Lýðræði fyrir almenning

Atburðir undanfarinna mánuði hafa kennt okkur svo ekki verði um villst að valdhafar þurfa aðhald. Í skjóli meingallaðs valdakerfis komust til valda hér menn sem seldu velferð almennings fyrir eigin hag og það má ekki gerast aftur.

Við verðum að verja okkur og samfélag okkar. Engu hefur verið hnikað í átt til lýðræðis eða nútímalegrar stjórnarskrár hér á landi. Stjórnarskrárnefnd var sett á laggirnar árið 2005 og átti hún að skil tillögum til breytinga árið 2006 en gerði það ekki.

Stjórnmálamenn vildu ekki breytingar og ef þeim er falið að breyta stjórnarskránni mun það verða kattaþvottur. Þess vegna þarf almenningur að mynda breiðfylkingu um lýðræði.

Sumir vilja meina að á alþingi sitji þversnið af þjóðinni en það er alrangt. Á alþingi situr fólk sem hefur gert þingmennsku að frama. Annarsvegar fólk sem hefur setið í áratugi á þingi og hinsvegar fólk sem hefur farið beint inn í flokkanna eftir háskólanám.

Á Alþingi Íslendinga vantar tilfinnanlega fulltrúa venjulegs fólks, með venjulega reynslu og hugsjónir sem þeir vinna að á Alþingi.

Þessu þarf að breyta

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála, langt frá því að vera þverskurður af nokkrum hlut nema kannski atvinnupólitíkusum. Okkar vantar fólk sem er í tengslum við raunverleika venjulegs fólks.

Spurning um að setja þak á þingsetu, en þá er það reynslan sem er svo dýrmæt. Vandlifað í þessari verslu.

Rut Sumarliðadóttir, 29.1.2009 kl. 12:14

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nákvæmlega!

Arinbjörn Kúld, 29.1.2009 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband