Færðu gengisáhættuna yfir á fjölskyldufólk

Löngu fyrir hrun bankanna var ríkisvaldinu og bönkunum ljóst að ná þyrfti gjaldeyri inn í landið til þess að standa undir óráðssíu fjárglæframanna.

Gripið var til þess ráðs að ráðleggja fólki sem var að kaupa húsnæði að taka myntkörfulán.

Þetta var gert til þess að koma gengisáhættunni yfir á fjölskyldufólk og af bönkum og ríkinu.

Nú sitja fjölskyldur uppi með tapið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já...og formaður seðlabankans (gjaldeyrisins islenska) sagði í lok sept. 2008 að "landráðamenn væru að taka þessa seðlabankakrónu niður?"????....

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.2.2009 kl. 23:12

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta eru grimmir einstaklingar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.2.2009 kl. 23:14

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Myntkörfulánin voru lengi vel afar hagstæð, en samt var ég vöruð við þeim af minnu viðskiptastofnun sem er Sparisjóður. Það hefur greinileg ekki verið sama uppi á teningnu allstaðar í fjármálageiranum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.2.2009 kl. 23:20

4 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Laukrétt! 

það er líka merkilegt að bankarnir þurftu einungis að eiga gjaldeyristryggingar fyrir 10% af útlánum í erlendri mynt. þeir lánuðu 20 milljónir í íslenskum krónum til íbúðarkaupa og hengdu lánið á erlenda mynt samkv.lögum þurftu þeir einungis að tryggja sé erlenda myntkörfu fyrir 2 milljónir. þannig að þeir sem greiða erlend lán eru í raun að greiða samkv. gengisvísitölu meðan við hin greiðum samkvæmt neysluvísitölu sem leggst á höfuðstólinn. hvorutveggja eru hrein og klár mannréttindarbrot.

kveðja Ragnar  

Ragnar Þór Ingólfsson, 8.2.2009 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband