Sameinumst á Austurvelli

Við sameinumst á Austurvelli í dag og mótmælum því hvernig ríkisstjórnin hefur hneppt þjóðina í skuldaánauð. Hvernig ríkisstjórnin hefur tekið stöðu með glæframönnum. Hvernig lýðveldi Íslands hefur verið rifið niður og fótum troðið.

Sjáumst á Austurvelli 

Samtökin Raddir fólksins standa fyrir mótmælafundi á Austurvelli laugardaginn 17. janúar nk. kl 15:00. Þetta er fimmtánda vika virkra mótmæla þjóðarinnar gegn siðleysi banka, auðmanna og 08nov01mstjórnvalda.

Íslendingar búa við stjórnarkreppu í miðju ölduróti ofurskulda og ráðakeysi íslenskra stjórnvalda er löngu farið að vekja athygli og undrun umheimsins.

Yfirskrift fundarins er sem fyrr Breiðfylking gegn ástandinu og kröfurnar skýrar: Burt með ríkisstjórnina, burt með stjórnir Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og kosningar svo fljótt sem unnt er.

Samtökin Raddir fólksins leggja áherslu á friðsamleg fjöldamótmæli um land allt. Máttur fjöldans mun færa þjóðinni langþráðar stjórnarbætur og nýtt Ísland.

Ræðumenn :

  • Svanfríður Anna Lárusdóttir – Atvinnulaus
  • Gylfi Magnússon - Dósent

Fundarstjóri :

  • Hörður Torfason

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Vona að kuldinn setji ekki strik í reikninginn.

Rut Sumarliðadóttir, 17.1.2009 kl. 13:20

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sjáumst

Hólmdís Hjartardóttir, 17.1.2009 kl. 13:25

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það þarf bara að taka ullarsokkanna með

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.1.2009 kl. 14:12

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Við erum löngu hætt að spá í veðrið....það þarf sko meira en veður til að stöðva þessa byltingu get ég sagt þér Rut mín!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.1.2009 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband