Ætlar ný ríkisstjórn að kyngja Icesavelánum

Gylfi Magnússon segir að samningar um Icesave snúist um lánakjör. Ekki verður annað lesið en að hann ætli að gangast við þessari nauðung.

Rökleysan í Icesave málinu er algjör.

Fjármálaeftirlitið í Bretlandi samþykkti opnun Icesave reikninga þótt þeim væri vel kunnugt um að, að baki þessum viðskiptum stóðu fjárglæframenn. Ríkisstjórn Bretlands hvatti stofnanir í Bretlandi að leggja inn á þessa reikninga. Breska ríkisstjórnin keyrði á fullu með Icesave fram af hengibrúninni og það var ekki óvart.

Breska fjármálaeftirlitið og ríkisstjórnin eru ekki vitleysingjar og þeir voru aðilar að málinu.

Íslenska þjóðin er EKKI aðili að þessu máli. Íslenska þjóðin á ekki að fórna velferð og sjálfstæði á altari imperialismans.


mbl.is Áréttar að innistæður séu tryggðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég tel ljós að búið sé að semja um að greiða þessa reikninga en það sem eftir er er með hvaða hætti og kjörum Bretar lána okkur. Það virðist enginn þora að viðurkenna að svona sé um málið búið Sjálfstæðismenn sömdu um að greiða svo lánið kæmi frá AÞG.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 3.2.2009 kl. 18:17

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já eða ISG svo hún fengi að fara í ESB. Þetta er ógeðfellt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.2.2009 kl. 18:20

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Samningurinn við IFMF er grunnstykki efnahagsstefnu núverandi ríkisstjórnar.  Það þýðir að ef Steingrímur Joð er með eitthvað múður vegna ICEsave þá slítur hann ríkisstjórninni.   Steingrímur fórnaði stefnu sinni fyrir 80 daga ráðherradóm.  Þar með er hann orðinn samsekur um glæpinn og ekki valkostur fyrir ICEsave andstæðinga í næstu kosningum.  

Þetta eru nöturlegar staðreyndir en fólk þarf að fara að horfast í augu við það að stefna IFM er að rústa eignum fólks og sjálfstæði þjóðarinnar.  Skiptir engu þó það sé mikið að góðu fólki í þessarri ríkisstjórn því grunnstefnan er ekki bara röng, heldur tortímingarstefna.  Spurning hvort fólk kveiki á perunni áður en atvinnulífið er rústir einar eða þarf opinbert þjóðargjaldþrot til að fólk rumski. 

Ég hef áður bent þér og Jenný á, að þið konurnar þurfið að taka forystuna.  Allir núverandi stjórnmálaflokkar eru samsekir IFM.  Búsáhaldabyltingunni er ekki lokið.  Aðeins þjóðarsamstaða gegn Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og agentum hans hér á landi getur bjargað framtíð barna okkar.  Ástandið verður erfitt en ekki án vonar.  Huggun að fleiri þjóðir munu ganga í gegnum þrengingar og ekki víst að við kæmum verst út.   Ef við losnum við IFM og endurskipuleggjum þjóðfélag okkar á vistvænan og manneskjulegan hátt, þá eru meiri líkur að við verðum með þeim fyrstu að rísa upp á fæturnar aftur.  En til þess þarf að losna við brennuliðið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.2.2009 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband