Fáránleikinn enn að verki

Blekkingarnar eru enn í hávegum hafðar í stjórnarráðinu. Ný ríkisstjórn hefur gefið út yfirlýsingu að ekki verði snúið af þeirri villu að láta almenning borga skuldir einkafyrirtækja.

Almenningur á heimtingu á skýringu á þessari afstöðu.

Gylfi Magnússon segir:

Afstaða ríkisstjórnarinnar varðandi innstæður útibúa íslenskra banka á Evrópska efnahagssvæðinu hefur ekki breyst síðan í nóvember 2008 þegar Ísland og Evrópusambandið og nokkur aðildarríki þess komust að sameiginlegum viðmiðum um lausn á málefnum innstæðueigenda útibúa Landsbankans í Bretlandi og Hollandi (Icesave) og Kaupþings í Þýskalandi (Edge).


mbl.is Óbreytt afstaða stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Ég hlustaði á Steingrím í kvöld.  Gat ekki skilið annað en hann ætlaði að borga.  Yfti bara öxlunum og sagði þetta orðinn hlut.  Steingrímur er búinn að gleyma út á hvað Andstaða gengur.  Hún gengur út á að halda haus og verjast þegar flest sund virðast vera lokuð.  Mér finnst það sama þegar ég fylgist með umræðunni á netinu.  Slúður og æsingarfréttir fá alla athygli en fólk nennir ekki að hugsa um grundvallaratriði.  Ég hef tekið eftir því  að þegar þú bloggar um Icesave eða aðrar ólöglegar skuldbindingar, þá eru viðbrögðin lítil.  T.d virðist enginn spá í að ef ríkisstjórnin samþykkir greiðslur þar sem heildarupphæð er ekki þekkt, þá brýtur hún stjórnarskrána.  Svo heyrum við það í fréttum að ungbarnaeftirlit er skorið niður, næst verður það þjónusta við fatlaða, svo aldraða og öryrkja, EN svo kemur að okkur hinum.  T.d fær enginn að fara í geislameðferð til Svíþjóðar næstu 10 árin eða svo.  Og hver gerir þetta á Landspítalanum þegar enginn er læknirinn til að sinna þessu?

Umræðan er dauð, í bili að minnsta kosti.  Davíð Oddson er ennþá mál málanna, hundrað og eitthvað dögum eftir hrun.  Á þeim tíma hafa einu efnahagsaðgerðirnar verið hækkun vaxta.  Allt er að hrynja, allt er að fara til helvítis en þjóðin er ligeglad með stjórn sinna vinnandi stétta eða þannig.  Svo er það svo frábært að kona er forsætisráðherra.  

En annars var Steingrímur reffilegur í kvöld.  Skömm að hann skuli ekki hafa viljað halda áfram að leiða Andstöðuna.  En svo ég fari úr einu í annað.  Af hverju samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn Icesave?  Mig hefur lengi langað til að vita það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.2.2009 kl. 23:52

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég held að fólk sé að taka sér hvíld núna eftir stjórnarskiptin en er að vona að það vakni aftur von bráðar.

Já það langar mig líka að vita. Sennilega veit Steingrímur það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.2.2009 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband