Öflug fjöldahreifing

Ég fékk þennan texta lánaðan hjá Árna Daníel. Textinn er fallegur og hughreistandi og ég kem honum hér á framfæri:

Við höfum barist áður, og nú ætlum við að berjast. Skyndilega rís öflugasta fjöldahreyfing sem þetta land hefur alið af sér, það er eins og allir kraftar forfeðranna séu samansafnaðir í einum punkti, öll reynslan af kúguninni og baráttunni gegn kúguninni rifjast upp, fólk man þetta allt saman og nú er komin stund hefndarinnar. Við ætlum að spyrna við fótum segir fólk, og þótt það verði það síðasta sem ég geri segir það, þá munu börnin mín og barnabörnin muna eftir því, þau munu rifja það upp, og bæta því í minningasafnið, Austurvöllur október og nóvember 2008, Hótel Borg 31. desember 2008, Austurvöllur 30. mars 1949, Uppkastsslagurinn 1908, og svo er fólk að segja að Íslendingar kunni ekki að bera hönd fyrir höfuð sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Okkar tími er kominn!

Sigrún Jónsdóttir, 16.1.2009 kl. 22:17

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

jabb

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.1.2009 kl. 22:20

3 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Jaja, auðvitað berjumst við eins lengi og við getum.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 17.1.2009 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband