Heimskasta land í heimi?

Getur verið að Dorrit hafi mismælt sig og meint að Ísland væri heimskasta landi í heimi? Hún segist jú hafa séð fyrir bankahrunið en mælti sín fleygu orð skömmu áður en það reið yfir.

Samkvæmt mbl kjósa 53% þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun samfylkingu eða sjálfstæðisflokk. Til allrar hamingju taka 43% ekki afstöðu þannig að það er kannski einhver von fyrir þjóðina.

Ofangreint sýnir þó að yfir 30% þjóðarinnar hefur tekið þá afstöðu að kjósa þessa flokka en það ber vott um alvarlegan dómgreindarskort. Ekki bætir úr skák að yfir 13% þjóðarinnar hefur áhuga á því að koma spillingaröflum framsóknar til valda.

Það eru rúmlega hundrað ár síðan grunnskólar voru stofnaðir á Íslandi. Allt fram á síðustu ár voru nemendur innrættir af kennurum sem kenndu þeim frá töflu. Utanbókarlærdómur var í hávegum hafður, sjálfstæð hugsun oft illa séð og lítið gert til þess að efla dómgreind nemenda. Fram á síðari hluta síðustu aldar voru það gjarnan prestar sem kenndu nemendum í hjáverkum.

Kennslustofan var eftirlíking af kirkjunni en eingöngu kennarinn mátti tala. Þannig hefur hlýðni, hræðsla við sjálfstæða hugsun og fælni við þátttöku í samræðu lengi vel verið barin inn í þjóðina.

Í kirkjunni tók ekki betra við því þar er fólki kennt að það megi bara einn drottinn hafa (takið eftir ekki guð heldur drottin, sá sem drottnar yfir öðrum)

Með hræðsluáróðri var fólki kennt að það væru drottinssvik að skipta um skoðun, skipta um flokk, skipta um lið. Hræðsla af þessu tagi er útbreidd og þjónar vel kúgurum sem njóta þess að fólk þorir ekki að yfirgefa drottnunarsvið þeirra.

Margir kjósa flokkinn af misskilinni tryggð. Við þessa einstaklinga segi ég sýnið frekar börnum ykkar tryggð. Ríkisstjórnir sjálfstæðisflokks, framsóknar og samfylkingar stjórnuðu ferli sem mun skapa komandi kynslóðum í landinu sára fátækt ef ekkert er að gert.

Foringjar þessara flokka eru að verja hagsmuni þeirra sem færðu kerfisbundið öll verðmæti úr landinu og hafa skilið þjóðina eftir í fátækt. Áróðursauglýsing Rauða Kross Íslands sem hvetur fólk til þess að taka ekki þátt í samræðu um kreppuna bendir til þess að valdhöfum þyki þjóðin orðin of kjaftaglöð. Gæti kannski farið að sýna að hún sé fær um sjálfstæða hugsun sbr. þau 43% sem ekki hafa treyst sér til þess að taka afstöðu til þess að kjósa neinn flokkanna.

Hryllingurinn í kjölfar þjóðarránsins mun koma betur í ljós á næsta ári því þá mun niðurskurðurinn  byrja fyrir alvöru. Raunverulegu ástandi er enn haldið leyndu fyrir fólki með því að reka ríkið á fjárlagahalla sem tekin er að láni frá börnum okkar.

Meðan þjóðin er slævð með falskri velferð, áróðri og múgsefjun er verið að binda hnúta sem munu flæma fólk úr landi eða netja það í ánauð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já við erum bara vön þrældóm, þöggun og fasisma. Áfram Jakobína.

Rósa (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 10:06

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég heyrði sjálf auglýsinguna í sjónvarpinu og fékk gæsahúð. Sá í fjölmiðlum daginn eftir að Ólafur Ólafsson í Samskip, sem er einn af útrásargerpunum, kostar herferð Rauða Krossins....

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 11:31

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þú getur séð meira um þetta hér

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband