Hagfræðingar hafa verið eins og hríðskotabyssur í fjölmiðlum frá því í haust. Svartsýnismenn og bjartsýnismenn skjóta talnaflóði yfir almenning sem reikar um ringlaður af upplýsingayfirflæði. Ég finn oft hvernig talnaflóðið yfirkeyrir skilningarvitin og ég fer að velta því fyrir mér hvort ég sé ekki bara að misskilja allar þessar upplýsingar.
Getur það verið að bjartsýnisupplýsingar Tryggva Þórs um að ríkissjóður skuldi eingöngu465 milljarða séu gleðifréttir? Niðurskurður Landsspítala er á milli 2 og 3 milljarða og þykir nánast óyfirstíganlegur. Aukinn niðurskurður verður á næsta ári og fer þá yfir sársaukamörk.
Ó já, og hvað með erlendar skuldir sveitafélaga, hver á að greiða þær. Hvað með skuldir ríkisfyrirtækja t.d. Landsvirkjuna og Orkuveitunnar 500 til 600 milljarðar hef ég heyrt.
Það er staðreynd að ríkið á að greiða 87 milljarða í vexti á þessu ári af skuldum og já tæpl. 150 milljarða á næsta ári. Ég hef hvergi heyrt talað um erlendar tekjur á móti þessum vaxtagreiðslum, þ.e.a.s. fjármagnstekjur sem eiga uppruna erlendis. Ef slíkar tekjur eru ekki til staðar munu þessar vaxtagreiðslur leiða til beinnar lífskjaraskerðingar eða skuldasöfnunar.
60 til 80% íslenskar fyrirtækja eru tæknilega gjaldþrota og hefur okurstýrivaxtastefna AGS þar mikið að segja.
Útflutningstekjur eru nauðsynlegar til þess að afla gjaldeyris.
Þjóðabúið þarf gjaldeyri til þess að borga vexti og afborganir af erlendum lánum
Gjaldeyristekjur eru háðar því að fyrirtækin lifi og flytji út vörur, því að fiskur seljist og því að álverð haldist hátt. Allt þetta er að bregðast og sjálfstæðisflokkur sendir mann á borð við Tryggva Þór í kastljós til þess að villa um fyrir þjóðinni.
Tryggvi Þór gleymdi að tala um jökla- og krónubréfin en bankarnir skulda þar fleiri hundruð milljarða samkvæmt Gylfa Magnússyni sem ég treysti mun betur en Tryggva. Þegar þessi bréf eru innleyst vilja þessir peningar komast úr landi og keppa við aðra peninga sem vilja komast úr landi, t.d. vaxtagreiðslur. Krónan mun því hrapa og bjartsýnisútreikningar Tryggva Þórs fjúka út um gluggann. Því miður.
Þetta er ekki bölsýni eins og Tryggvi vill kalla það heldur raunsæi.
Ef barnið þitt er veikt þá viðurkennir þú strax að eitthvað er að enda er það forsenda þess að hægt sé að leita lækninga
Málflutningur Tryggva Þórs er einfaldlega HÆTTULEGUR.
Vill semja um krónubréfin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.2.2009 kl. 20:37 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 578589
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessuð Jakobína.
Já hann er stórhættulegur. Líka lygin hjá mönnum eins og Vilhjálmi Egilssyni og Gylfa forseta. Mennina, sem kölluð á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, sama hvað það kostaði (ICEsave). Síðan kannast þeir ekkert við eiturverkanirnar af efnahagsaðgerðum sjóðsins. Kalla á aðgerðir, lækkun vaxta og hjálp handa atvinnulífinu. Gylfi forseti vill borga tugi milljarða á ári vegna ICEsave en kvartar svo yfir því þegar ríkissjóður getur ekki notað sömu krónuna tvisvar. Ein fyrirsögnin eftir hann er "Skerðing á kjörum öryrkja" sem var reyndar alveg rétt en hver kallaði hana yfir þjóðina? Hver kallaði á hinar erlendu vaxtagreiðslur? Og svo talar maðurinn um að það þurfi að vernda atvinnustigið. Hver getur rekið fyrirtæki við þessa vexti?
Steingrímur Joð Sigfússon var von þessarar þjóðar. Hann sveik hana fyrir ráðherrastóla. Hann er að rústa restinni af fjármálakerfinu með lögum sínum um séreignarsparnaðinn. Bæði tekur þetta nauðsynlegt fé úr peningalausum bönkum og svo hitt að þetta rugl gjaldfellir þann sparnað sem eftir er. Hann talar um afnám verðtryggingarinnar en hann gerði það ekki að sína fyrsta verki að afhenda íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðunum ríkisbréf að upphæð 150 milljarða til að hægt væri að frysta verðtrygginguna í 18 mánuði. En hann ætlar að afhenda Davíð Oddsyni bréf uppá svipaða upphæð. Hann er meira virði en allt unga fólk landsins.
En það er fleiri en Tryggvi sem er að ljúga að þjóðinni. Ritstjórar morgunblaðanna láta starfsfólk sitt hamast dag og nótt við að fegra ástandið. Umræðan er látin snúast um tittlingaskít eins og niðurskurð uppá 10 milljarða. Hvernig verður það á næsta ári þegar það þarf að skera niður um 150 milljarða hið minnsta? Skera niður öskra Ólafur og Þorsteinn en þeir hafa aldrei minnst á hvar á að skera niður. Á t.d að neyta ættingjum þeirra um þjónustu ríkisins. Myndu þeir þá öskra jafnhátt. Eða er það bara fátæklingarnir, öryrkjar, sjúkir og aldraðir sem eiga að bera þjáningarnar. Hinir ríku sleppi eins og ævinlega. Allavega hef ég tekið eftir því að það eru aðeins jakkafataklæddir Samfylkingarmenn sem vilja ólmir borga ICEsave. Greinilegt að þeir telja sig sleppa. Hvað er líf nokkurra fátæklinga á milli vina.
En nú er það bara spurningin hvort ástandið verði orðið óbærilegt fyrir kosningar og almenningur sjái í gegnum lygina og kjósi þjóðníðingana burtu eða hvort það gerist eftir kosningar og þeir verða bornir burtu. Ég vona það fyrrnefnda.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.2.2009 kl. 23:45
Þessi leikur Tryggva með hreinar skuldir er beinlínis til að blekkja almennig. Við þurfum að vita hvað við skuldum og hvað við þurfum að borga í afborganir. Tryggvi lifir enn þá í heimi froðufærsla og huggulegra excelskjala eins og fyrri ríkisstjórn (vonandi ekki sú nýja líka).
TH (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 00:09
Skv. yfirliti greiningardeildar Glitnis og Tryggva (sem ég treysti reyndar ekki fyrir horn) eru skuldir ríkissjóðs (án fyrirtækja) ca. 1.330 milljarðar í árslok 2009 og fyrir liggur að greiða þarf afborganir og vexti af þessari upphæð - sem sagt skuldabyrði ríkissjóðs.
Látum ónotaðar lánalínur Norðurlanda og Rússa liggja milli hluta.
Eignir geta orðið á bilinu 300 til 865 milljarðar eftir því hvort 100 milljarðar finnast í Seðlbankanum, hversu mikið fæst upp í skuldir Icesave og hversu mikið við þurfum að nota af IMF láninu. Miðað við lánasöfnin er ekki óeðlilegt í dag að ætla að 20% af Icesave innheimist og við gætum þurft að nota allt að 3/4 af gjaldeyrisforðanum.
Þótt þessar eignir séu peningalegar í orði kveðnu verða þær pikkfastar næstu árin og ekki betri fjárfesting en hvert annað húsnæði sem bíða þarf með sölu þar til betur árar. Allt tal um nettóskuldir eða hreinar skuldir gefur því kolranga mynd af þeirri greiðslustöðu sem blasir við ríkissjóði. Það tel ég vítavert og einungis sett fram til að fegra stöðuna og ég skil ekki hvað vakir fyrir Tryggva með þessum æfingum. Einhver ávöxtun og afborgarnir koma þó vonandi á þessar eignir.
Fullyrt er að þrotabú gömlu bankanna muni ekki koma ríkissjóði við. Það er algjörlega óljóst á þessari stundu. En ef það er rétt þá gæti maður jafnframt sagt svo að eignir Landsbankans í Englandi komi okkur ekki við.
TH (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 00:15
Það er ýmist við ökla eða eyra mat manna á þessum skuldum. Sumir benda á að megnið af þessum skuldum séu í gömlu bönkunum og kröfuhafar fá greitt upp í sínar kröfur úr þeim. En hvað þurfum við að borga og hvers vegna? Það er stóra spurningin sem engin gefur svar við, allavega ekki þannig að það skiljist. Við þurfum að borga icesave, eða það er minn skilningur þó ég sé ekki sammála. Krafan þar er allt að 800 milljarðar var haft eftir ISG ef ég man rétt, en á móti koma eignir, sem engin hefur sagt hverjar eru, ekki einu sinni í grófum dráttum, þannig að þessar eignir eru sennilega ekki öruggar.
Ég efast um að þjóðin geti borgað nokkuð af þessu, það væri samt áhugavert ef Tryggvi tæki ríkissjóð í greiðslumat og gerði grein fyrir hversu mikið við getum greitt og hve lengi áður en stór hluti þjóðarinar er farin úr landi. Ég leyfi mér að efast um að getan sé mikil í ljósi lækkandi verðs á fiski og áli sem dæmi. Ég efast um að við séum borgunarmenn fyrir meiru en 50-100 milljörðum miðað við bestu vaxtarkjör og 10-15 ára lánstíma. Ég reikna þetta ekki út, þetta er frekar byggt á innsæi.
Ein fréttin var á þá leið að ef krónan styrkist þá verða nýju bankarnir gjaldþrota? Og hvað ætli nýju bankarnir hafi fengið útlán gömlu bankanna á? Því hefur verið fleygt fram að útlánin hafi verið afskrifuð á milli 40-75% þegar þau voru flutt úr gömlu yfir í nýju bankanna.
Það væri gott ef einhver segði okkur hver staðan er nokkurn vegin og svikalaust. Ef gamli bankinn á skuldabréf í nýja er það ekki skuld? Ef ríkissjóður þarf að setja 380 milljarða í nýju bankanna eru það þá ekki útgjöld vegna hrunsins, þó verið sé að færa pening á milli stofnanna í eigu ríkisins?
Einnig held ég að það sé útbreiddur misskilningur meðal fólks að skilanefndir bankanna hafi eitthvert rannsóknarhlutverk, hliðstætt kannski lögreglu. Eru nefndirnar ekki einfaldlega skiptastjórar?. Eftir því sem ég best veit þá er ekki verið að rannsaka eitt né neitt fyrir utan 3 manna nefnd og einn saksóknara sem er varla byrjaður á neinu. Ég er ekki að kalla á blóð en hef heldur ekki trú á að þetta hrun hafi með öllu átt sér stað á löglegan hátt, og því eðlilegt að fara í hvern krók og kima til taka af allan vafa. Hrunið er grundvöllur fyrir rökstuddan grun. Fynnst einhverjum það óeðlileg krafa?
Og að lokum þakka þér fyrir þetta góða blogg sem þú heldur úti.
Toni (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 00:27
Þakka þér Toni þetta eru góðar spurningar en því miður virðist fréttamönnum ekki detta í hug að spyrja þeirra.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.2.2009 kl. 00:39
Vil benda á þessa færslu http://vthorsteinsson.blog.is/blog/vthorsteinsson/
Þar fer Vilhjálmur Þorsteinsson vandlega yfir skuldamálin eins og hann hefur gert nokkrum sinnum áður á bloggi sínu. Hann segir að aðferðafræði Tryggva Þórs Herbertssonar sé rétt, en finnst hann í bjartsýnni kantinum. VÞ talar um 500 til 600 milljarða íslenskra króna. Honum treysi ég og líka TÞH.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.2.2009 kl. 00:55
Hólmfríður framsetning Tryggva einfaldar mjög hlutina og segir ekki alla söguna og er auk þess villandi. Því miður.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.2.2009 kl. 01:27
Ég er hræddur um að Tryggvi sé ekki að taka óvissuþætti inn í þetta. Jöklabréfin en einnig skuldir sem munu falla á bankana við gjaldþrot fyrirtækja. Það verður að pumpa eigið fé inn í bankana en Tryggvi lætur eins og það séu allt erlend lán. Held ekki.
En ég er nú ekki ánægður með hann Gylfa sem nú ætlar að greiða út jöklabréfin með erlendum eignum Lífeyrissjóðanna. Sem sagt þjóðnýta þessa sjóði. Þessir fjármunir eru einfaldlega ekki sameign þjóðarinnar.
Væri ekki nær að þjóðnýta í hvelli eitthvað af þeim auði sem menn eru búnir að koma undan áður en þeir ná að sparka yfir öll sín hjólför? Það þykir mér. Furðulegar áherslur.
sandkassi (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 02:12
Ég var ekki búin að frétta að Gylfi ætlaði að nota lífeyrissjóðina í jöklabréfin. Það er miklu fórnað til þess að bjarga innistæðueigendum bankanna.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.2.2009 kl. 02:28
Sko Jakobína ef við skoðum aðeins áætlaðar vaxtagreiðslur ríkissjóðs þá kemur allt önnur mynd en Tryggvi dregur upp. Það er talað um að vaxtaprósentan sé í kringum 5%. Okei, ef það er satt er ekki mikið mál að reikna út upphæð skulda sem verið er að borga af.´
Þetta árið er áætlað að ríkissjóður greiði 87 milljarða í vexti. Það þýðir þá að heildarupphæð þeirrar skuldar sem greitt er af í ár er um 1.740 milljarðar.
Á næsta ári er áætlað að ríkissjóður greiði um 150 milljarða í vexti er það ekki. Það þýðir þá að heildarupphæð skulda á næsta ári verða um 3.000 milljarðar.
Hver hefur svo rétt fyrir sér og hver ekki? Hvað er verið að fela samkvæmt þessu???
Arinbjörn Kúld, 18.2.2009 kl. 10:18
já segðu, jú hann er að spá í það, þessar þreifingar hafa verið uppi, en ég hélt ekki að hann myndi stökkva á það.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/02/17/vill_semja_um_kronubrefin/?ref=fphelst
sandkassi (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.