Einstaka sjúklingur fer erlendis til meðferðar

Eftirfarandi frétt birtist á mbl.is

„Á Landspítala starfar teymi lækna sem samanstendur af skurðlæknum, meltingarsérfræðingum, krabbameinslæknum, röntgenlæknum og meinafræðingum og á sameiginlegum fundi er farið yfir hvert tilfelli og tekin sameiginleg ákvörðun um bestu meðferð hverju sinni. Hún getur verið skurðaðgerð, geislameðferð og/eða krabbameinslyfjameðferð og geta sjúklingar farið í gegnum allar þessar meðferðir eða einhvern hluta þeirra allt eftir útbreiðslu og staðsetningu meinsins,“ segir Agnes Smáradóttir, krabbameinslæknir á Landspítalanum.

 

Geir sagði í ávarpi sínu í gær að hann færi utan til læknismeðferðar. „Þó eru krabbamein í vélinda meðhöndluð í flestum tilfellum hér á landi, einstaka sinnum hefur verið nauðsynlegt að senda sjúklinga utan til meðferðar og/eða greiningar ef sérhæfð tæki eru ekki til á Íslandi,“ segir Agnes.


mbl.is Sjúklingar sendir utan fyrir sérhæfða meðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við höfum ekki fengið nægar upplýsingar um mein Geirs en hann segist halda fullri starfsorku og að þessi "aðgerð" og eftirköst hennar taki aðeins nokkra daga.

Guðlaugur Þór gaf líka örlítið meiri upplýsingar í viðtali í gær þar sem hann gladdist yfir því að sjúkdómurinn hefði uppgötvast snemma. 

Og mikil írónía í því fólgin að bæði Ingibjörg og Geir þurfi að leita sér lækninga erlendis á meðan farið er með sveðjuna um íslenskt heilbrigðiskerfi. 

Vonandi fer þetta allt vel, bæði hjá Ingibjörgu og Geir. 

Ibba Sig. (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband