Treystum íslendingum

Ég hef sterka tilfinningu núna. Þessi tilfinning er vonarglæta í því svartnætti sem blasað hefur við undanfarna mánuði. Þessi tilfinning tengist ekki ríkisstjórninni. Þessi tilfinning tengist ekki efnahagsástandinu.

Þessi tilfinning tengist öllum þeim Íslendingum sem í afli samstöðunnar ætla að hafa áhrif.

Þingmenn hafa sýnt sviksemi við hlutverk sitt. Því treysti ég þeim ekki.

Ríkisstjórnin hefur sýnt sviksemi við hlutverk sitt. Því treysti ég henni ekki.

Stofnanir landsins hafa sýnt sviksemi við hlutverk sitt og því treysti ég þeim ekki.

Íslendingar hafa sýnt þrautseigju. Því treysti ég þeim.

Stöndum saman um að byggja upp lýðveldi á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Þetta er fallega sagt og mjög uppörfandi. Heiila óskir til okkar allra

Gunnar Þór Ólafsson, 14.1.2009 kl. 20:49

2 Smámynd: Offari

Það er erfitt að vita hverjum má treysta í dag. 

Offari, 14.1.2009 kl. 20:54

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þess vegna verðum við að treysta á okkur sjálf. Við höfnum foringjaræði og virkjum samtakamáttinn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.1.2009 kl. 21:15

4 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Heyr heyr.

Vilhjálmur Árnason, 14.1.2009 kl. 21:17

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

heyr, heyr og sammála, hef sömu tilfinningu og þú. Eiginlega núna fyrst sem ég finn að við getum þetta saman.

Rut Sumarliðadóttir, 14.1.2009 kl. 22:58

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Magnús Sigurðsson, 14.1.2009 kl. 23:47

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sömuleiðis

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.1.2009 kl. 23:53

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2009 kl. 00:43

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Vel sagt og ég er þér sammála.

Sigrún Jónsdóttir, 15.1.2009 kl. 00:54

10 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég er til í allt.

Vilborg Traustadóttir, 15.1.2009 kl. 00:56

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já við skulum vinna saman.

Stéttarfélagið okkar hér í Húnavatnssýslum heitir Samstaða og pólverjar sem koma hingað í sláturhúsið á haustin eru sérlega hrifnir af nafninu, Solidarnos. Í Póllandi kom einn maður af stað gríðarlegum breytingum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.1.2009 kl. 01:21

12 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Í dag finn ég fyrir áður óþekktu vonleysi.

En við skulum standa saman það er okkar eina von!

Soffía Valdimarsdóttir, 15.1.2009 kl. 14:01

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já tek undir þetta við munum komast í gegn um þetta ástand á samstöðunni

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.1.2009 kl. 16:15

14 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég rakst á þetta og var hugsaði til þín Jakobína og reyndar nokkurra fleiri kvenna sem mig langar til að senda þessa fallegu kveðju. Ég sendi þér hana sem þakklætisvott fyrir öll þín kraftmiklu og hvetjandi skrif og fyrir þitt ómetanlega framlag við að endurreisa lýðveldið á Íslandi. A strong woman

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.1.2009 kl. 22:45

15 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir Rakel og þú líka

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.1.2009 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband