Mótmælanda misþyrmt hrottalega.

Ég var að koma af Austurvelli og saknaði þar nokkura eðalmótmælenda. Á fundinum sagði Hörður Torfa frá 45 ára konu sem var misþyrmt af fimm karlmönnum. Þeir misþyrmdu henni vegna þess að hún hefur tekið þátt í mótmælum.

Hvers konar auðvaldskúgun er við lýði í samfélagi þar sem fimm karlmenn sjá réttlæti í því að misþyrma konu vegna skoðanna hennar? Misþyrma konu vegna þess að hún hefur nýtt sér tjáningafrelsi sem henni á að vera tryggt í stjórnarskrá landsins og mótmælt auðvaldskúguninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Baráttan er rétt að hefjast.Á meðan allt brennur eru þingmenn að ræða brennivinsölu í matvörubúðir.
Sýnum samstöðu og mætum aftur eftir viku og daglega við Seðlabankann.

Heidi Strand, 14.2.2009 kl. 17:15

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk Heidi þú ert eðalmótmælandi eins og ég kalla þá sem ótrauðir standa vaktina.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.2.2009 kl. 17:18

3 identicon

Eru yfirvöld að safna upplýsingum um þá sem standa vaktina á Austurvelli ? Ég bloggaði hugleiðingu um það áðan. Hér.

Er verið að reyna að hræða fólk frá því að mæta ?

Hvaða verklagsreglur eru hjá dómsmálaráðuneytinu og ríkislögreglustjóra um upplýsingaöflun og meðferð upplýsinga um mótmælendur ?

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 17:26

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég missti af strætó.  Er svo vön að vera á bíl að ég kann ekkert á þetta kerfi.

Hvernig voru ávörp og stemming.

Sigrún Jónsdóttir, 14.2.2009 kl. 17:26

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tinna. Nei hún er slösuð

Sigrún. Við sjáumst við næstu mótmæli

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.2.2009 kl. 18:00

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Af hverju er ekki sagt frá þessu opinberlega?

Arinbjörn Kúld, 14.2.2009 kl. 18:00

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Spyr líka.   Þetta er skelfilegt að heyra.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.2.2009 kl. 23:34

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er furðuleg. Hörður Torfa sagði frá þessu á mótmælunum í dag og ég fékk staðfestingu á þessu hjá vinkonu konunnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 00:27

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Grafalavarlegt mál

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.2.2009 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband