Kaupir fólk þvaðrið í Bjarna Ármanns?

s1066177...og viljið þið að börnin ykkar borgi skuldir hans?

Af hverju segir Bjarni ekki  bara eins og er: Ég var að drepast úr græðgi og ég er enn að drepast úr græðgi og ligg á miljörðum sem ég er búin að hafa út úr bankakerfinu og börnin ykkar geta bara borgað.

Já, kannski er það eins og Rannveig bendir á, Bjarni er að spara fyrir brunaútsölurnar

Og auðvitað vill hann að við elskum hann en eigum við nokkuð að vera að því. Eigum við ekki frekar að elska börnin okkar og vernda þau fyrir kónum eins og Bjarna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Og liggur á miljörðum sem hann ætlar að nota á brunaútsölum hér á landi.

Rannveig H, 6.1.2009 kl. 00:38

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já og svo vill hann líka að við elskum hann.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.1.2009 kl. 00:44

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ætli Bjarni greyið fái enga athygli út í Noregi og verði þess vegna að koma til Íslands að stunda sjarmamælingar í fjölmiðlum? Ég hef reyndar aldrei áttað mig á sjarma mannsins því hann er voðamenni í mínum augum. Hins vegar lítur maðurinn út eins og engill og ef fólk nennir bara að skoða myndirnar þá má vel vera að það fái annað sjónarhorn á þennan græðgisdýrkanda.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.1.2009 kl. 03:04

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Rakel ég tek undir þetta. Mér hefur aldrei fundist hann traustvekjandi. Hann er afsprengi framsóknarspillingarinnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.1.2009 kl. 03:48

5 Smámynd: Heidi Strand

Get trúa því að hann fær athygli í Noregi með að norðmenn hefur uppgötvað hver hann er.
Ég var ekki klökk í gær þegar andlit græðginnar birtist í sjónvarp allra landsmanna.
Bið spennt eftir þegar hinir  opnar veskið.

Heidi Strand, 6.1.2009 kl. 06:23

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Ég ætla að voga mér að bera blak af Bjarna í trausti þess að þið náið ekki til að kasta í mig fúleggjum sökum fjarlægðar.

Amma mín sagði mér einu sinni að eitthvað gott byggi í öllu fólki.  Hún skyldi samt aldrei þessa græðgi og taldi alltaf af mönnunum væri nær að gera eitthvað gagn en að vera alltaf að græða þessa peninga og eitthvað til í því.  En vandinn var sá að heimur ömmu var hruninn og öll gömlu gildismötin voru úthrópuð.  Nýfrjálshyggjan hafði afsiðað kapítalismann með öllu og óheft græðgi ásamt beinum fjandskap við allt "samfélagslegt" var boðskapur hins nýja þjóðfélags.  Á Íslandi naut flokkur frjálshyggjunnar um 40 % fylgi og allir aðrir flokkar höfðu aðeins þá einu "raunstefnu" að sænga með henni.  Bjarni Ármannsson er skylgetinn sonur þessa kerfis og um leið fórnarlamb þess.  Og þegar ég tala um fórnarlamb þá er ég ekki að tala um stöðu hans í dag heldur þegar hann var á hátindi ferils síns, rúinn allri mennsku og hvorki hann eða viðhlæjendur græðginnar sáu það.

En allir eiga skilið annað tækifæri.  Allir nema þeir sem gera sig vísa af vilja  til áframhaldandi glæpaverka ( þess vegna er spurning hvort eigi að banna SUS eins og Þjóðverjar bönnuðu Nasitaflokkinn á sínum tíma ).  Bjarni mátti eiga það að hann var ekki að velta sinni sekt á aðra og hann er fyrsti gerendinn sem gengst við ábyrgð og hann hefur sýnt vilja sinn til iðrunar. 

Vilji menn fá alla hans peninga þá þarf að taka "græðgispeningana" af öllum, þar með talið lífeyrissjóðum okkar.  Það nægir ekki að benda á einn eða tvö en sjálfur halda sínu.  Ragnar Ögmundarson færir mjög sterk rök fyrir skattlagnigu "bólupeninga" í Morgunblaðsgrein í byrjun desember að mig minnir.  Greinin var það góð og skynsamleg, að auðvita fékk hún enga umræðu í fjölmiðlum.  Slíkt hefði bæði krafist vits og þekkingar hjá fjölmiðlafólki, ásamt frelsi þeirra til sjálfstæðra starfa.  Fátt af slíku er til staðar í dag á Íslandi.

En þetta var útidúr.  Ég tel að fólk ætti frekar að eggja Bjarna til góðra dáða í stað þess að skamma hann.  Sé iðrun hans einlæg ætti "Andstaðan" að biðja hann um kostun á alvöru hagfræðingum eins og Jóni Daníelssyni til að hægt sé að  svara þjóðníðingum með rökum sem jafnvel þeir skilja.  Afhverju fá menn eins og Þorkell Helgason og Gylfi forseta að vaða uppi með helstefnu sína í verðtryggingarmálum.  Græðgisgróðann á að verja með öllum ráðum, líka blóði unga fólksins og barna okkar.  Niðurlag greinar Þorkels í Morgunblaðinu var óborganlegur þvættingur.  Eitthvað á þá leið að lífeyrisþegar hafi tapað nóg á bankahruninu þó lífeyrir þess skerðist ekki líka vegna frystingar verðtryggingarinnar.  Eins og maðurinn hafi ekki heyrt af því að allir eru að tapa miklu og málið snýst um að þjóðin tapi ekki líka unga fólki sínu ofaná eignatapið.  Svona bjánar vaða upp í hinni opinberri umræðu, á meðan gott og skynsamt fólk eins og þú Jakobína fær þar ekki inn.  Þegar Benedikt Sigurðar verðtryggingaróvinur fékk nokkrar mínútur í Morgunútvarpinu, þá tókst stjórnendum þess að láta SUS stelpu kvaka yfir hann með sínum heilaþvotti og þættingi.  Eins og útvarp Berlínar 1946 hafi verið fullt af exnasistum að ræða ágæti góðærisins ´39.  

Bjarni iðrast og við eigum að trúa því og mæður þessa lands eiga að krefja hann um stuðning til að við losnum við ljótu klíkuna sem kom okkur á kné og notar núna mátt sinn til að koma okkur í hel.    Nú er lag að spyrja manninn hvort hann meini eitthvað af því sem hann segir.  Þannig getur hann sýnt iðrun sína í verki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.1.2009 kl. 09:39

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég vek athygli á þessari ágætu ábendingu og held að Ómar ætti að hugsa sig aðeins betur um.

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.1.2009 kl. 13:15

8 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Og ég sem var "svo snortin" fannst örla á iðrun og þroska.  En svo hafið þið minnt mig á alla milljarðana sem barnið, nei Bjarni liggur enn með. Segir kannski meira um mig er Bjarna?

Arinbjörn Kúld, 6.1.2009 kl. 13:45

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Lára.

Ég hef hugsað þessi mál mjög vel, í yfir 30 ár og frá því ég fékk kosningarétt, hef ég kosið gegn þessu kerfi og þessum auðmönnum.  Á einhverju tímabili æfi minnar notaði ég einnig mína krafta til að lemja á þessum andskotum.  En ég er orðinn eldri en tvævetra og meiri segja orðinn rúmlega fertugur og hef því a.m.k. upplifað tvennskonar uppgjör. 

Það fyrra var hvernig heimurinn losaði sig við Sovétkommúnismann án þess að kjarnorkusprengingar voru notaðar til að steikja fólk og það seinna var svanasöngur Apartheid stefnunnar í Suður Afríku.  Ég man líka þegar vopnasalar og stríðsgróðamenn drápu friðarvonina í Palestínu með því að etja öfgamönnum á Rabin forseta.  Hægriöfgamennirnir, sem þá tóku við að móta stefnuna í Ísrael, þrífast á barnamorðum.  Í dag er nokkuð ljóst að aðeins tvennt leysir þar málin.  Annað er gjöreyðing á öðrum eða báðum deiluaðilum eða leiðin hans Nelson Mandela, sem nokkurn veginn kristallast í setningunni:  Elskum Bjarna Ármannsson.  

Þessi hugmyndafræði sparaði ótalmörg mannslíf í Suður Afríku og hér gæti hún hjálpað okkur til að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag, laust við græðgiskapítalismann.  Slíkt gerist aldrei ef við missum okkur í innbyrðis hjaðningsvígum því tímavél andskotans mallar á meðan sinn taktfasta hrunadans.  Verðtryggingin, Icesaveskuldbindingarnar, IFM og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum eru að sjá til þess að hér er að endurskapast ennþá mannfjandsamlegar efnahagskerfi en það sem fyrir var og það mun að mestu vera undir stjórn útlendra bissnesskalla og starfsmanna þeirra hjá IFM. 

Mér er alveg sama hvað hann heitir, sem iðrast og hann má vera Rockafeller mín vegna.  Það sem skiptir mig máli er hvað hin iðrandi sál vill hjálpa til að hindra það helvíti, sem býður barna minna, ef litla ljóta klíkan er ekki stöðvuð, strax.  Það þarf að hrekja þessa ríkisstjórn frá völdum fyrir vorbyrjun.  Þá er ekki of seint að bjarga heimilum og smáfyrirtækjum þessa lands.  Til að það sé hægt þá þarf að henda landstjóra IFM úr landi og skila kurteislega til baka lánum vinaþjoða okkar.  Síðan ullum við framan í bretana og segjum þeim kurteislega að þeir séu ekki eins mikil illmenni og þeir halda sjálfir.  Við verðum ekki lengi fátæk og aum því við notum kraft okkar til að byggja upp grænt, vistvænt þjóðfélag þar sem öllum líður vel, jafnt hundum og köttum, börnum og gamalmennum.   Og okkur öllum hinum líka.

Þess vegna segi ég enn og aftur; Elskum iðrandi syndara en biðjum þá um iðrun í verki.  Það er leiðin til að brjóta niður ranglát kerfi og byggja upp a.m.k. örlítið betri heim og ef guð lofar miklu betra samfélag.

Baráttukveðjur að austan. 

Ómar Geirsson, 7.1.2009 kl. 00:08

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ómar í fyrsta lagi Bjarni iðrast ekki en hann vill fyrirgefningu. Hana fær hann ekki án iðrunnar. Hann er í startholunum. Hann vill á brunaútsölurnar með milljarðanna sína. Milljarðana sem börnin eiga að borga.

Við þörfnumst ekki friðþægingar nú. Við þörfnumst reiðinnar og vandlætingarinnar því í því felst krafturinn sem mun breyta þessu samfélagi. Græðgismenningin sem Bjarni Ármanns er fulltrúi fyrir er hefur hvílt eins og eiturský yfir samfélaginu. Hún á fyrirlitningu okkar alla.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.1.2009 kl. 00:29

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Sammmála öllu sem þú segir nema um fyrgefninguna.  Tel hann iðrast og vilji fyrirgefningu.  Hana fær hann ef hann fær tækifæri til góðra verka og gjörir þau.  Þar liggur diffinn í okkar viðhorfum og þar liggur líka efinn.  Við vitum ekki hvort er ef við gefum engum tækifæri til siðbótar.  Ég veit að það er hið siðlega sem skiptir sálina máli þegar upp er staðið og ég lít á Bjarna og hina strákana sem fórnarlömb ómennsks hugmyndakerfis, sem var búið að sýkja þjóðina það mikið að 40 % ungmenna ætlaði í viðskiptafræði til að verða "ógeðslega" rík.  Það eru hugmyndafræðingar þessa kerfis sem eru djöflarnir og þá á að kveða niður til heljar þaðan sem þeir komu með sína illsku.  Bjarni var verkfæri, tókst að verða ógeðslega ríkur en um leið svo fátækur.  Það er mjög strangt að gefa honum ekki tækifæri að verða aftur að manni.  

Og það er verðtryggingin (glæpur að frysta hana ekki meðan hamfarirnar ganga yfir) og IFM vextirnir og Icesaveskuldirnar sem eru að gera börnin okkar að skuldaþrælum.  Með öðrum orðum þá eru það gjörðir núverandi ríkisstjórnar sem eru að knésetja þessa þjóð og ef við náum ekki að hrekja hana frá völdum á næstu mánuðum þá verður þetta svo allt erfitt og vonlítið.  Ég er ekki að gera lítið úr ábyrgð þessarra drengja en meirihluti hins vestræna heims lét græðgispúka og siðblindingja ljúga uppá sig  helstefnu sem hlaut að falla því samfélagið þarf aðra hornsteina en græðgi og ómennsku. Vissulega hétu verkfærin á Íslandi nöfnum eins og Bjarni og Jón en þeir hefðu alveg eins getað heitið Gunnar og Páll. 

Og enn og aftur þá er Litla ljóta klíkan að selja börnin okkar og eigur á brunaútsölu á meðan Andstaðan fókusar sig ekki á það sem skiptir öllu máli núna, það er að stoppa klíkuna og hrekja hana frá völdum.  Mig skiptir það engu máli hvort maðurinn sem kaupir eignir okkar á brunaútsölu heitir Bjarni eða Herr. Smidt.  Í mínum huga skiptir það öllu máli að það verði engin brunaútsala á Íslenskum eigum og það verði þjóðin sjálf sem ráði örlögum sínum.

Ef ég hefði til þess vit og getu þá mundi ég taka næstu vél suður og kaupa mér kassa í Byko og byrja messa á Lækjartorgi alla daga um frystingu verðtryggingarinnar og  raunhæfar aðgerðir í efnahagsmálum.  Og ég myndi enda allar ræður á því að hnykkjaá því að það er siðleysi og landráð að láta ESB knýja okkur til að greiða ICEsave.  Ef Bjarni Ármannsson myndi kaupa handa mér Aqarius og vera vatnsbrúsavörður þá myndi ég þiggja það með þökkum.  Einnig myndi ég taka í hendunar á grímuklæddum ungmennum og bjóða þeim uppí dans um betri framtíð.  Ef Kjartan Gunnarsson myndi koma með barnavagn sinn og segja mér frá því að feður Íslands styddu mig og biðja mig síðan um að fá að halda á regnhlíf, þá myndi ég líka þiggja það.  Málið er að fortíð þeirra sem styðja hið Nýja Ísland skiptir engu máli, við erum ekki svo mörg.  Flestir sem kusu þessa vitleysu yfir sig eru ennþá í afneitun og trúa því að hún Ingibjörg og Jóhanna og hann Geir og Grani séu að vinna af skynsemi í þágu bjargræðis þjóðarinnar.  Svo sauðtryggur er hinn þögli meirihluti.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.1.2009 kl. 01:35

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er ekki sammála því að menn eins og Bjarni séu fórnarlömb hugmyndafræðinnar. Þegar kemur að hugmyndafræði eins og trúarbrögðum hefur fólk valkosti.

Sjálf hef ég meiri áhuga á því að breyta menningunni og innleiða hugmyndafræði sem virðir mannúð og jöfnuð heldur en að hýða menn og hengja.

Það breytir því ekki að Bjarni er tákngervingur græðgisspillingarinnar rétt eins og Jón Ásgeir. Mér finnst það satt að segja óskammfeilni af honum að stíga fram og ætla að telja fólki trú um að hann iðrist. Meðan hann situr á milljörðum sem hann hafði út úr bankakerfinu iðrast hann einskis heldur gleðst yfir milljörðunum sem ekki valda honum óbragðs í munni.

Þeir sem stjórnuðu bönkunum, þeir sem stjórnuðu landinu og þeir sem settu löggjöfina eru allir ábyrgir fyrir því spillingarneti sem hefur komið þjóðinni á vonarvöl.

Við höfum tapað meiru en peningum og þegar fólk fattar hverju við höfum tapað mun það einnig reiðast og fyrirgefningin verður ekki skiptimynt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.1.2009 kl. 01:54

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Ég held að Mandela hafi hugsað mjög svipað.  Margir á hans heimaslóðum höfðum fyrirgert sínum rétti til fyrirgefningar.  En hann mat fórnarkostnaðinn við hjaðningsvígin of mikinn.  Hann taldi hið nýja þjóðfélag skipta meira máli en uppgjör við einstaklinga.  Hann vildi uppgjör við kerfið eins og þú og í mínum huga er það það  eina sem skiptir máli.  "Húsameistari ríkisins, ei meir , ei meir" eða þannig.  Ég tel mig ekki hafa mátt til að ná milljörðunum til baka með illu, tel það ekki þjóna tilgangi.  Hin meinta iðrun Bjarna veikir óvininn og það er það sem skiptir máli.  Í dag á sér stað hugmyndabarátta og hugmyndafræði frjálshygjunnar veður ennþá uppi, sérstaklega á Mogganum og ríkisfjölmiðlunum og ríkisstjórninni og atvinnulífinu og Háskólunum.  Það er erfiðara fyrir SUS-arana sem eru allstaðar í kerfinu, að verja vitleysuna þegar foringjarnir iðrast.  Þess vegna þarf að fjölga "iðrandi" fyrrverandi foringjum.  Og sigra baráttuna.  Þess vegna vel ég leið Nelsons og tel hana til lengri tíma þá einu raunhæfu ef við viljum fá fram varanlega breytingu á þjóðfélaginu.  

En þetta er bara sjónarmið, sett fram í trausti þess að þið náið ekki til að kasta í mig fúlum eggjum.  Í grunninn er ég mjög sammála því sem þú ert að gera.

Takk fyrir mig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.1.2009 kl. 08:41

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Og segja vildi ég sagt hafa.

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 7.1.2009 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband