Framsókn er enn við það sama

Nú notar Framsókn aðstöðu sína, hina gamalkunnu oddastöðu til þess að hafa áhríf á það hvernig telst upp úr kjörkössum í vor. Klækirnir eru alkunnir, þeim er ekkert heilagt. Þegar völdum er náð troða þeir á almenningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Lind Hansson

Þetta eru nú meiri dylgjurnar hjá þér. "Nú notar Framsókna aðstöðu sína..." & "Þegar völdum er náð troða þeir á almenningi" Það er skammt stórra högga á milli hjá þér, eða vindhöggva.

Ég segi nú bara guði sé lof, að það séu einhverjir niður á þingi sem vilja fá hreint út um aðgerðir komandi ríkisstjórnar, og að þær séu skýrar og raunverulegar.

Þeir eru með almenningi í þessu máli, blessunarlega!

Heiðar Lind Hansson, 30.1.2009 kl. 20:22

2 Smámynd: Rannveig H

Sigmundur og Eygló Harðar voru svo sannarlega að skora mark hjá mér. Ég hélt að það væri í alvöru að koma ný Framsókn. En núna set ég stórt spurningamerki við það. Á mínum vinnustað (HÍ) vorum við stolt að Gylfa Magnússyni væri falið að stýra viðskiptaráðuneyti. Framsókn hefur greinilega enga trú á þeim manni og kallar til sína sérfræðinga og ætlar sér að stjórna en vill enga ábyrgð bera.

Mikið skelfing er ég svekkt. Í dag er ég pólitísk munaðarlaus eins og svo margir og hélt virkilega að það væri að koma samvinnuflokkur eins og Eygló boðaði en greinilega hafa gömlu spillingaröflin enn töglin og haldinnar.

Í kastljósþættinum gat Sif ekki leynt þessu valdaplotti og glotti að þjóð í vanda.

Rannveig H, 30.1.2009 kl. 20:38

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það er sami skíturinn í Framsókn. Þeir eru nú að spila valdatafl og glotta framan í þjóðina.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.1.2009 kl. 20:55

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Nei - Jakobína!  Ég er hjartanlega sammála þér.  Hefur þú tekið eftir því hvað hreinræktuðu pabbastrákarnir og stelpurnar verða blind af flokksaganum. Það er rétt eins og fólk sjái ekki skelfilegar afleiðingar gjörða og stefnu flokkanna. Sorglegt. 

Þetta minnir mann næstum því á Austur-Þýskaland kaldastríðsáranna. Enginn, ENGINN getur verið í einu og öllu sammála ALLRI stefnu síns flokks.  Það væri ekki heilbrigt. Persónuleg skoðun fólks, lífssýn og vilji hlýtur einhverntíman að skarast á við stefnu flokksins.

Baldur Gautur Baldursson, 30.1.2009 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband