Icesave

Þetta kemur fram í viðskiptablaðinu

Breska ríkisstjórnin hirti 40% fjármagnstekjuskatt af Icesave reikningunum í Bretlandi en hundsaði eigi að síður nokkra ábyrgð á reikningunum.

Bent er á að það hafi verið breska ríkisstjórnin en ekki sú íslenska sem naut fjármagnstekjuskatts af reikningunum. Þannig hafi breska stjórnin hirt tekjurnar en látið íslenska ríkið um áhættuna. Einnig bendir hann á að sjónarmið Breta hafi verið önnur í deili við yfirvöld á Ermasundseyjunum Mön og Guernsey þar sem breska ríkisstjórnin neitaði að ábyrgjast innistæður breskra útibúa, meðal annars vegna þess að þeir hefðu ekki notið tekna af þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það þurfi að skoða þetta Icesave mál betur og reyna að ná betri sátt við Breta.

Þeir eru farnir að sjá að þeirra framkoma gagnvart okkur var ekki viðeigandi.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband