...og þjóðinni blæðir

Það er sífellt að koma betur í ljós hvernig ríkisstjórnir undangenginna ára hafa blóðmjólkað þjóðina og reyna nú að koma sektinni yfir á almenning sem ALLS EKKI er ábyrgur fyrir skuldasöfnun.

Skuldir heimilanna eru til komnar vegna gróðabrasks með lóðir og fasteignir, okurvaxta og reikniskúnsta valdhafanna sem hafa beitt vitlausum mælitækjum til þess að búa til loftbóluskuldir á fjölskyldufólk sem nú er blóðmjólkað.

Eyðsla almennings undangengin ár myndi aldrei ná að skýra nema örlítið brot af þeim skuldum sem sjálfstæðisflokkur og samfylking kölluðu yfir þjóðina.

Mestur hluti þeirra fjárhæða sem nú er verið að rukka þjóðina um áttu ekki viðkomu hér á landi. Landið var notað af misindis og glæpamönnum með blessun hérlendra stjórnvalda sem annað hvort hafa verið skipuð afar vitlausum eða afar óheiðarlegum einstaklingum.

 


mbl.is Láta hýða sig í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Nákvæmlega.

Rut Sumarliðadóttir, 16.2.2009 kl. 15:19

2 Smámynd: Offari

ALLS EKKI er ábyrgur fyrir skuldasöfnun.  Ég tek undir þetta.  Hvernig urðum við allt í einu ábyrgir fyrir gjörðum þessara manna. Það get ég aldrei skilið.

Offari, 16.2.2009 kl. 15:25

3 identicon

Voru bankarnir annars ekki einkavæddir?

Hörður Halldórsson. (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 15:38

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvenær áttum við okkur á því að AGS er ekki að vinna fyrir fólkið í þessu landi.

Mér sýnist þetta fyrirbæri vinna fyrir efnahagskerfi heimsins og að því sé ætlað að tryggja sem best að við stöndum okkur í því að greiða skuldir fyrir ræningjana sem stálu peningum fólks og komu þeim fyrir í myrkviðum bankaleyndar.

Hvergi hef ég séð að AGS leggi áherslu á að við upplýsum vinnubrögð bankanna dagana fyrir gjaldþrotið.

Ég legg til að efnahagsbrotadeildin fái fleira vinnufólk og vinni á vöktum svo þeim takist að ganga frá þessu eina máli sem þeir eru að vinna í.

Árni Gunnarsson, 16.2.2009 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband