Mætum öll á Austurvöll

Við viljum ekki ríkisstjórnina, við viljum ekki ábyrgðarleysið, við viljum ekki spillinguna og við viljum kosningar.

Við viljum alþingi fólksins.

Við viljum að kosningalögin séu fyrir lýðræðið en ekki flokksræðið.

Við viljum að stjórnaráðið sé fyrir almenning en ekki kosning- og valdamaskína valdhafanna.

Eflum samstöðuna! 

 

Fjórtándi mótmælafundur Radda fólksins verður haldinn á Austurvelli laugardaginn 10. janúar nk. motmaeli_081115_mbl_kristinnkl. 15:00.

Yfirskrift fundarins er sem fyrr Breiðfylking gegn ástandinu og kröfurnar skýrar: Burt með ríkisstjórnina, burt með stjórnir Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og kosningar svo fljótt sem unnt er.

Samtökin Raddir fólksins hafa einbeitt sér að því að kalla til fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins til að bregða ljósi á það skelfilega stjórnmála- og efnahagsástand sem ríkir í landinu.

Á undanförnum vikum og mánuðum hafa liðlega 40 manns flutt ræður og ávörp á Austurvelli og öflugur hópur manna hefur starfað við undirbúning og umsjón með fundunum. Öllum þessum röddum fólksins ber að þakka mikið og óeigingjarnt starf.

Að þessu sinni flytja ávörp og ræður:

Þorvaldur Þorvaldssson, trésmiður
Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur 
Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði 

 

Fundarstjóri er Hörður Torfason.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ragnar, það getur ekki verið að fólk vilji ekki borga lengur er það? að það vilji heiðarleg stjórnvöld, að það vilji hafa áhrif í sínu eigin landi, við erum bara gröm, held hins vegar að þú sért ekki fólkið félagi, lestu t.d. bloggið, farðu á Austuvöll í dag og spjallðu við fólkið. Þá kemst þú kannski að því hverju fólk er að mótmæla.

P.s. ég er hvorki vinstri gröm né vinstri græn.

Rut Sumarliðadóttir, 10.1.2009 kl. 11:36

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ragnar þú virðist vita eitthvað um mótmælendur sem ég veit ekki. Ég hef tekið þátt í mótmælum og ekki orðið vör við vinstri gramir, eins og þú segir hafi nein áhrif á gang mála þar. Það væri þér hollt að spyrja hver skapaði neyð þjóðarinnar og hvort hinir sömu séu ekki að nýta sér hana líka

Já Rut ég er heldur ekki gröm en finn fyrir vandlætingu þegar ég horfi upp á getuleysi valdhafanna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.1.2009 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband