Össurar Skarphéðinssonar

Þessi frétt er á Eyjunni í dag:

kristjan-guy2.jpgKristján Guy Burgess, nýráðinn pólitískur aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar í utanríkisráðuneytinu, hefur í nafni ráðgjafarfyrirtækis síns,  Alþjóðavers (Global Center), á undanförnum misserum fengið greiddar tæpar 7 milljónir króna frá utanríkisráðuneytinu, iðnaðarráðuneytinu og forsetaembættinu fyrir ýmiss konar ráðgjöf og aðstoð. Engir skriflegir samningar hafa verið gerðir við utanríkisráðuneytið og forsetaembættið um þessa þjónustu, en í fyrravor gerði iðnaðarráðuneytið formlegan samning um 20 tíma vinnuframlag á mánuði. Til viðbótar því féllst iðnaðarráðuneytið á að greiða Alþjóðaveri ferðir og uppihald og laun þegar rekin væru erindi ráðuneytisins erlendis.

Þessar upplýsingar fékk Eyjan frá viðkomandi stofnunum með vísan til upplýsingalaga. Iðnaðaráðuneytið strikaði yfir upphæð tímagjalds ráðgjafans í samræmi við heimild í 5. gr. laganna.

Greiðslur frá utanríkisráðuneytinu hafa numið 2.535.750 krónum, frá iðnaðarráðuneytinu 2.570.000 krónum og frá forsetaembættinu 1.655.850.

Alþjóðaver Kristjáns Guy Burgess hefur starfað fyrir fleiri opinberar stofnanir og borgaryfirvöld í Reykjavík. Meginverkefnin hafa hins vegar verið fyrir útrásarfyrirtæki íslenskra auðmanna sem fullyrt er að greitt hafi götu Alþjóðavers í upphafi með stofnframlögum. Lyfjafyrirtækið Actavis, sem Björgólfur Thor Björgólfsson á, er þar talið fremst í flokki. Sími Alþjóðavers á heimasíðu þess, 535 2301, er skráður á Actavis sem greiðir símreikningana.

Fram kom á Eyjunni á þriðjudaginn að Kristján Guy Burgess hefur undanfarin ár verið náinn pólitískur ráðgjafi forystumanna í Samfylkingunni, ekki síst Dags B. Eggertssonar fyrrverandi borgarstjóra.  Innan flokksins hefur ákvörðun Össurar Skarphéðissonar að gera Kristján Guy að aðstoðarmanni sínum í utanríkisráðuneytinu verið túlkuð sem stuðningur við framboð Dags til formennsku í Samfylkingunni.

Einnig hefur verið vitnað til þess að í nýútkominni bók Guðjóns Friðrikssonar Sögu af forseta sé talað um Alþjóðaver Kristjáns Guy Burgess sé nokkurs konar leynivopn Ólafs Ragnars Grímssonar. Það hafi sinnt ýmsum verkefnum sem forsetinn hafi haft frumkvæði að eða gengist fyrir.  Segja megi að Ólafur Ragnar, Örnólfur Thorsson  forsetaritari og Kristján myndi þríeyki sem vinni náið saman að mörgum málum.

Samkvæmt heimildum Eyjunnar var Kristján Guy Burgess nokkurs konar tengiliður Björgólfs Thors við forsetaembættið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Merkileg hugmynd: Viðskipti með vöru og þjónustu er spilling! Merkilegt!

Auðun Gíslason, 5.2.2009 kl. 13:20

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hvaða vöru? Sé ekki að þarna hafa nein vara verið afhent en greitt var úr vösum skattborgara.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.2.2009 kl. 13:25

3 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Ég sé nú ekki hvað er siðspillt í þessu sambandi. Þegar greiddir hafa verið skattar, virðisuakaskattur og launatengd gjöld af þessum verktakagreiðslum er nú ekki ýkja mikið eftir.

Ekki myndi ég halda ókeypis til útlanda fyrir stjórnvöld.

Svo sé ekki heila brú í því að halda þvi fram að eitthvað sé saknæmt við það að þrír aðilar sömu megin í pólitík versli þjónustu á sama stað.

Getur ekki bara verið að þetta tiltekna fyrirtæki reki og ræki starfsemi sem þessum aðilum hugnast betur en annarra?

Soffía Valdimarsdóttir, 5.2.2009 kl. 14:19

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hvað var verið að kaupa?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.2.2009 kl. 14:32

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nú er búið að taka fram lúsakambinn og verið að leita. Ráðgjöf er vara sem er seld til annara, þetta eru einfaldlega viðskipti og ekkert við þau að athuga. Að fjármagnseigendur hefi verið viðskiptavinir þar ekki að þýða neitt "spillt".

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.2.2009 kl. 14:49

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er athyglisvert að skoða hverjir koma að þessu, Össur, Solla, forsetinn, Björgólfur Thor, Aktavís, Vilhjálmur Þ. Borgarstjórn, Bjarni Ármanns, viðskiptaráð, Orkuveita Reykjavíkur og síðast en ekki síst tilraun til þess að einkvæða (gefa vinum) orkuauðlindirnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.2.2009 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband