Að vera með Evru?

Á Írlandi er kreppa og líka Evra. Í kreppu er ekki hægt að fella gengið á Írlandi vegna Evrunnar heldur þurfa þeir að segja upp störfum eða lækka laun.

Sjá fyrirlestur Gylfa Magnússonar um myntmálin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón Frímann, aðdáun og hollusta þín við ESB er aðdáunarverð. Um það vitna hundruðir aðdáendapistlar þínir í bloggheimi.

Með inngöngu Íslands í ESB verður Íslandi tryggt:

Besta veðrið sem völ er á hverju sinni?

Engin megun?

Lægsta vöruverð í heimi?

Besta fólkið sem fyrirfinnst?

Bestu störf í heimi?

Lægstu vexti á jarðarkringlunni?

Hæstu launum í heimi?

Ódýrustu orkunni?

Gæða stjórnmálamönnum?

Sanngjörnum lögum?

Mesta lýðræði sem þekkist?

Forgangi að öllum heimsins gæðum?

Eilífri himnavist við hægri hönd almættisins

Að þaggað verði niður í nöldurseggjum sem þú ert ósammála?

Eða er ég að misskilja þig?

Helga (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 04:39

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er sammála Jón Frímanni og tel mig alveg geta treyst því sem hann er að segja gagnvart þessum málum. Hann hefur skoðað þessi mál mjög vel og þá sérlega alla þætti sem snúa að tölfræði og öllum útreikningum.

Þar tel ég að grunnur ESB málsins liggi, en ekki í fordómum og tilfinningum fyrir því að enhver blettur á jörðinni sé "sjálfstæður" eða ekki. Mannkynið er ein stór fjölskylda og eftir því sem samvinna eykst innan hennar þá aukast líkur á friði og viðunandi lífskjörum fyrir alla.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.2.2009 kl. 05:44

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er spurning hvort það gagnist endurreisn Nýja Íslands að taka upp hnattvæðingar kerfi ESB? 

Peningakerfi heimsins er fjandsamlegt fólki.  Í því talnaverki eru flestir í skuld þrælsins, svo rækilega að nú eiga næstu kynslóðir á hættu að fæðast í stórum mínus.  

Það á svo á eftir að koma í ljós hvort Írar verða jafnfljótir og við að rífa sig upp úr 10% samdrætti með Evrópusambandið á herðunum.

Magnús Sigurðsson, 1.2.2009 kl. 08:32

4 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Við skulum öll gera okkur grein fyrir því að það er ekki til töfralausn á peninga málum okkar það að taka upp annan gjaldmiðil er að festa málin í mót og þá er það sem við getum til að stíra kostnaði er að halda launum í skefjum þannig að ekki verði launaskrið og það þarf mikinn aga til þess og við Íslendingar erum ekki mjög agaðir sama hvernig á það er litið. Við verðum að sætta okkur við atvinnuleysi á bilinu 5 til 10 % eins og aðrar Evrópu þjóðir. 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 1.2.2009 kl. 10:18

5 identicon

Jón, í guðanna bænum láttu þér nægja að tala fyrir sjálfan þig og notaðu 1. persónufornafn þegar þú ert tilbúinn að fallast á 5-10% atvinnuleysi.

"Við verðum".. segir þú! Nei, Jón það er rangt! "Við" verðum hreint ekki... Sjálfsagt áttu þér skoðanasystkini sem vilja gefast upp en við hin erum hér líka. Þau okkar sem tökum ekki í mál að gera ráð fyrir föstu hlutfalli atvinnulausra upp á 5-10%. Þau okkar sem ætlumst til að markmið sé íslenskur vinnumarkaður sé áfram sveigjanlegur: Að íslenskur vinnumarkaður geri ráð fyrir öllum vinnufúsum höndum.

1% atvinnuleysi kostar 1 milljarð. Er það þannig sem þú vilt fara með peningana, Jón?

Hlusta og horfa hér

Helga (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 13:59

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Helga, tek undir með þér.

Las á öðru bloggi um rán kvenna í BNA sem fylltu brjóstahaldarana af mynt sem þær stálu. Legg til að krónan verði notuð sem fóður í brjóstahaldara. Þá er líka hægt að segja að við séum harðbrjósta!

Rut Sumarliðadóttir, 1.2.2009 kl. 14:15

7 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Helga því miður er atvinnuleysi eitt af ráðum til að halda launaskriði niðri og við þurfum ekki að fara út fyrir norðurlöndin til að sjá að atvinnuleysi er 5% eða meir og svo eru tölurnar blöffaðar með allskonar kúnstum fólk er tekið af vinnumarkaði ef það gengur ekki heilt til skógar sett á örork, ég er ekki að mæla með þessu en það er vandasamt að halda jafnvægi.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 1.2.2009 kl. 18:21

8 identicon

Jón, ég held að þú hefðir ekki slæmt að því að lesa þér til. Vísa þér aftur á fyrirlestrana sem er vísað í hér að ofan.

Ef þú kýst að kynna þér ekki hvernig atvinnuleysi er í hverju landi fyrir sig, heldur kýst að flokka lönd í hópa og finna út meðalatvinnuleysi, nú þá bara hefur þú það þannig. En viljirðu kynna þér málin er nóg af upplýsingum að finna á internetinu.

Njóttu vel!

Helga (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 18:35

9 Smámynd: Hlédís

Orðfærið:"hæfilegt atvinnuleysi" er því miður, vel þekkt, Jón!  Gjarna út úr munni manna sem sjálfir hafa - eða telja sig hafa - trygga vinnu.´OG munntamt of(ur)-launafólki.  Tökum ekki speki þessarri sem náttúrulögmáli!

Hlédís, 1.2.2009 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband