2010 verður erfitt

Okurvaxtastefnan (stýrivextir seðlabankans) sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þröngvar upp á þjóðina stefnir fyrirtækjum í þrot. Talað er um að 60 - 80% fyrirtækja séu tæknilega gjaldþrota.

Ef fyrirtæki fara að stöðvast í umvörpum þýðir það að útflutningur minnkar og gjaldeyristekjur minnka. Þetta þýðir síðan að við getum ekki staðið skil af vaxtagreiðslum og afborgunum af erlendum lánum.

Á næsta ári verður ekki til gjaldeyrir í landinu til þess að standa að fullu undir innflutningi.

Þetta þýðir að það verður að fara að huga að því að auka sjálfbærni þjóðarinnar. Það verður að auka matvælaframleiðslu og framleiðslu á þeim nauðsynjavörum sem hægt er að framleiða hér.

VONANDI ÁTTAR FÓLK SIG Á AÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR ER GJÖRSAMLEGA VANHÆFUR TIL ÞESS AÐ TAKAST Á VIÐ ÞAÐ SEM FRAM UNDAN ER......Það má ekki gefa þessum fjandans flokki tækifæri til þess að gera meira af sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mun ekki merkja við x D.

Öruggt val, því ég verð að fá breytingu.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 07:44

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Jakobína.

Kreppan er að ganga frá innlendri matvælaframleiðslu.  Það er mun erfiðara að byggja upp en viðhalda.  Það á tafarlaust að frysta allar skuldir bænda, vextina líka.  Það svigrúm sem skapast á að geta nýst þeim til að lækka vörur sínar.  Til að hindra að ávinningurinn týnist í vinnslubákninu, þá á að gera bændum kleyft að selja beint til neytanda.  Það ætti að skapa nauðsynlega samkeppni.

En ég las athyglisverða hugmynd í athugasemdum í Silfrinu.  Það var einn sem benti á að það gæti verið sniðug hugmynd að gefa garðyrkjubændum rafmagnið í ákveðinn tíma á meðan viðsnúningur er að nást.  Kostirnir eru augljósir.  Ódýrara grænmeti og miklu meira framboð.  Síðan eftir þrjú ár eða svo, þá á að láta grænmetisbændurna fá rafmagnið á stóriðjuverði.   Þar með leggjum við grunn að grænni stóriðju.

Hvað með skuldirnar segja fussararnir.  Og hvað með þær.  Er ekki verið að afskrifa milljarða af skuldum auðmanna og þeir halda áfram að leika sér og kaupa "ódýrt" á Íslandi.  Af hverju má ekki afskrifa einhverjar skuldir orkufyrirtækja á móti þessari "gjöf" til þjóðarinnar.  Og kostnaður við heilsugæslu myndi minnka í kjölfar þessa og afnámi viðbætt sykurs í matvælum.  

Spáðu í þetta.  Ef þér finnst eitthvað vitrænt í þessu, þá má útfæra þetta betur og koma þessu inní umræðuna.  Þegar við höfum náð að hrekja óbermi IFM úr landi, þá þurfum við að eiga svör um hvað svo.  Eitthvað verðum við að borða.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.2.2009 kl. 09:34

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hárrétt greining. Það verður engin gjaldeyrir eftir til skiptana innan tíðar. En Ómar bendir á matvælaöryggi okkar sem er verulega ógnað með hættulegri stöðu bænda. Það er ekki svo fjarlægur möguleiki að innlend framleiðsla dragist verulega saman á næstunni vegna slæmrar stöðu bænda.

Ég hef m.a. bent á það í bloggi nýlega. Hvað um það, það breytir því ekki að margir bændur eru í verulegum vandræðum og innlend framleiðsla á eftir að hækka mikið þ.e.s. sú framleiðsla sem eftir verður. Aðgerðir þær sem við verðum að fara í eru það dramatískar og umfangsmiklar að engin stjórnmálaflokkur hefur til þess hugrekki auk þess sem AGS ræður ferðinni - ekki við, vil minna á að þegar hrunið varð þá misstum við okkar efnahagslega sjálfstæði og með því fór svo margt annað. HFF.

Arinbjörn Kúld, 16.2.2009 kl. 10:40

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég kýs örugglega ekki xd, me me. Veit ekki hvað á að kjósa.

Sammála þér, við getum líka unnið betur vörur, sem við sendum úr landi hálfunnar, t.d. fiskinn og úrganginn úr honum. Taka dani okkur til fyrirmyndar í þeim efnum, þeir kunna að fullvinna hlutina.

Hvernig væri t.d. að nýta fiskroð í hundabein sem eru innflutt? 

Rut Sumarliðadóttir, 16.2.2009 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband