Var átta ára gamalt barn gasað?

Vinkona mín hringdi í mig og tjáði mér að lögreglan hefði farið fram úr sér í miðbænum í dag. Börn voru handtekin og foreldrum meinaður aðgangur að þeim að hennar sögn. Hún sagði mér einnig að átta ára gamalt barn hefði verið gasað!

Barnaverndarnefnd komin í málið.

Ég held að yfirvöld séu að verða geðveik er þeim ekkert heilagt!?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki fara með börn á mótmælasamkomur, eða í nálægð við þær.

Set hér inn eldri texta um þetta:

Vil endilega hvetja fólk til að fjárfesta í hlífðargleraugum, t.d. í Dynjandi eða Fossberg og hafa sem “staðalbúnað” á Austurvöll.

Á leið minni frá fundinum við Landakot sá ég þéttpakkaðan hvítan sendiferðbíl (lengri gerðina) af ó-eirða-lögreglu-mönnum tilbúna með gaskútana.

Það er ýmsum spurningum ósvarað varðandi þau “efni” sem lögreglan notar og er í þessum brúsum á viðkvæma slímhúðir augans og niður í öndunarveg.

Kæmi mér ekki á óvart þó að það yrðu einhverjar óafturkræfar augnskemmdir hjá þeim sem fá viðbjóðinn framan í sig. Einnig öndunarfæri.

Best er að koma alls ekki með börnin  á svæðið.  Áhættan er orðin of mikil.

Ef þau eru með - séu þau með hlífðargleraugu.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 16:01

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þetta er að uppskrift Ísraelsmanna!

Vilborg Traustadóttir, 20.1.2009 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband