Almenningur er reiður

Almenningur er reiður vegna þess að:

  • þjóðarbúið er gjaldþrota
  • stjórnvöld sem leiddu hildarleikinn neita að taka pokann sinn og eru við völd í óþökk almennings
  • rangur og áróðurskenndur fréttafluttningur af ástandinu
  • rangur og áróðurkenndur fréttafluttningur af mótmælum og átökum.
  • forsætisráðherra er eins og svefngengill og sýnir þjóðinni hroka
  • málaliðar styðja stjórnvöld í ofbeldi
  • auðlindirnar hafa verið veðsettar
  • vinnuframlagi íslendinga um komandi áratugi hefur verið rænt og fjölskyldum gert ófært að sjá sér farborða á sómasamlegan hátt
  • smástrákar innan stjórnmálaflokkanna gera sig líklega til þess að notfæra sér grafalvarlegt astand til þess að hreppa völdin
  • valdhafar eru uppvísir af spillingu og tengsl við glæfrafólk
  • Valdhafar vilja taka hrikaleg lán og færa þannig vandann yfir á börnin okkar
  • Valdhafa sækja réttlætingu í ríkjandi kerfi sem er spillt og vanvirkt

mbl.is „Eigum ekki að óttast þjóðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nú verður þjóðin að temja sér aðeins meiri jákvæðni. Það eru þeir atburðir að gerast í samfélaginu að verið er að raða fyrstu steinunum í grunninn að nýju samfélagi. Það er svo margt sem kemur til og þau hugboð sem til mín koma eru líkust kubbum í risa stórt púsluspil. Allir hinir kubbarnir eru til og við eigum eftir að finna út hver passar hvar. Það getur tekið svolítinn tíma, ekki langan því það eru svo margir að raða.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.1.2009 kl. 11:24

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir þetta Hólmfríður. Það þarf bara að koma spilltu fólki frá svo að hægt sé að hefja enduruppbyggingu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.1.2009 kl. 11:32

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já vonandi förum við að sjá eitthvað jákvætt..

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.1.2009 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband