Það er einhver andskotans áróðursþáttur í sjónvarpinu....

...frá Rauða Krossi Íslands sjálfsagt í boði fjórflokkanna.

Það er verið að ráðleggja fólki að taka ekki þátt í umræðu.

Það er verið að ráðleggja fólki að hugsa ekki um framtíðinna....

....sjálfsagt á það að treysta vitleysingunum fyrir henni sem hafa keyrt allt í skítinn.

Rauði Krossinn er að segja fólki að haga sér ekki eins og viti bornar verur....

....og þennan andskota stundar hann í boði skattborgaranna.....

Áhlaup í boði valdhafanna til þess að forheimska þjóðina.

Ég velti því fyrir mér hvort einhver fjandinn sé í aðsigi vegna þess að þetta er á svipuðum nótum og var hér fyrst eftir hrunið þegar fólk birtist í fjölmiðlum og innprentaði æðruleysi og sagði fólki að þetta væri bara "velferðarkreppa"

Það er nóg búið að hella af skít yfir þjóðina þótt ekki séu í gangi þessi forheimskunartilburðir í boði stjórnvalda, takk fyrir.

Mér finnst að þeir sem búa til svona heimskulega auglýsingu eigi að setja nafn sitt undir hana þannig að maður geti vitað hvaða vitleysingar þetta eru.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var súrealísk upplifun að horfa á þetta, svona einskonar stofnana áfallahjálp.

það væri óskandi að stjórnvöld hættu að beita almenning þessum blekkingum og kæmu hreint fram.

Erlendu íbúðalánin sem fólk fékk að frysta í október koma á gjalddaga næstu mánaðarmót. Það er ekki mikil tilhlökkun hjá þessum 11% lántakanda íbúðalána þar sem að öllum líkindum þarf að greiða margfalda þá upphæð sem fólk greiddi í október.

Þetta er bara eitt dæmi um framtíð sem mælt er með að við séum ekkert að spá í.

Toni (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 22:01

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þessi þáttur Rauða Krossins hneisa...það er of vægt til orða tekið.

Þetta er eins og eitthvað aftur úr grárri forneskju

.....og hannað af vitleysingjum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.2.2009 kl. 22:08

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú ert væntanlega að tala um þáttinn Þegar á reynir. Það er bara hið besta mál að bjóða fólki að safnast saman og senda frá sér jákvæðni. Mér hefur einmitt fundist það vanta nú í vetur að einhver tæki sig til og stæði fyrir slíku. Ef ég væri þarna syðra á laugardaginn, þá mundi ég hiklaust mæta. Svo er bara hægt að vera með í fjarlægð. Besta mál.

Vil svo minna á ákorunina um Stjórnlagaþingið www.nyttlydveldi.is

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.2.2009 kl. 02:46

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hólmfríður þetta er ágætt fyrir þá sem vilja vera heilaþvegnir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.2.2009 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband