2009-01-16
Jafnrétti, hafragrautur og Créme brûlée
Vinkona mín sagði mér í dag að farið væri að gefa börnum hafragraut þegar þau koma í skólann vegna þess að það er ekki til nóg að borða heima hjá þeim.
Ég fór á jafnréttisþing. Félagsmálaráðherra skipulagði og kostaði þingið. Ekki var skorið um nögl við fólk því boðið var upp á glæsilegar samlokur og créme brûlée í hádeginu og síðan boðið upp á eplaköku með þeyttum rjóma kl. þrjú. Já það væsti ekki um fólk.
Eftir hádegi var einhverskonar pallborð þar sem nokkrir aðilar sátu fyrir svörum og meðal þeirra Elín bankastjóri. Hún þáði ótímabundna ráðningu í starf hjá Landsbanka sem ekki var auglýst. Það er ólöglegt. Nokkur ósvífni að stilla henni upp á jafnréttisþingi.
Það var merkilegt við erindin sem ég hlustaði á að þau báru meiri keim af áróðri en fræðslu. Einn ágætur lögfræðingur kallaði kreppuna hina "svokölluðu kreppu" og vissi ekki nema að þetta væri kannski bara niðursveifla.
Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra er lítill sómi af þessu framtaki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef lýst því víðar en hér að ég skil ekki af hverju sumir hrósa heilagri Jóhönnu fyrir viðbrögð hennar í kreppunni. Þau eru ekkert annað en yfirklór yfir misheppnaða ríkisstjórn og auðhyggjustefnu kratanna. Íslandi er lítill sómi af Jóhönnu sem og af öðrum ráðherrum þessarar ríkisstjórnar.
Björgvin R. Leifsson, 16.1.2009 kl. 19:58
Blessuð Jakobína.
Ég held að það sé mjög sterk afneitun í gangi. T.d held ég að Geir Harde meini það að við séum að fara til baka í kaupmætti til 2003 eða svo. Höfðum við það svo slæmt þá? Var ekki þá sama argaþrasið á spítölunum en annars ágætis ástand. Að vísu smá atvinnuleysi núna en það gengur hratt yfir því grunnstoðirnar eru svo traustar að fólk verður fljótt að fá sér nýja vinnu. Í kreppunni 199og eitthvað þá dugði vel að útvega smá greiðsluaðlögun og hún hlýtur að duga núna líka. Allir hressir svo og ligeglad. Og ég held að hinn þögli meirihluti haldi að þetta sé svona. Það er ekkert annað sem skýrir að svona fáir geti farið svona illa með marga.
Hvort fólk vakni til meðvitundar í tíma veit ég ekki en ég er svo bjartsýnn að ég held að stjórnin segi af sér á næstu mánuðum og við taki hamfarastjórn, skipuð leiðtögum stjórnarflokkanna en að öðru leyti verði reynt að ná sem víðtækasti samstöðu um sérfræðingaráð sem reyni að bjarga því sem bjargað verður.
Ég byggi þessa tilfinningu mína m.a á ummælum helstu talsmanna atvinnulífsins. Af málsmetandi mönnum er það aðeins Vilhjálmur sem ennþá reynir að segja eitthvað jákvætt um hinn svokallaða "björgunarpakka" atvinnulífsins. Hvernig hann fær það út að stjarfir bankamenn í taugalosti, sökum yfirvofandi eigins gjaldþrots, geti tekið á vanda 30% fyrirtækja landsins og leyst þau þannig að atvinnulífið gangi er svo önnur saga. Eins finnst ekki nokkur sála sem réttlætir hávaxtastefnu IFM. Í dag vilja flestir Lilju (Mósesdóttir) kveðið hafa og allir sjá það í dag að þeir Jón og Gylfi höfðu rétt fyrir sér í tillögum sínum um að kröftugar mótvægisaðgerðir ríkistjórnarinnar (ekki niðurskurður) væru það eina sem héldi hjólum atvinnulífsins gangandi. Staðfesting þess er að allar aðrar þjóðir eru að fara þá leið til að hamla gegn niðursveiflu síns atvinnulífs. Ef Sjálfstæðismenn njóta ekki stuðnings atvinnulífsins þá er fokið í flest skjól hjá þeim, því ekki njóta þeir stuðnings þjóðarinnar.
Það er einnig að fjara hratt undan Samfylkingunni. Ég er einn af þeim sem hélt því fram að Jóhanna væri að fremja pólitískt sjálfsmorð með því að fórna heimilum unga fólksins fyrir meinta hagsmuni lífeyrissjóðanna. Og þetta er berlega að koma í ljós. Á netinu er orðin leitun af því fólki sem styður helstefnuna. Það er nefnilega þannig að fólk er annað hvort sjálft að lenda í vondum málum með sín lán eða einhver nákominn því og þá þarf mikla flokkstryggð til að réttlæta vitleysuna. Og upplýst fólk kaupir ekki lengur þær fullyrðingar að það sé of dýrt að frysta verðtrygginguna. Það var ekki of dýrt að kaupa bankabréfin útúr peningamarkaðssjóðunum og það var ekki of dýrt að skera Seðlabankann úr sinni snöru. Það er því heldur ekki of dýrt að bjarga þjóðinni. Hún ein á ekki endalaust að borga. Samfylkingarfólk er nefnilega líka Íslendingar en ekki sérstakur þjóðflokkur, sem ekkert skilur og ekkert sér. Þegar hinir almennir flokksmenn hafa komið þessum skilaboðum áleiðis þá er þessi óstjórn fallin.
Og þá þarf að vera til valkostur af heiðvirðu fólki sem er tilbúið að leiða endurreisnina. Og hann er til í öllum flokkum. Við erum nefnilega það lítil þjóð að á einn eða annan hátt höfum við öll leikið okkur í sama sandkassanum og í raun eru ekki forsendur fyrir þessarri sundrung. Þjóðin þarf bara aðeins að upgötva smæð sína og þá hefst hið raunverulega björgunarstarf.
Bið að heilsa og góða helgi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.1.2009 kl. 22:41
Ómar stjórnmálamenn í ríkisstjórn og víðar eru í sjálfseyðingarferli þó þeir virðist ekki koma auga á það sjálfir. Það er ekki langt í það að tekið verði á þessu.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.1.2009 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.