Komnir af stað með skítadreifarann

Stjórnmálamenn taka sér vald í orðræðunni. Frasaskothríð dynur á landsmönnum úr kastalavirkjum stjórnmálanna.

0145828Sjálfsstæðisflokkur, samfylking og framsókn leiddu þjóðina í þá alvarlegu kreppu sem við öllum blasir. Þetta gerðu þessir aðilar í blindu eiginhagsmunapoti. Flokkarnir hafa sannað svo ekki verður um villst að þeir hafa ekki dómgreind og heilindi til þess að leiða þessa þjóð í gegn um erfitt tímabil.

En valdaklíkan ætlar ekki að sleppa krumlunum af þjóðinni. Hysterískir stjórnmálamenn reita af sér frasanna sem aldrei fyrr. Þessu má helst líkja við að keyrt sé yfir landsmenn með skítadreifara.

Algjört vantraust ríkir nú meðal þjóðarinnar á stjórnmálamönnum og það með réttu. Þingmenn eru algjörlega úr tengslum við þjóðina og skortir skilning til þess að leiða hana í gegn um erfiðleikana sem fram undan eru og þeir eru ábyrgir fyrir. Þeir geta ekki horft með skilningi í aðstæður því þeir eru í vörn og viðurkenna ekki afglöp sín.

Stjórnmálamenn eru fastir í frasaframleiðslunni. Á þingi situr fólk sem skortir lífsýn og áræðni til þess að takast á við breyttar aðstæður. Þau eru föst í gömlu leikreglunum.

Nú þegar völdin eru í húfi verða flokkarnir gjörsamlega óskammfeilnir í kenningasmíðum sem þeir drita yfir landsmenn. Þeir hafa 500 milljónir til að dreifa, úr vasa almennings, sem þeir nýta við þá iðju að heilaþvo þjóðina og ljúga að henni.hrunid Herferðin er hafin.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur í áratugi smíðað lygina ofan í almenning og lagt undir sig og spillt öllu valdakerfinu. Þeir hafa útrýmt mannréttindum og lýðræði með dyggri aðstoð valdastofnana í landinu. Þeir hafa hannað leikreglurnar í stjórnmálunum sem hinir flokkarnir beygja sig nú undir.

Stjórnmálin á Íslandi eru orðin afmarkaður menningarheimur sem þjónar bara sjálfum sér. Innan marka þessa heims fyrirfinnst ekki hugsun sem leifir fórnir fyrir almannahag.

Stal þessari flottu mynd frá Rakel vinkonu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Já og svo verða þessir flokkar bara í boði í vor.

Offari, 7.2.2009 kl. 20:40

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Ef ekki breytingar nú, þá hvenær

hilmar jónsson, 7.2.2009 kl. 20:50

3 Smámynd: Hlédís

FLOKKURINN er samur við sig - þó talsvert margir fyrri kjósendur sjái nú gegn um aðferðir hans. Nóga hafa flokkseigendurnir peningana - eftir samfelld 18 árin við kjötkatlana og áratugi þar áður. - Þeir vita að nú þarf að keyra áróðurs-vélina á fullu - HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAR!

Hlédís, 7.2.2009 kl. 21:13

4 Smámynd: Heidi Strand

Þeir lífa í öðrum heimi en flest okkar.


Aðalfréttin í Ríkisútvarpinu kl. 18, var að sjálfstæðismenn ætlar að eyða minna í prófkjörsbaráttunna.
Að það var frétt, finnst mér vera frétt um fréttamatið hjá RUV.

Heidi Strand, 7.2.2009 kl. 21:54

5 Smámynd: Hlédís

Skýt þessu hér að, Jakobína, þó viti að þér sé efnið velkunnugt! Það er fjallar um sama mál og pistill þinn.

 Undirrituð tekur þá áhættu að teljast sjálfmiðuð og  vísar hér á eigin pistil frá því 27. jan sl. : http://disdis.blog.is/blog/dis/entry/786142/

Þar bendi ég á að áróðurs-kór Flokksins sé stax byrjaður - með því að kyrja um forsetann.   Ábendingin reyndist rétt og er söngurinn orðinn hár og margradda!

 

Pistill þessi færði mér,  samdægurs, "dulbúna hótun" um kynferðislegt ofbeldi sem dregið hefur nokkurn dilk á eftir sér, þó bloggvini þyki ekki enn öll kurl til grafar komin: http://thj41.blog.is/blog/thj41/entry/797435/

Hlédís, 7.2.2009 kl. 21:56

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er ekki að kaupa það að Samfylkingin sé í liði með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í blindu eiginhagsmunapoti eða með jafan ábyrgð og þeir hvað varðar hunið. Aðdragandi þess er miklu miklu lengri en líftími Samf.

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa verið í þannig bandalagi áratugum saman og ekki verið að fela það neitt að ráði. Framsókn hafði landsbyggðina að mestu fyrir sig og Sjálfstæðisflokkurinn Höfuðborgarsvæðið.

Þetta fór svo smámsaman að skarast eftir því sem leið á og er trúlega orðið nokkur samflækt í dag.

Samfylkingin hefur það eitt gert af sér að fara í stjórn með Íhaldinu vorið 2007 og hefur verið við völd síðan.

Mér finnst raunar að þjóðin muni standa í þakkarskuld við Samfylkinguna þegar upp verður staðið. Hún er nú komin í flórinn stóra með VG og byrjuð að moka.

Framsókn reynir af veikum mætti að ná sé í prik með því að verja stjórnina falli. Það eitt og sér er samt ekki nægjanlegt til að ég sé tilbúin til að treysta þeim.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í langt og gott frí, sem ég ætla bara rétt að vona að það takist, meðan verið er að taka til.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.2.2009 kl. 22:27

7 Smámynd: Hlédís

Haldi (Nýja)-Framsókn áfram eins og gerði sl. viku, fær hún fleira en eitt prik hjá  mér sem efaðist um stuðninginn fyrirfram. 

Hlédís, 7.2.2009 kl. 22:32

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sjálfsstæðisflokkur, samfylking og framsókn leiddu þjóðina í þá alvarlegu kreppu sem við öllum blasir. Þetta gerðu þessir aðilar í blindu eiginhagsmunapoti.

Ákveðnir aðilar innan allra flokka að mínu mati. Svo kallaðir ESB ný-aðalskandídatar[:stjórnmálamenn] . Stór hluti almennings líkar ekki þær þjóðfélagsbreytingar sem hafa átt hér sér stað undanfarna ára tugi. Stjórnmálmenn hafa ekki  upplýst þjóðina um að samningurinn um Evrópskt Efnahagsvæði [ESS] er ástæða breytinganna og nauðsynleg forsenda innlimunar inn í ESB einokunarbandalag fornra Evrópskra nýlenduvelda þar sem virðingarstiginn er löngu ákveðinn. Regluverkið: lög og reglur ESB gera ráð fyrir Seðlabanka, OMX kauphöll Íslandsog breyttu eignarhaldsfyrirkomulagi ríkisfyrirtækja svo þau geti fjármagnað sig á eigin spýtur með útgáfu verðskuldabréfa á ESB fjármálamörkuðu, svo gildir eining um sveitarstjórnir.   Allt gefur þetta núlifandi stjórnmálamönnum tækifæri til að mata krókinn og skella skuldinni fram í tímann. Frjálsa flæðið er á öllu sviðum samkvæmt ESS. Við höfum því alltaf átt það á hættu að Seðlabankar Evrópu gætu kippt í spotta og þrengt að fjárhag landsins. Þegar þyrfti að flýta fyrir formlegri innlimun sem myndi hækka meðaltekjur Evrópusambandsins og koma okkar auðlindum undir þeirra fjárfesta yfirráð.

Í mínum augum eru Íslenskar stjórnaklíkur meira að minna forréttindasinnaðar ESB aðalkratastefnur frá vinstri: VG, Framsókn,Fylking, Frjálslyndir, Sjálfstæðiflokkur  til hægri við það sem þær kalla miðju eða gullna meðalveg þeirra ofur jafnari. Sá flokkur sem þykkist öðrum þjóðhollari það er Fylking og þeir sem henni fylgja svo sem stórhluti eignarhaldsaflanna og af því er virðist Forsetinn. Enda skýrist það best að því hvernig hún forðast að ráðast að spilltum rótum vands [henni sjálfri m.a.] og beina athygli frá ESS samningum og afleiðingum hans og telja almenningi trú um að stofnum eins og [óþarfur] Seðlabanki og nafngreindir embættismenn hans séu ástæðan fyrir þeirri frelsissviptingu sem grunnur þjóðarinnar hefur orðið fyrir vegna ESS.

Lissabon samningurinn um að taka upp stjórnarskrá Evrópu 250 blaðsíður sem felur líka í sér markið gömlu nýlenduveldanna, gerir skránna rétt hærri þeim sem fyrir eru þannig að þjóðareignir verða Evrópu eignir handa ESB fjárfestum að spila með í Kauphöllunum. Þegar jöfnunarmarkið hennar hafa litið dagsins ljós verða allar launastéttir [án tillits til búsetu] án forréttinda með sömu heildarlaunatekjur. Ný-aðalinn fær svo hefðbundin aðalsæti í Brussels: Frakkar, Þjóðverjar, Englendinga, Austurríkismenn, Svíar, Ítalir, Hollendinga, Danir, Belgar, Spánverjar, Portúgalar,...  Hefðirnar eru til staðar svo ekki er að sökum að spyrja hvað Íslensku Ný-aðals Kandídatarnir fá mikið af völdum eða sætum.

En hvað græðum við sem ekki tilheyrum ný-aðlinum, Íslensku þjóðinni. Ekkert við borgum brúsann. Missum þjóðréttindin og þurfum að lifa hér það sem eftir er á Evrópskum forræðis, skrifræðis, og ráðstjórnarhefðum. Samkvæmt Evrópskum forsemdum með heildarhagsmuni lágvörumarkaða hennar að leiðarljósi er Ísland ekki svæði sem borgar sig að byggja með þeim heildarlaunatekjum sér tíðakast núna. Íslendingar komust á kortið þegar þeir urðu fullvaldaríki sjálfstætt þjóðríki 1947 þökkum eldri kynslóðum. Innlimuð verðum við sömu mörlandarnir og áður í augum hinna Evrópulandanna. Það ber engin virðingu fyrir þeim sem geta ekki séð fyrir sér sjálfir og þeir verða éta það sem úti frýs hverju sinni. Aumingjar í Evrópu eru í samkeppni um bætur ná ESB aðlinum og hvernig haldið þið hann forgangsraði? 

Júlíus Björnsson, 7.2.2009 kl. 23:38

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

hjá ESB aðinum

Júlíus Björnsson, 7.2.2009 kl. 23:39

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Er ekki sjálfsstæðisflokkurinn búinn að skapa þessa stöðu?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.2.2009 kl. 00:01

11 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Góð mynd hjá vinkonu þinni!

Konráð Ragnarsson, 8.2.2009 kl. 00:32

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Flokksmafíurnar eru búnar að því.  Sjálfsstæðisflokkurinn hefur ákveðna sér stöðu flokksmenn hans er svo margir að Valhöll hýsir þá ekki alla í einu.  

Júlíus Björnsson, 8.2.2009 kl. 00:39

13 Smámynd: Hlédís

Júlíus! Valhöll þarf ekki að rúma nema aðals- og stríðs-menn. Almúganum er smalað að meðaltali annað hvert ár  í kosningaréttir - en gengur sjálfala og getur  étið það sem úti frýs þess í milli.  Stríðaldir gæðingar Valhallabúa eru brúkaðir til smölunar - haldið í húsi - ekki beitt á gaddinn.

Hlédís, 8.2.2009 kl. 09:06

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég held að Valhöll hýsi varla alla vitleysuna sem fer þar fram

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.2.2009 kl. 17:23

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það eru ekki alls ekki allir Sjálfstæðismenn sáttir við stefnu flokksins undanfarin ár í þjóðarmálum. T.d. sem vilja ekki innlimast ESB og þeir sem trúa á litlu gulu hænuna og þeir sem trúa á stétt með stétt, þeir sem eru á móti frjálsu gagnrýnilausu flæði eða ESS. Það eru prófkjör í uppsiglingu. Í því felst styrkur Sjálfstæðisflokksins um fram aðra sem innhalda ekki þessar raddir og búa við algjöra miðstýringu í samræmi við stefnur sínar. 

Júlíus Björnsson, 8.2.2009 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband