Höfðu hvorki starfsheiður né æru

Nú telja seðlabankastjórar að vegið sé að starfsheiðri þeirra eða æru.

Þeir einstaklingar sem þegið hafa störf við stofnanir landsins í sérlegu boði stjórnmálaflokks og CAFZUU0Gsvarið honum hollustu á kostnað fagmennsku eru ærulausir og hafa alltaf verið.

Þegar embættismenn vinna af óheiðarleik og vanvirða mannréttindi í boði spillts stjórnmálaflokks hafa þeir yfirgefið starfsheiður og æru.

Það þýðir lítið að að kenna Jóhönnu um að hirða af þeim eitthvað sem þeir hafa fyrir löngu hent.


mbl.is Geir óttast um bankaráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ég er svo sannarlega sammála þér. Ég vil enn og aftur ítreka stuðning minn við Jóhönnu Sig. Þar fer kona að mínu skapi.

Þráinn Jökull Elísson, 9.2.2009 kl. 19:48

2 Smámynd: Heidi Strand

Geir óttast um bankaráðin, á ekki að vera n staðinn fyrir ð?

Heidi Strand, 9.2.2009 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband