillt kerfi.

Framtíð Íslendinga veltur á grundvallarbreytingum á kerfinu og breyttu hugarfari.

Íslendingar eru þjóð en ekki kjósendur. Þeir hverfa ekki eftir kosningar. Bjargræði Íslendinga felst í virkri þátttöku við mótun samfélagsgerðar fyrir og eftir kosningar.

Við viljum fólk við stjórnvölin sem eru fulltrúar okkar virða okkur sem þjóð en lítur ekki bara á okkur sem kjósendur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ósköp held ég að það sé erfitt að andmæla þér mikið.

Árni Gunnarsson, 1.1.2009 kl. 20:40

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já ég hef dálítið gaman af því að rífa kjaft. Reyni samt að vera sanngjörn...

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.1.2009 kl. 20:59

3 Smámynd: Halla Rut

Algjörlega sammála hverju orði hér Jakobína. Það tekur engin ábyrgð á neinu, hvorki orðum sínum né gerðum og svo eigum við og komandi kynslóðir að borga brúsann.

Jón Ásgeir á 1,5 milljarð til að kaupa fjölmiðla til að gæta að sinn málflutningur og þjóðardáleiðsla komist að og á meðan borgum við skuldir hans við útlönd. Landsbankamafían eru margir hverjir með heimili sín skráð erlendis og eiga aldrei eftir að þurfa að borga krónu af þeim skuldum sem þeir hafa látið okkur ábyrgjast fyrir sig. Þeir eru ennþá ríkir.

Nú er verið að koma á eða hækka komugjöld á sjúkrahús. Þessir auðmenn er semsagt að láta almenning og þar á meðal öryrkja og gamalmenni borga fyrir sig skuldir. Hverslangs menn, og ég segi menn því þetta eru bara karlmenn, eru þetta. 

Það er algjörlega með ólíkindum að þetta sé látið viðgangast.

Halla Rut , 1.1.2009 kl. 21:16

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ari Edwald segir að meðal mótmælenda sé að finna ótínda glæpamenn. Hann er sjálfur að starfa í umboði tínds glæpamanns, Jóns Ásgeirs, í þeim skilningi að réttarkerfið tíndi hann upp og dæmdi hann fyrir bókhalds- og skattasvik.

Jón Ásgeir er þar að auki ótíndur glæpamaður að því leyti að hann hefur ekki verið tíndur upp af lögreglunni og fundinn sekur í réttarhöldum fyrir aðild sína að FL-Group svikamillunni og öðrum slíkum sem hafa kostað skattgreiðendur hundruð milljarða.

Theódór Norðkvist, 1.1.2009 kl. 21:44

5 Smámynd: Halla Rut

Theódór. Veistu ekki hvernig þetta virkar hér á landi? Ef þú platar fólk og þar á meðal gamalmenni til að afhenda þér ævisparnað þinn og tapar svo hluta af honum þá ertu ekki ótíndur glæpamaður en ef þú rænir úr vasa fólks 100 kalli þá ertu það hins vegar. Ef þú ert auðmaður þá er það fórnarlambinu sjálfu að kenna að láta ræna sig en ef þú ert blankur venjulegur maður þá berð þú alla ábyrgð á gæpum þeim er þú kannt að fremja og ferð í fangelsi.

Halla Rut , 1.1.2009 kl. 22:04

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Halla Rut og Theódór þett er hárrétt hjá ykkur

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.1.2009 kl. 22:39

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hagnaðurinn var einkavæddur og tapið þjóðnýtt, það er kjarni frjálshyggjunar.

Arinbjörn Kúld, 1.1.2009 kl. 22:46

8 Smámynd: Halla Rut

Algjör snilld Arinbjörn...bara snilld.

Halla Rut , 1.1.2009 kl. 22:55

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já og kjarni þess sem Geir Haarde hefur staðið fyrir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.1.2009 kl. 22:56

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

þ.e. hagnaðurinn var einkavæddur og tapið þjóðnýtt

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.1.2009 kl. 23:00

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það var tæra snilldin valdhafanna og útrásarhyskis þeirra

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.1.2009 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband