Tökum lýðræðið

Breiða samstöðu þarf meðal almennings til þess að þjóðin megi heimta lýðræði. Breiðfylking um framboð. Eitt markmið, að komast inn á þing og  

Umbylta kosningakerfinu

Umbylta flokkakerfinu

Tryggja aðgreiningu framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds

Rjúfa þing og boða aftur til kosninga, lýðræðislegra kosninga sem byggja á nýju kerfi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Haldið þið virkilega að enn einn stjórnmálaflokkurinn sé svarið núna?

Nei, það þarf að byrja frá grunni - marka nýtt upphaf - eftir nýrri stjórnarskrá sem svo yrði kosið eftir. Það þarf að stofna nýtt lýðveldi.

Ég bendi á bloggfærslu mína frá því fyrr í dag.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.1.2009 kl. 15:18

2 identicon

Þetta er nauðsynlegt og glimrandi frammistaða hjá þér í Silfrinu áðan. Ég fjalla aðeins um Silfur Egils á nýja blogginu mínu (já, ég er búinn að fá nóg af handstýringu og ritskoðun Árvakursmanna og kominn á nýjan stað.)

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 15:20

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Stefán já flokkshundarnir munu gelta og vettvangur er að myndast.

Sæl Ólína hugmyndin byggir ekki á því að stofna flokk heldur breiðfylkingu fólks sem vill TAKA til sín lýðræðið. Valdhafar verja vald sitt með krafti og klóm og munu aldrei gera neinar breytingar sem skipta máli. Við þurfum því, ég og þjóðin fara sjálf inn á þing og breyta þessu.

Theodor takk fyrir ágætt að fá tengilinn á nýja bloggið þitt. Ég vona að þú haldir áfram að líta við hjá mér.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.1.2009 kl. 15:30

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú stóðst þig vel Jakobína og ég get svo sannarlega tekið undir þínar grunnhugmyndir.  En mér hugnast betur hugmyndir Njarðar P. Njarðvík um tímabundna "Neyðarstjórn" og að spillingarliðið verði sent heim á meðan

Kom aðeins inn á þetta á mínu bloggi í dag.

Sigrún Jónsdóttir, 11.1.2009 kl. 15:30

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ein leið í átt til lýðræðis er, eins og Jakobína leggur til, ,,breiðfylking um framboð til Alþingis. Ég hef reyndar miklar efasemdir um að slíkt geti tekist. Í grafreit burtsofnaðra stjórnmálaafla liggja nokkrar slíkar ,,breiðfylkingar" sem fæddust eftir 1070. Samtök frjálslyndra og vinstrimanna, Bandalag jafnaðarmanna, Kvennalistinn, Borgaraflokkurinn og Þjóðvaki heyra öll sögunni til. Þessir flokkar voru í upphafi hugsaðir sem einhverskonar ,,breiðfylkingar."

Önnur leið til lýðræðis gæti hugsanlega verið, að fólk gegngi í stórum stíl í þá stjórnmálaflokka sem fyrir eru til að steypa af stóli flokkseigendafélögum þessara samtaka og gera þau að nothæfum lýðræðistækjum. En flokkseigendafélögin eru mikilir þröskuldar á vegi raunverulegs lýðræðis í stjórnmálum enda standa þau fyrst og fremst fyrir samtryggingu, klíkuskap og spillingu.

Jóhannes Ragnarsson, 11.1.2009 kl. 15:31

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hugmyndin er að þetta afl verði sjálfdautt eftir að lýðræðið er endurheimt. Markmiðið er ekki að búa til "FLOKK" það er nóg af þeim. Markmiðið er að færa valdið til fólksins og út úr flokkunum.

Þegar þetta afl hefur breytt lögunum og kerfinu er þing rofið og boðað til nýrra kosninga án framboðs þessa afls.

Þetta er einföld hugmynd sem möguleiki er að ná samkomulagi um.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.1.2009 kl. 15:36

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Flott hjá þér í silfrinu í dag, ég er 110% sammála.  Ég gat ekki betur skilið en prófessorinn hafi verið með sömu hugmynd.

Magnús Sigurðsson, 11.1.2009 kl. 15:41

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Við erum mjög sammála ég og Njörður. Hann er að segja hvaða breytingu hann vill sjá sem er sama breyting og ég vil sjá og síðan erum við að velta fyrir okkur mögulegum leiðum að því takmarki.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.1.2009 kl. 15:47

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er orðið tímabært að taka af skarið og þétta andófið og reiðina meðan umræðan er ennþá nægilega heit. Og ef ég hef skilið höfund færslunnar rétt þá eru að minnsta kosti tveir öflugir baráttumenn farnir að ræða saman. Ég heyrði í ykkur Nirði í dag Jakobína og ég leyfi mér að vænta mikils af ykkur ef þið ráðist í þetta.

Það sem vantar nú er skipulag og trúverðugleiki. Þar efast ég ekki um ykkur. 

Árni Gunnarsson, 11.1.2009 kl. 17:30

10 identicon

Frábær framistaða hjá þér í Silfrinu í dag.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 17:43

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

P.s. Hvað varðar myndun flokks þá er þessi hugmynd langt um snjallari. Í stjórnmálaflokki verður að skilgreina pólitísk markmið og samræma, jafnvel ólíkar skoðanir með orðhengilslegum málamiðlunum. Þarna er allt slíkt blaður óþarfi. Mestu máli skiptir að fólkið í framlínunni sé trúverðugt og liklegt til að hafa eigin sannfæringu að leiðarljósi eins og hverjum fulltrúa á Alþingi er skylt samkvæmt Stjórnarskrá.

Hvort þetta framboð fólksins þróast síðan í þá átt að verða stjórnmálaflokkur getur tíminn svo leitt í ljós.

Árni Gunnarsson, 11.1.2009 kl. 17:58

12 identicon

lýðræðislegt valdarán án ofbeldis. 

Mjög áhugaverðar skoðanir hafa komið fram hjá Nirði P. Njarðvík og Jakobínu Ólafsdóttir sem og öðru fólki.

Stofnuð yrði hreyfing sem hefði það eitt á stefnuskrá sinni að setja lög um stjórnarskrárbreytingar sem hefðu það eina markmið að efla hér lýðræði og setja upp varnir gegn spillingu og flokksræði. Í einu orði sagt koma á þeim umbótum sem mótmæli undanfarinna mánuði hafa beinst gegn. Þessi laga frumvörp væru tilbúinn fyrir kosningar þannig að þjóðin vissi að hverju hún gengi. Þegar þessi hreyfing hefði náð meirihluta myndi hún t.d. á einni viku setja þessi lög og rjúfa síðann þing þannig að kosið yrði um nýja stjórnarskrá. Ég hef ekki nokkra trú á að stjórnmálamenn í dag geti komið þessum umbótum á, því skora ég á háskólasamfélagið að styðja við fólkið sem æpir á þessar breytingar. Það er von mín að hugmynd þessi þroskist áfram og úr verði sú von um betra þjóðfélag sem við öll þráum. Það má sjá þetta sem lýðræðislegt valdarán fólksins án vopna og ofbeldis.

Birgir Hauksson (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 18:25

13 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gott innlegg og við verðum að vinda okkur í málið, það gerir þetta enginn fyrir okkur!

Vilborg Traustadóttir, 11.1.2009 kl. 19:57

14 identicon

Ég er geim í þetta, eitt það besta sem ég hef heyrt lengi. Þetta er raunhæfur kostur og ekkert annað en að demba sér í málið.

Ég er viss um að þarna myndast stór hópur í kringum þessa hugmynd. Sá bara restina af Silfrinu með Nirði P Njarðvík.

Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 20:47

15 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Góð hugmynd.

Kjósum til stjórnlagaþings sem leggur síðan fullmótaða tillögu að stjórnarskrá fyrir annað lýðveldið fyrir þjóðaratkvæði

Benedikt Sigurðarson, 11.1.2009 kl. 20:57

16 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Ég held að svarið sé að finna í einfaldleikanum.

Valdhafar þessa lands byggja vald sitt á hræðslu- og flækjuáróðri. Það virðist engu skipta hversu illa þeim tekst til alltaf skal hinn valkosturinn vera leiðin til glötunnar. Ólína segir, enn einn flokkurinn... Ef allir valkostir eru skoðaðir þá er besta leiðin til að breyta einhverju að komast til valda og breyta valdinu. Hinn valkosturinn er að sniðganga valdið og til þess þarf mun breiðari samstöðu.

Þetta hljómar einfalt og það er einfalt. Ef að almenningur vissi í raun hversu fámenn valda elítan er í raun og veru,yrði eftirleikurinn auðveldur. Hinsvegar er valdanetið sem tengist elítunni mjög umfangsmikið og ekki einfalt mál að glíma við né útskýra. Líklega er auðveldasti hlutin í baráttunni að koma núverandi stjórn frá völdum sem líkja mætti við göngutúr í húsdýragarðinum miðað við að ná hinum eiginlegu "undirstöðu" völdum sem eru í stjórnsýslukerfinu,nefndum,ráðum,verkalýðshreyfingunni,lífeyrissjóðunum og bankakerfinu. Líklega væri Everest vænlegri kostur til árangurs.

Ef við ætlum okkur einhvern tíman að gera eitthvað í okkar málum þá er það einmitt núna þegar valdið á undir högg að sækja. Þó að málið virðist flókið og ekki auðsótt þá er lausnin einföld. Lausnin er ekki einu orði flóknari en greinin sem ég geri athugasemd við.

Takk Jakobína.

Þú talar frá mínu hjarta.

Kveðja

Ragnar Þór 

Ragnar Þór Ingólfsson, 11.1.2009 kl. 22:20

17 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég þakka innlitin. Það er augljóst af umræðunni að hugmyndin um lýðræði á Íslandi hefur góðan hljómgrunn. Ég held að það sé ekkert annað í stöðunni en að einhenda sér í þetta verkefni. Held áfram að blogga um málefnið.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.1.2009 kl. 23:31

18 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Ég hef verið að benda á nauðsyn þess að gera þetta verið eð í að setja í loftið vettvang sem mætti notast við á vefnum www.lydveldi.is

Hugmyndin er að skapa lista með 126 frambjóðendum sem kæmu úr öllum áttum, úr öllum flokkum og stigum þjóðfélagsins. Hver og einn frambjóðandi yrði með sína sjálfstæðu stefnu í farteskinu og ekki bundin sameiginlegri stefnu með öðrum nema það að opna á beint og milliliðalaust lýðræði.

Val frambjóðenda verður með forvali með beinu lýðræði yfir netið, með nýrri tækni sem komin er fram á sjónarsviðið.

(ATH ekki viss um að ég gefi kost á mér sem frambjóðanda þótt ég hjálpi við að koma hugmyndinni á framfæri, ég er í öðrum verkefnum). Hér er úrtak af vefnum lydveldi.is:

Við viljum að Ísland verði leiðandi í þróun á beinu og milliliðalausu lýðræði. Við viljum að frjálsir einstaklingar verði kosnir á þing sem ráðgjafar fyrir þjóðina í stað fólks án eigin skoðana í flokksfjötrum undir misvitrum leiðtogum. Fyrsta skref okkar í þessa átt er að setja fram lista við næstu alþingiskosningar og veita þannig frambærilegum einstaklingum sem vilja taka þátt í stjórnmálum kost á framboði án þess að gangast undir sérstakar skoðanir eða hugmyndafræði annarra.  Hver og einn frambjóðandi okkar mun því kynna sín baráttumál fyrir kjósendum á eigin forsendum án flokkafjötra.

Eina sameiginlega baráttumál okkar er að þróa lýðræðið nær þjóðinni. Við viljum endurskoða kosningalög og lög um fjölmiðla með því markmiði að hver einasti Íslendingur verði fullvalda og kosið verði milliliðalaust um mikilvæg mál á Alþingi.

Ástþór Magnússon Wium, 12.1.2009 kl. 02:29

19 Smámynd: Rannveig H

Mikið var ég stolt af þér Jakobína mín, Njörður var líka frábær og hvor leiðin sem yrði farin þá er þetta það eina rétta.

Rannveig H, 12.1.2009 kl. 09:34

20 Smámynd: Halla Rut

Þú varst flott hjá Agli.

Halla Rut , 12.1.2009 kl. 15:01

21 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

heyr heyr

Hólmdís Hjartardóttir, 13.1.2009 kl. 01:37

22 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ömurlegt að geta ekki horft á þennan þátt hjá Agli á tölvunni minni en þú og Egill Jóhannsson eigið sennilega hreinustu pælinguna um hvernig má smúla út í spillingarbælinu. Minn stuðningur við ykkur er 100%.

En þess utan og án þess að komi mér við finnst mér aumkunarvert að sjá Ástþór Magnússon haga sér eins og hrægammi yfir eymd þjóðarinnar með færslur um eigið ágæti og hugmyndir inná flest mikið lesin blogg. Þjóðin hefur þegar hafnað honum nokkrum sinnum og hans tími er ekki kominn þó hann telji það. 

Njörður eins og svo margir aðrir sem hafa komið fram upp á síðkastið hafa sýnt okkur að það er ekkert mál að fylla Alþingi Íslendinga af velmeinandi, velhugsandi og velgefnu fólki sem getur staðið vörð um hagsmuni þjóðarinnar. Það er forgangsmál núna að skipta á flokkssleykjandi möppudýrum og alvöru Íslendingum. Án þess verður veruleiki okar venjulega fólksins óbærilegur.

Ævar Rafn Kjartansson, 14.1.2009 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband