Áríðandi: ALLMENNINGUR HEFUR EKKI MÁLSSVARA

Ég hitti sænskan fréttamann, við einn stærsta fjölmiðil Svíþóðar, á mótmælunum í dag.

Hún er hneiksluð á því að almenningur hefur ekki sinn málssvara meðal fjölmiðlanna.1118106

Fjölmiðlarnir á Íslandi sjónvarp og dagblöð eru öll á valdi auðmanna og valdhafa.

Á Íslandi ræður fjármagnið

ÞETTA ER MANNRÉTTINDABROT SEM ÞEKKIST EKKI MEÐAL SIÐAÐRA ÞJÓÐA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já þarna komum við að góðum punkti. Hvorki almennigur né verkalýðshreyfingin á sér miðil.

Það er í raun alveg ótrúlegt metaðar og sinnuleysi.

hilmar jónsson, 24.1.2009 kl. 23:08

2 Smámynd: Heidi Strand

Við erum að vakna upp af vondan draum.

Heidi Strand, 24.1.2009 kl. 23:14

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæl Heidi, flott að hitta þig í dag. Já þetta eru járnkrumlur sem halda þjóðinni í blekkingartaki.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.1.2009 kl. 23:20

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Já, góður puntur, við höfum séð þetta á fréttaflutningi eða ekki flutningi. Svakalega ertu dugleg við að benda okkur á, takk fyrir það.

Rut Sumarliðadóttir, 24.1.2009 kl. 23:26

5 Smámynd: Offari

Einmitt.   Staðreindin er sú að það var ekki fyrr en ég fór að lesa bloggið hér sem ég fór að átta mig á því hvað staðan væri virkilega slæm.  Málið er að hér út á landi er staðan ekki eins slæm því þar hafa flestir atvinnu og geta haldið sér á floti.

Offari, 24.1.2009 kl. 23:34

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Bloggið er að bjarga okkur, því óttast ég það pínu lítið að bloggum verði lokað þegar nær dregur kosningum. Það væri ekkert mál fyrir bæði mbl.is og vísi.is. Bara fara innheimta gjöld, t.d. 10.000 á mán per bloggara og málið dautt.

Arinbjörn Kúld, 24.1.2009 kl. 23:38

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Menn munu einskis svífast

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.1.2009 kl. 23:40

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Þá finnum við okkur annan farveg á netinu.

hilmar jónsson, 24.1.2009 kl. 23:43

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það þarf breiðari grundvöll

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.1.2009 kl. 23:45

10 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það þarf sennilega ekki að benda á það hvernig fjöldahreyfing almennings kemur út í þessum fjölmiðlum! Það eru valdhafarnir og lögreglan sem eru heimildirnar sem þeir styðjast við í sambandi við langflest sem lýtur að mótmælunum. Það er mjög sjaldgæft að talað sé við mótmælendur sjálfa. Þegar það er gert er nánast alltaf sama aulaspurningin sett fyrir þá: „Hverju ert þú að mótmæla?“

 Það er heldur nánast aldrei vakin sérstök athygli á því hverjir það eru sem taka þátt í mótmælunum og ef það er gert er það alls ekki til að auka vægi þeirra. Komst að því t.d. bara í vikunni að Gunni Þórðar er að mótmæla! og hann er m.a.s. mjög reiður! Gunni Þórðar sem er þekktur fyrir að skipta ekki skapi. Ég heyrði það líka í síðustu viku að Ellen Kristjáns. er í mótmælunum. Konan sem er svo ljúf og róleg að maður hefði aldrei tekið eftir henni nema af því að hún er afbragðs söngkona.

Það er heldur aldrei talað um það sem merkilega staðreynd að þessi dagsfarsprúða þjóð, sem hefur tekið hverju mótlætinu á fætur öðru með því að bíta þegjandi á jaxlinn með höfuðið upp í vindinn, er risinn upp og tekin til við að mótmæla! Það hefur aldrei verið litið á það sem hugsanlega vísbendingu um það að fyrst svo er komið þá hljóti að vera ærin ástæða til! Það hefur aldrei verið talað um mikilvægi mótmælanna og þýðingarmiklar afleiðingar! 

Það hefur heldur aldrei verið minnst á það að vegna þeirra þá hefur íslenskur almenningur endurheimt æru sína úti í alþjóðasamfélaginu en álit þess á valdhöfunum versnar stöðugt fyrir það hvernig þeir fara með okkur!

Es: Fyirgefðu Jakobína þessa löngu athugasemd. Ég réði bara ekki við mig þegar ég var farin af stað...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.1.2009 kl. 05:02

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk Rakel flott að fá svona gott komment.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.1.2009 kl. 11:32

12 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Jakobína. Þetta er góður punktur! Þakka þér að benda á þetta.

Við erum rosalega öflugir Bloggarar. En auðvitað þarf breiðari grundvöll!

Ef þeir munu ætla að loka blogginu munum við auðvitað berjast gegn því með öflugum mótmælum!

Annað mál ef ég má Þeir sem lesa þetta og eru unnendur góðum söng og þjóðlagatónlist. Og ef sjáið áður en tónleikarnir verða.

Bára  Grímsdóttir söngkona og maður hennar Kris halda tónleika í dag í Norrænahúsinu. Ég hef farið á tónleika hennar. Mjög skemmtilegir og áhorfendur fengu að syngja með.

 Norrænahúsið: sunnudagur 25 janúar klukkan 15:15

 Enginn svikinn!

Guðni Karl Harðarson, 25.1.2009 kl. 12:16

13 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Jakobína takk fyrir góðan punkt, og þetta er rétt, við þurfum breiðari grundvöll.

Rakel nákvæmlega, og það er kominn tími á aðvið bætum framtíð barnanna við æruna sem við endurheimtum....

Haraldur Davíðsson, 25.1.2009 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband