Ísland mergsogið af glæpamönnum

Það var hrikalegt að hlusta á það sem menn höfðu að segja í Silfur Egils jafnvel þótt mér hafi verið kunnugt um þetta.

Bankarnir voru keyptir með blekkingum af misindismönnum þegar þeir voru einkavæddir

Þeir tæmdu bankanna og nú er eigið fé þeirra uppurið og meira til

Þeir færðu fjármuni skipulega úr landi

Nú situr þjóðin uppi með afleiðingarnar, vanmáttug stjórnvöld og spillt valdakerfi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ætli þetta sé ekki stærsta rán sögunar?

Offari, 26.1.2009 kl. 00:22

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Líklega með þeim stærri

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.1.2009 kl. 00:23

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Eignaupptaka & útlegð er í Jónsbók.  Elztu virkandi lög á landinu.

(Tjarga & fiðra er dáldið amerízkt, en samt við hæfi!)

Steingrímur Helgason, 26.1.2009 kl. 00:25

4 Smámynd: Offari

Kreppukarl láttu ekki svona góðir hlutir eru að gerast og þeir munu vekja heimsathygli.

Offari, 26.1.2009 kl. 00:35

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hef ekki merkt mig sérstaklega sem ekki-ofbeldiskonu enda aldrei haft orð á mér fyrir að skemma og meiða.

Það er hins vegar von mín að brjótast megi í gegn um þetta á öðrum yfirburðum en þeim sem tengjast ofbeldi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.1.2009 kl. 01:15

6 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Ja ekki hefur þetta gengið ofbeldislaust fyrir sig hingað til , því miður .

Hörður B Hjartarson, 26.1.2009 kl. 01:40

7 identicon

Þakka þér Jakobína Ingunn ,fyrir þitt framlag á fundinn á Austurvelli  25.1.2009

Ég hef mætt á alla fundina,á  Austurvelli ,og Borgarafundina. En eldhúspottabyltingun 20,01 við Alþingishúsið, verður mynst í bókum framtiðarinnar

 

Kalla Karls (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband