Falsaðar skoðanakannanir?

Ég trúi því ekki að almenningur ætli að kjósa þessa vitleysinga yfir sig.

Ætla þeir líka að svindla í kosningum?


mbl.is Stuðningur við Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fölsuð skoðanakönnun? Er það þín niðurstaða af því að útkoman hugnast þér ekki? Sumir skilja ekki að aðrir geti mögulega haft aðra skoðun en þeir sjálfir. Tilheyrir þú þeim hópi Jakobína?

Árni Kristmundsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 17:38

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Þetta er marklaus skoðanakönnun og fylgið er óstöðugt. Einungis 58% svöruðu. Það þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn nýtur stuðnings 16,8%. Við skulum sjá hvort þeim tekst að skríða upp í 20% í kosningunum sjálfum.

Sigurður Hrellir, 13.2.2009 kl. 17:47

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Árni það er einmitt svoleiðis. Sjálfstæðisflokkur og samfylking hafa keyrt yfir þessa þjóð á skítadreifara og ég furða mig á því ef þjóðin vill meira af því sama.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.2.2009 kl. 17:49

4 Smámynd: Offari

Ef fjarlægja þarf flokkinn verður eitthvað annað að koma í staðin. Sá pólitíski leikur að hafa kosningar í apríl kemur í veg fyrir að ný framboð geti kynnt sín málefni.

Offari, 13.2.2009 kl. 18:11

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

45% prósent geta kosið eitthvað annað enn núverandi flokka kerfi. Og öruggt  fylki 3 flokkanna fer minnkandi. Allir flokkar eru samsekir að mínu mati að innleiða hér gagnrýnilaust regluverk ESB [ESS] risa efahagsvæðisins sem í þessu dverg efnahagssvæði birtist sem ný-frjálshyggja.

Innan ESB fer fyrir Íslandi [jafnræðisreglur stjórnarskrá Evrópu] eins og öllum 300.000 hanna svæðum innan ESB og þá losnum við ný-frjálshyggju einkennin en hér verður lífið ekki upp á marga fiska.

Segja upp ESS regluverkinu og bæta það gamla sem fyrir og leita á önnur viðskiptamið er eina arðbæra lausnin í stöðunni með bætt lífskjör og velferð komandi kynslóða í huga.

Áróðursmeistarar ESB er útsmognir bragðarefir og kunna að villa á sér heimildir.

Júlíus Björnsson, 13.2.2009 kl. 18:49

6 identicon

Það er merkilegt að sjá þá bábilju að bankahrunið hafi verið regluverki EES -- ESB að kenna; það er eins og að kenna lögunum um morð ef einhver drýgir það. Eins vitlaust er að kenna stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar um hvernig fór -- hún á sannarlega sína sök, en því miður hófst vandinn miklu fyrr. Staðreyndin er sú að kerfið sem við höfðum fyrir 1994 var mun verra en það sem eftir kom. Það einkenndist af endalausum gengisfellingum og pólitísku sjóðasukki, enda réðu flokkarnir bönkunum. Vandinn sem við lentum í var ekki hinum almennu reglum að kenna heldur að þeir sem settu reglurnar og áttu að fylgja þeim stóðu sig ekki. Þar er enginn sekari en Davíð Oddsson, sem var forsætisráðherra þegar kerfið varð til (og arkitekt einkavæðingar á Íslandi, en hún kom meira frá BNA en ESB) og átti að gegna lögregluhlutverkinu eftir að hann varð seðlabankastjóri. Hann brást á báðum vígstöðvum.

Guðmdundur (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 19:18

7 identicon

NÚMER EITT!!!

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 19:37

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er merkilegt að sjá þá bábilju að bankahrunið hafi verið regluverki EES -- ESB að kenna; það er eins og að kenna lögunum um morð ef einhver drýgir það.

Það finnst mér líka því hrunið var einkabönkum að kenna: Gamlir ríkisbankar með nýtt eignarhaldform og sama sukkinu.   

ESS regluverkið opnaði fyrir frjálst flæði og aðgang að fjármögnunarkerfi Evrópu: Verðbréfahöllunum að aðal samstarfsaðilum Seðlabanka ESB.

Til þess að nota þetta kerfi þá þurfa fyrirtæki að vera af fýsilegri stærð og á réttu eignarhaldformi: ohf eða ehf. Bankarnir þjónusta OMX Kauphöll Íslands. Sem býður verðbréf frá fyrirtækjum til sölu á öllu ESB efnahagssvæðinu. Ríkisfyrirtækin nú sögð í einkaeign taka nú ekki lán í nafni ríkissjóðs heldur sínu eigin og ríkissjóður verður skuldlaus. Verðbólgan hættir því skuldsetning Íslenskra fyritækja á erlendum  mörkuðum dælir inn ódýru fjármagni.  Samfara þessu er mikill innflutningur á neysluvöru í lægri verðflokkum en áður og launþeginn fær sama magn og áður fyrir minn peninginn svo launatekjur lækka smátt og smátt.

Það er langt síðan ESB var að mestu leiti einkavætt með óbeinu ríkis eignarhaldi. Ný-frjálshyggja frá vinstri.

Davíð Oddson er Sígildrar- frjálshyggju, með hag fjöldans að leiðar ljósi. Og þegar gallar komu í ljós á einkavæðingunni þá var engin áhugi á því að setja hér lög og reglur af stjórnvöldum til að hamla frelsi þeirra jafnvel þó það skaði hagsmuni hins almenna neytenda.

Ný-frjálshyggja frá hægri heitir það þegar einkafyrirtækin verð tiltölulega of stór fyrir virka heilbrigða samkeppni á markaði.  

Báðar ný-frjálshyggjunnar koma fram þegar lítil efnahagseining[Ísland] er römmuð í regluverki 400.000.000 neytandasvæðis. Það eru fá og ofstór fyrirtæki. 

Vandamálið á Íslandi hlýtur að felast í lágri greind þeirra sem standa að ákvörðunartökum í nafni allrar þjóðarinnar á hverjum tíma.  Davíð Oddson getur því miður ekki verið allstaðar í einu.

Júlíus Björnsson, 13.2.2009 kl. 20:15

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér finnst nú fullnóg að hafa Davíð á einum stað í einu við stjórnsýsluna- reyndar einum stað of mikið. Fyrri athugasemd þín Júlíus, þriðja málsgrein fellur vel að mínum skoðunum. Það er ánægjulegt að sjá hversu öflugar okkar ágætu konur eru og óþreytandi við að benda á alla spillinguna sem við höfum leyft að þróast í stjórnsýslu okkar og fjármálakerfi. Ég vona að á engan sé hallað þó ég bendi á þær Jakobínu og Láru Hönnu þar öðrum fremur.

Siðvæðing tekur nokkurn tíma að festa sig í sessi í okkar gegnsýrða samfélagi. Ég hygg þó að breyttar kosningareglur geti orðið farsælt upphaf ásamt því að setja strangar reglur um ábyrgð stjórnvalda og með því að virkja dómstól sem hægt yrði að skjóta málum undir. 

Árni Gunnarsson, 13.2.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband