Ofbeldið í brennidepli

Englendingar eru þekktir fyrir að arðræna aðrar þjóðir. Norður-Írland varð fyrir barðinu á þeim og í kjölfarið skapaðist langt tímabil reiði og ofbeldis á Norður-Írlandi. Mér er sérstaklega minnistætt ofbeldisverk kaþólikka þegar þeir skutu mótmælanda sem var að aka bifreið sinni með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti á kaþólskri móður sem var á gangi með fimm börn sín þar af eitt í barnavagni. Þrjú barnanna létust ásamt móðurinni.

Ofbeldisverk bera með sér hörmungar fyrir alla sem eiga hluta að máli. Því meira sem mismunun og óréttlæti líðst í samfélagi því meiri hætta er á ofbeldi. Græðgi valdhafanna veldur því að stétt bágstaddra verður til í samfélaginu. Aðstæður bágstaddra vekja reiði og ala af sér reiði.

Þeir sem vaða yfir þjóð með arðránum og sérhagsmunagæslu bera ábyrgð á því andrúmslofti sem myndast í samfélaginu. Valdhafar sem stofna voldugar sérsveitir og afhenda þessum sérsveitum gasúða með  tilmælum að beita honum gegn almenningi eru þátttakendur í því að skapa andrúmsloft ofbeldis.

Það andmælir því enginn að ofbeldi á götum úri og óeirðir hafa verið í lágmarki á Íslandi. Íslendingar hafa verið friðsæl þjóð. Stærsti glæpur valdhafanna í græðgivæðingunni var að þeir eyðulögðu friðsældina á Íslandi.

Bretar nýttu sér græðgi útrásarvíkinganna þegar þeir hvöttu sveitarfélög og góðgerðarstarfsemi til þess að leggja inn á Icesave reikninga. Íslensk yfirvöld voru of vitgrönn til þess að sjá við klækjum bretanna og eru nú að selja auðlindirnar í hendur ESB. Þessu vilja valdhafar að þjóðin taki af æðruleysi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband