Þeir græða á kreppunni, fá 40 millj. hver á ári

Kostnaður við skilanefndir bankanna verður orðinn 1,8 milljarðar króna ef þær starfa í óbreyttri mynd næstu þrjú árin eins og gert er ráð fyrir að þær muni gera.

Greiðslur til skilanefnda viðskiptabankanna þriggja Glitnis, Kaupþings og Landsbankans námu 150 milljónum króna frá október til áramóta. Fimmtán manns sitja í skilanefndunum sem þýðir að hver maður hafi kostað 10 s1066177milljónir króna á þremur mánuðum eða 3,3 milljónir á mánuði.

Það er gósentíð fyrir meðlimi skilanefnda. Hver þeirra er að fá um 40 milljónir á ársgrundvelli fyrir framlag sitt í skilanefnd. þeir ætla aldeilis að græða á kreppunni þessir vinir Björgvins G Sigurðssonar.

Meðal þessarar einstaklinga eru endurskoðendur og lögfræðingar. Góðvinir valdhafanna sem eru að tryggja þeim öruggt viðurværi. 

Fjármálaeftirlitið gerði verktakasamninga við þau fyrirtæki sem skilanefndarmennirnir 15 starfa fyrir og er aðallega um að ræða endurskoðunarfyrirtæki og lögmannsstofur. Gera má ráð fyrir að þær ljúki störfum fyrr en eftir 2-3 ár.

1118106Þegar fréttastofa bað um sundurliðum á reikningi vegna skilanefnda hjá viðskiptaráðuneytinu, sagði Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar að viðskiptaráðherra væri ekki með málið á sinni könnu. Þó svo hann væri yfirmaður bankamála, væri málið hjá Fjármálaeftirlitinu. Hann sagði ekki búið að ákveða hvernig málum yrði háttað í framtíðinni, hvort skilanefndir myndu starfa í sömu mynd eða hver áætlaður kostnaður yrði í framtíðinni.

Upplýsingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins vildi heldur ekki gefa fréttastofu upplýsingar um málið, sagði það trúnaðarmál.

Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna skilanefnda verði eitthvað minni í framtíðinni en hann er nú enimagesiiii fari svo að skilanefndirnar ljúki störfum eftir þrjú ár eins og gert er ráð fyrir og kostnaður haldist sá sami, verður heildartalan komin í 1,8 milljarða króna að þremur árum liðnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

þegar verið er að reka svona batterí er það mikil einföldun að kosnaður fari allur í lan til starfsanna. Launatengd gjöld eru til dæmis talin nema 22% ofan á laun svo eitthvað sé nefnt. Mér finnst rétt að huga að einhverju mikilvægar en þessu núna á þessari stundu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.1.2009 kl. 21:41

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ert þú búin að sjá sundurliðaða reikninga?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.1.2009 kl. 21:42

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Fín hjá þér ræðan í dag Jakobína og góður fundur. Takk fyrir það.

Sigurður Hrellir, 24.1.2009 kl. 21:46

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nei ég erekki búin áð því og hef ekki leitað eftir því. Þessi 22% sem égtala um er bara tala sem notuð er í kostnaðaráætlunum og slíku.

En að öðru og það er fiskveiðikerfið sem ég sakan umfjöllunar um.

Ég vil benda þér á að skoða þessa færslu. http://kristinnp.blog.is/blog/kristinnp/entry/781809/

Þarna er á ferðinni einstaklingur sem hefur fylgst mjög vel fiskveiðikefinu og gagnrýnt það mjög. Hann hefur verið með vinnslu og sjálfur tekið þátt í þeirri baráttu sem háð hefur verið. Hann er líka með, að því er virðist vönduð gögn sem hann leggur fram skoðunum sínum til stuðnings. Hann hefur verið litinn hornauga af sínum flokki, Sjálfstæðisflokknum um margra ára skeið, vegna sinnar gagnrýni en heldur þó áfram. Það segir mikið um þann málstað sem hann telur sig vera að verja.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.1.2009 kl. 21:46

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Svolítið hávær kannski Siggi en aðalatriðið er að boðskapurinn komi til skila.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.1.2009 kl. 21:50

6 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Hólmfríður. Þessi ofurlaun skilanefndarmanna eru enn eitt dæmið um spillinguna í landinu, sem þú verð með kjafti og klóm. Jafnvel þó við drögum launatengd gjöld frá standa eftir tæpar 33 milljónir á mann á ársgrundvelli, sem gera þá rúmar 2,7 millur á mánuði. Finnst þér það allt í lagi?

Björgvin R. Leifsson, 24.1.2009 kl. 22:17

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég gæti grunað að margir hefðu, fúsir af þjóðarást, unnið þessi nefndarstörf í sjálfboðavinnu. Greiðsla í samræmi við afkost eða útboð hefðu komið skattgreiðendum betur. 

Júlíus Björnsson, 24.1.2009 kl. 22:33

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mig gæti grunað

Júlíus Björnsson, 24.1.2009 kl. 22:34

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þessar greiðslur eru eins og annað í leikhúsi fáránleikans. Ef ég kemst að þá ætla ég að halda áfram að öskra.....burt með þetta lið

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.1.2009 kl. 22:39

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er ekki að verja neinn og hef enga hagsmuni af því svo það sé ljóst, bara að benda á að kostnaðurinn er ekki bara launagreiðslur til starfsmanna. Sjálfboðavinna Júlíus, veistu um einhvern/hverja og ef svo er, endilega að koma þeim á framfæri við ráðherra sem allra fyrst. Góð hugmynd.

Hafið þið prófað að fara inn á slóðina sem ég setti inn áðan ???

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.1.2009 kl. 22:40

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er fullt af fólki núna á kafi í sjáfboðavinnu til þess að reyna að reisa þjóðfélagið upp úr skítnum sem stjórnvöld eru búin að koma því í.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.1.2009 kl. 22:51

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég get gefið 3 tíma á dag af sjálfum mér.

Júlíus Björnsson, 24.1.2009 kl. 22:54

13 Smámynd: Offari

Hver er vinnutíminn hjá þeim?  

Offari, 24.1.2009 kl. 23:30

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þeim hverjum?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.1.2009 kl. 23:38

15 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég væri alveg til í að taka þetta að mér fyrir helmingi minna.

Arinbjörn Kúld, 24.1.2009 kl. 23:41

16 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda ykkur á að fjármálaeftirlitið er sjáfstæð stofnun. Viðskiptaráðherra er bannað hafa afskipti af henni. Viðskiptaráðherra fól henni þetta verkefni þannig að þið ættuð kannski að beina reiðinni að stjórn Fjármálaeftirlist. En þetta ætti nú stjórnsýslufræðingur að vita. Til að breyta þessu þarf að setja ný lög.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.1.2009 kl. 23:43

17 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Fjármálaeftirlitið er á ábyrgð viðskiptaráðherra. Ef fjármálaeftirlitið er vanhæft ber viðskiptaráðherra að skipta um fólk þar.

Þetta dæmi er dæmigert fyrir vanmátt ráðherrans og kjánalegan málflutning stuðningsmanna hans.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.1.2009 kl. 23:50

18 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Viðskiptaráðherra skipar fulltrúa í stjórn en annars er FME sjáfstæð Ríkisstofnun. Stjórn FME ræður forstjóra. Stofnunin er og verður að vera sjálfstæð stofnun því annars hefðu ráðherrar möguleika á að hafa óeðlileg áhrif á rannsóknir FME. Til að reka forstjóra þarf að breyta lögum og eins er það með Seðlabanka. Ekki það að ég væri þess mjög fylgjandi. Hefði átt að gera fyrir löngu. Til að reka stjórnir Seðlabanka og FME þarf sem sagt lagabreytingu og ég held að hún verði þá þannig að FME færist í Seðlabankan. Og Davíð og Jónas fara.

Annars hélt ég að Skilanefndirnar séu á launum í Gömlu bönkunum ekki frá ríkinu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.1.2009 kl. 00:25

19 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Stjórn FME er fulltrúi ráðherra og á að hlíta hans tilmælum. Allar stofnanir sem heyra undir ráðuneyti eru á ábyrgð þess tiltekna ráðuneytis. Það er kveðið á um ferli í lögum sem dugar til þess að koma frá óhæfum embættismönnum. Forstjóri FME hefur fyrir löngu uppfyllt þau skilyrði.

Framkvæmdavaldið, í þessu tilviki Björgvin Sigurðsson, ber ábyrgð á því að stofnanir séu skilvirkar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.1.2009 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband