Viðurkenna veikleika fjármálakerfisins

Fjármálaráðherrar G-7 ríkjanna, sjö helstu iðnríkja heims, sendu frá sér lokayfirlýsingu í lok fundar: Alþjóðlega fjármálakreppan hefur undirstrikað grundvallar veikleika alþjóðlega fjármálakerfisins og að brýnt sé að koma á umbótum.

Alþjóðafjármálakerfið er grundvallar veikleiki í samfélagi manna.

Í kreppunni beinist athyglin að því að bjarga fjármálakerfinu. Dýrmætum mannauði eru fórnað í þessari viðleitni. Sjálf þekkingin sem býr að baki ákvörðunum er gölluð því hún gerir ekki ráð fyrir samúð með fólki og mikilvægi þess að hlúa að fjölskyldum á þeim svæðum sem verða fyrir barðinu á kreppunni.

Menntun og fræðsla er ekki það sama. Innihald náms skiptir miklu máli og það sem við erum að horfa upp á í dag er fólk sem hefur fengið fræðslu sem vinnur gegn samfélagslegri velferð.

Það þarf verulega að endurskoða innihald menntunar. Innihald menntunar í dag þjónar að miklu leiti auðvaldinu og illa hefur gengið að fjármagna menntun sem ýtir undir gagnrýna hugsun, samfélagsábyrgð og skilning á mikilvægi mannréttinda. ´

Innræting ábyrgðarleysis og þess að gróðamarkmið eigi að stýra atferli einstaklinga hafa verið stórskaðleg ungmennum og mótun samfélagsins.


mbl.is Umbætur á fjármálakerfi brýnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Rétt hjá þér Jakobína. Hér talar kennari sem hefur áhyggjur af því að börnin okkar fái ekki nógu góða menntun.

Margrét Sigurðardóttir, 14.2.2009 kl. 18:57

2 identicon

Þetta er ástæðan fyrir því að þeir geta ekki "slegið skjaldborg um heimilin". Bara talað um það. Líklega hefur International Mother Fuckers sett sem skilyrði að ekki mætti breyta greiðslumáta almennings.

Siggi (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 20:21

3 identicon

Gagnrýn hugsun íslendinga t.d. í neytendamálum hefur verið í rúst og á enn langt í land.

Það verður að yfirfara námsskrá grunn- og framhaldsskóla í framhaldi af þessum þjóðfélagsbreytingum.

Allir "aðrir" en ég  - eiga að sjá um eftirlitið og aðhaldið - hefur verið málið.

Sjáið t.d. fákeppni olíusalanna hér - þeir hafa valtað yfir neytendur í áratugi. Og enginn lyftir litla fingri.  Hafa verið mótmæli ?  Ónei.

Ég hafði samband við FBÍ fyrir tæplega ári og var með tillögu að mótmælu; mjög raunhæfa og góða.  EN - enginn áhugi þar. 

Verð-sam-vinna matvörukaupmannanna er einnig aumkunarverð. Þar sem aftur og aftur eru þeir gripnir með "sama" verð (einnar krónu munur). 

Og enginn lyftir litla fingri.

Hér þarf að verða breyting.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 20:49

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

kvitt

Hólmdís Hjartardóttir, 15.2.2009 kl. 00:34

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er gott að ráðherrarnir skuli leggja til endurskoðun á fjármálakerfinu. Svo er bara að sjá hverju að skilar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.2.2009 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband