Kosningar í maí- Geir á förum

Það er komið á hreint. Kosningar í maí en Geir ætlar ekki að gefa kost á sér vegna heilstubrests. Ég óska Geir góðs bata.

Framundan er mikil vinna fyrir íslensku þjóðina við að byggja samfélagið upp að nýju og kosningar í maí eru vendipunktur í því efni.

Við gerum kröfu um víðtæka og gagngera endurnýjun í valdakerfi samfélagsins. Hreinsa þarf út spillingu og sérhagsmunagæslu valdhafanna.

Efla þarf áhrif almennings í valdakerfi landsins og stefna að því að ríkiskerfið og stofnanir þess þjóni almenningi.


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Kosningar í mai er fínt, en hefði ekki verið eðlilegt að stjórn, þar sem báðir stjórnarflokkar eru í upplausn, færu frá, og við tæki bráðabirgðastjórn sem starfaði fram fram að kosningum ?

hilmar jónsson, 23.1.2009 kl. 12:57

2 identicon

Tek undir óskir um að Geir fái bata - en mér finnst ekki koma til greina að láta veikindi hans eyðileggja kröfuna um að ríkisstjórnin fari frá.

Alveg eins og það er sjálfsagt að sýna sjúklingum góðan hug þá er sjálfsagt að sjúklingar virði rétt annarra og stígi niður af sviðinu vegna veikinda sinna en nýti ekki veikindin til að ná vilja sínum fram.

Ríkisstjórnin burt nú þegar þrátt fyrir að forystumenn hennar séu veikir.

Helga (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:00

3 identicon

Jakobína, ég er bara algjörlega sammála þér. Það er mikið verk framundan.

Margrét (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:03

4 identicon

Ég hefði viljað losna við Geir fyrr, en með öðrum hætti og á annarri forsendu. Veikindi hans eru alvarleg og verða ekki höfð að flími, heldur skal honum óskað velfarnaðar í sinni erfiðu baráttu við vágest. Hins vegar óttast ég framhaldið. Við vitum að það hlýtur að verða vinstri sveifla í kosningunum. Í Seðlabankanum situr maður, sem veit að stöðu hans verður hætta búin þegar Geir stígur niður. Hann hefur hótað endurkomu í stjórnmálin. Skyldi Davíð breyta sér í afturgöngu? Það væri honum líkt, en því líkur hryllingur...

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:13

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Helga talar líka fyrir mig. En burt sérstaklega vegna þess að báðir karlarnir í brúnni eru ekki í standi til að sinna vinnunni sinni.

Rut Sumarliðadóttir, 23.1.2009 kl. 14:00

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já, það mun ekki skorta verkefnin á þessu sviðinu.

Arinbjörn Kúld, 23.1.2009 kl. 14:18

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Til að okkur takist að byggja upp nýtt Ísland, þurfum við að byrja frá grunni, burt með þingræðið sem er orðið okkur fjötur um fót....

Haraldur Davíðsson, 23.1.2009 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband