Sukk auðmanna

Eru menn ruglaðir


Ari nafngreinir, í Silfri Egils, alla helstu krimmana, Sigurð Einarsson, Brynjólf Bjarnason, Hreiðar Má og fleiri. 
 

Frétt á Mbl í október: Vinna er í gangi að frumkvæði stórra lífeyrissjóða við að kanna fýsileika þess að sjóðirnir komi að kaupum á eignum og rekstri Kaupþings. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, staðfesti þetta við mbl.is.

Fékk þetta líka í tölvupósti:

Robert Tcenquis sem er einkavinur forsetans og viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs fær um 40% af íslensku fjárlögunum að láni frá KB Banka á sama tíma og íslenska fjármálakerfið er að hrynja og lausaféskortur um allan heim. 

Baugur sendir frá sér fréttatilkynningu í dag að þeir muni loka höfuðstöðvum Baugs á Íslandi og reka alla starfsmenn sína á Túngötu 6.

Þar með er Baugur endanlega búinn að slíta öll tengsl við island þar sem Baugsmenn færðu allar verslanir sínar undir Gaum ehf. sl.ár. 

Eftir standa hundraða þúsunda milljóna skuldir Baugs á Íslandi....untitledmm

Er ekki orðið ljóst að útflutningur Baugs var ekki hugvit eða framleiðsla heldur einungis stórfelldustu fjármunaflutningar allra tíma þar sem sparifé íslendinga og annarra var notað til að kaupa breskar verslunarkeðjur og allar arðgreiðslur greiddar til erlendra "holding" félaga í eigu þessara snillinga ?

Eru engin takmörk fyrir því hversu lengi íslendingar láta traðka á sér ? 


mbl.is Baugur lokar skrifstofu á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Nei það eru engin takmörk. Byltingin hrakti stjórnina frá en ekkert tekur við. Við förum bara aftur í sama farið.

Offari, 31.1.2009 kl. 07:13

2 identicon

Byltingin heldur áfram. Allir á Austurvöll í dag. Alþingi er lamað, stjórnmálaflokkarnir ónýtir.

Margrét (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 07:26

3 identicon

Besta refsingin handa JÁJ er að fólk hætti að versla við þá !

Þar á meðal hætti að fóðra svínin gegnum Bónus !

ojjj baarast......

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 08:00

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hvenær hefjast mótmælin á Austurvelli í dag?

Vilborg Traustadóttir, 31.1.2009 kl. 11:55

5 identicon

Ég póstaði inn á Egill um daginn að ég teldi "lekann" bara rétt byrjaðann og stend við þá ályktun mína.  Ástæðan er mjög einföld:  Þúsundir einstaklinga hafa komið að gjörningum gerandanna síðstu misseri og einhverjir hljóta að opna sig.

Það sem við, venjulegt fólk erum að horfa upp á núna eru "landráðamenn", nöfnin á þeim liggja núna fyrir að hluta og hluti af staðreyndunum um svika- og sjónhverfingaarfssemi þessara mannleysa.

Þetta eru einstaklingar sem hafa vegið ómaklega að efnahagi þjóðarinnar með það fyrir augum að hagnast sjálfir. Þeir eira engu og skilja rústir einar eftir. Pakka síðan niður.

Sveinn hinn Ungi er með mjög góða útskýringu á verklagi þessara einstaklinga hér.

Hann segir m.a.: "Mönnum er hleypt án takmarkanna í annarra fé, sem þeir moka af fullkomnu siðleysi í vasana hjá sjálfum sér".

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 12:30

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þjóðin má ekki gleyma "sölunni" á Sparisjóði Mýrasýslu.

En að öðru. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að sleppa því að taka lánið hjá AGS. en taka lán hjá lífeyrissjóðunum í staðinn. Þá gætum við byggt þetta samfélag upp innan frá og hugsað alla þætti upp á nýtt. Það eina sem ég óttast er að ef pólitíkusar okkar komast í þetta fé þá verði það afhent þjófum.

Árni Gunnarsson, 31.1.2009 kl. 15:37

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mikið erum við heppin að eiga svona óþreytandi konu eins og þig! Er búin að sjá fyrri hluta sögunnar sem þú minnir okkur á, á nokkrum stöðum en ekki seinni hlutann. Það má enginn gleyma því að það eru rán af því tagi sem þú minnir á í þessari færslu sem var upphafið af öllu saman! Staðan sem við erum í dag er sipblind eiginhagsmunagræðgi einstaklinga af sama kalíberi og þú nefnir í færslunni þinni. Við getum auðvitað ekki sætt okkur við að það sé eitthvað sem við þurfum bara að taka eins og hverju öðru hundsbiti!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 31.1.2009 kl. 18:53

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já og þetta lið er enn á fullu við að ræna okkur. Nú þegar þau eru búin að ræna af okkur öllu sem við eigum eru þau að skuldsetja börn okkar og barnabörn.

Við verðum að berjast fyrir börnin okkar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.1.2009 kl. 18:56

9 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ég vildi stundum óska mér þess að við værum stödd einhvers staðar í Suður Ameríku, þegar ég les fréttir af þessum fjárglæframönnum. Í Argentínu td. ku menn vera ansi snöggir að afgreiða svona fólk. Gengur ekki annar hver maður með vopn á sér þar?

Í nágrannabænum- Stykkishólmi - er Bónus verslun og ég viðurkenni fúslega að ef ég skrapp í "Hólminn" þá kom ég við í Bónus og verslaði þar, en það er liðin tíð.

Við Grundfirðingar erum svo lánsamir að hafa fengið hér Samkaup-Úrval verslun sem hefur tekist að halda verðinu niðri, samanber síðusti verðkönnun ASÍ, þar sem í ljós kom að á sama tíma og matarkarfan hækkaði um 13% í Bónus þá hækkaði hún um 3% Í Samkaupum. Geri aðrir betur.

Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 1.2.2009 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband